Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Kennedy lét líka hljóð-
rita með leynd samtölin
f Hvíta húsinu
Fyrri embættismenn og aðstoðar-
menn John F. Kennedy heitins forseta
Bandarikjanna hafa látið í ljós hneyksl-
an yfir upplýsingum um að hann hafi
látið hljóðrita 325 samtöl sem fram
fóru i forsetaskrifstofu Hvita hússins.
„Mig rekur ekki minni til að það
hafi nokkum tima verið gert. Ef svo
væri, hefði ég vitað af því. Ég var dag-
lega í skrifstofu forsetans,” segir David
Pöwers, sem var einkaritari Kennedys.
Hann er nú safnvörður Kennedybóka-
safnsins í Boston.
Theodore Sörensen, sérlegur ráðgjafi
forsetans, sagðist dasaður af þessum
fréttum um hljóðupptökurnar. „Aldrei
grunaði mig slíkt,” sagði hann.
Frá þessum hljóðritunum var skýrt í
Washington Post í gær og er það í
fyrsta sinn sem það er opinberað. Er
fréttin staðfest af Daniel Fenn, for-
stöðumanni Kennedy-bókasafnsins.
Burke Marshall, sem var aðstoðar-
dómsmálaráðherra i stjórn Kennedys,
er nú formaður þriggja manna nefndar
sem sker úr um hvaða efni skuli birt af
þessum hljóðritunum og fleiru þess
háttar sem varðveitt er í safninu. — Er
búizt við að það geti kannski komið
fyrir almenningssjónir næsta sumar.
Margir aðdáendur JFK, sem ráðinn
var af dögum 1963, hafa látið þessar
fréttir mjög á sig fá. Þykir þeim rninn-
ing hins látna hafa sett ofan við það að
MISS ELLIE FÆR VERÐLAUN
Nýlega var verðlaunum erlendra
blaðamanna, Golden Globe
verðlaununum, úthlutað i Holly-
wood. Hlaut Barbara Bel Geddes
verðlaunin sem bezta sjónvarpsleik-
kona ársins fyrir hlutverk sitt í
Dallas en þar leikur hún ætt-
móðurina Ewing, Miss Ellie.
Hins vegar var MASH valinn
bezti framhaldsþátturinn í sjónvarpi
á sl. ári.
Miss Ellie ásamt syninum Bobbie sem
leikinn er af Patrick Duffy.
Æðsta hermálafulltrúa
Sovétríkjanna vísað úr
landi i Bandaríkjunum
í gær tilkynnti bandaríska utanríkis-
ráðuneytið að æðsta hermálafulltrúa
Sovétrikjanna í Washington, Vasili
Chitov hershöfðingja, hefði verið vísað
úr landi fyrir „starfsemi” sem ekki
hæfði stöðu hans.
Chitov hershöfðingi fór úr landi i
fyrradag eftir að Bandaríkjastjórn
hafði úrskurðað hann „óæskilega
persónu”, sagði talsmaður ráðuneytis-
ins.
Hún neitaði að gefa nánari upplýs-
ingar um málið, en í fréttum NBC sjón-
varpsstöðvarinnar var sagt að Chitov
hershöfðingi hefði verið tekinn í vörzlu
alríkislögreglunnar um síðustu helgi
eftir að hún hafði átt í æsandi eltinga-
leik við hann um götur Washington-
borgar.
hafa látið hljóðrita samtöl i skrifstof-
unni — máske án vitundar viðkom-
andi.
Meðal annars eru hljóðrituð nokkur
samtöl hans við eiginkonu sína, Jacqu-
eline, máginn Sargent Shriver, fyrrver-
andi forseta Dwight Eisenhower, Harry
Truman og einnig við Douglas
MacArthur, hershöfðingia.
1973 kom upp orðróntur um að
Kennedy hefði með leynd látið hljóð-
rita samtöl sín í Hvíta húsinu. Hans
nánustu ráðgjafar- og samstarfsmenn
báru þær fréttir til baka og brugðust
margir ókvæða við þeim „rógburði”.
JFK, fyrrum forseti, lét einnig
hljóðrita með leynd samræður
sínar við menn, eins og ger'
hafa Richard Nixon og
fleiri.
Sjónvarpsstöðin hafði það eftir
ónafngreindum heimildum að hers-
höfðinginn hefði verið með „við-
kvæm” skjöl í fórum sínum.
Utanríkisráðuneytið og alríkislög-
reglan neitaði að tjá sig um þessa frétt
sjónvarpsstöðvarinnar.
Er talsmaður utanríkisráðuneytisins
var spurður að því hvort Moskvustjórn
mundi svara með þvi að vísa bandarísk-
um sendifulltrúa eða sendifulltrúum úr
landi sagði hún:
— Ég vil ekki vera með neinar get-
gátur í þvi sambandi.
Chitov hershöfðingi var yfirmaður
um 20 sovézkra hermálafulltrúa i
Washington. Starfsmenn sovézka
sendiráðsins vildu ekki tjá sig um
málið.
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK
Umsóknir
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á
176 tveggja til fimm herbergja íbúðum, sem eru í byggingu við Eiðsgranda
í Reykjavík.
Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri íbúðir, sem koma til endur-
sölu síðari hluta árs 1982.
Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr.
51/1980.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og
verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin
mánudaga—föstudaga kl. 9—12 og 13—16.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 27. febrúar nk.
Óafgreiddar umsóknir frá nóv.—des. 1981 verða einnig taldar gildar um
þessar íbúðir, nema umsækjendur tilkynni annað.
Stjórn verkamannabústaða / Reykjavík.
oQ°h
RÝMINGARSALA
RÝMUM FYRIR IMÝJUM VÖRUM
A<fwr
VERZLUIMIN
NO.1
AÐALSTRÆT116