Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Side 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
11
Fullyrðingar stangast á varðandi Sparisjóð Skagastrandar:
HRBN OG BBN
ÓSANNINDI”
—segir sparisjóðsstjóri, sem kveðst aldrei hafa gef ið
starfsmanninum heimild til yfirdráttar
„Það eru hrein og bein ósannindi
að maðurinn hafi fengið leyfi mitt til
að gefa út innistæðulausar ávísanir,”
sagði Björgvin Brynjólfsson spari-
sjóðsstjóri á Skagaströnd, er DV
spurði hann hvort hann hefði gefið
Birni Jósefssyni, fv. starfsmanni
sparisjóðsins, heimild til yfirdráttar á
ávisanareikning.
Björn var sem kunnugt er tekinn til
yfirheyrslu vegna kæru sparisjóðs-
stjóra, er óskaði rannsóknar á fjár-
reiðum hans.
„Það er ekki rétt að ég hafi kært
manninn fyrir fjárdrátt,” sagði
Björgvin.” Þarna er um að ræða
misferli í starfi og misnotkun á
aðstöðu. Aðdragandi þessa máls er sá
að milli jóla og nýárs tóku að hrúgast
inn innistæðulausar ávísanir gefnar
út af þessum manni. þær héldu
áfram að berast eftir áramót.
Þegar svo var komið samdi ég um
það við hann að skuldin yrði greidd
með kaupi hans í janúar, svo og
orlofsfé sem hann fengi greitt, þar
sem hann var að hætta störfum.
Afganginn skyldi hann svo greiða
með hluta af andvirði bíls sem hann
var að selja.
Þenna samning sveik maðurinn en
stakk af með kaupið án þess að ganga
frá sínum málum. Ég neyddist því til
að leita opinberrar aðstoðar til að fá
tryggingu í bílnum.”
Sagði Björgvin það enn fremur
algjör ósannindi að hann veitti við-
skiptamönnum sparisjóðsins heim-
ildir til að yfirdraga ávísanareikninga
sína. „Það getur komið fyrir hér,
eins og annars staðar að menn skrifi
innistæðulausar ávísanir,” sagði
Björgvin. ,,En það er mjög
ósmekklegt og óviðeigandi að starfs-
maður sparisjóðsins fari þar fremstur
í flokki og sé langhæstur.
Aðspurður um hvort fólk tylldi illa
í vinnu i sparisjóðum sagði Björgvin
það alls ekki vera. „Það hefur verið
ákaflega lítil hreyfing á starfsfólki
þar til þessi maður kom,” sagði
hann. Það mætti setja umræddar
uppsagnir í samband við veru hans
hér.”
-JSS
UTITONLEIKAR FYRIR KVIK-
MYNDINA ROKK í REYKJAVÍK
SEGULBANDSTÆKIORSÖK
BANASLYSS í UMFERDINNI
— hljómsveitin EGO
leikuráLækjar-
torgi kl. 14
á morgun
Kvikmyndin Rokk í Reykjavík er nú
langt komin í vinnslu en síðasta upp-
taka myndarinnar fer fram með pompi
og prakt á Lækjartorgi á morgun. Þar
verða settir upp útitónleikar með
hljómsveitinni EGO og Bubba
Morthens og mun hljómsveitin flytja
nokkur vel valin lög.
Framleiðendur myndarinnar hvetja
fólk til að koma og sjá þessa úti-
tónleika en miklu máli skiptir að
fjölmennt sé á Lækjartorgi vegna kvik-
myndatökunnar. Kvikmyndin verður
frumsýnd í einhverju kvikmyndahúsi
bæjarins um páskana.
Framleiðendur myndarinnar eru þeir
Ari Kristinsson, Friðrik Þór Frið-
riksson, Jón Karl Helgason og Þorgeir
Gunnarsson en þeir reka saman kvik-
myndafélagið Hugrenningu.
Þess má geta að við kvikmyndunina
á morgun verða notaðar sex kvik-
myndatökuvélar og hljóðupptaka er á
8-rása stereo. Tónleikarnir hefjast kl.
14.00. -ELA
Sex kvikmyndatökuvélar verða notaðar við upptöku á hljómleikum með
hljómsveitinni EGO á Lækjartorgi á morgun. Eru allir hvattir til að mæta
og hlýða á hljómsveitina leika Rokk I Reykjavík. DV-mynd Einar Olason
Orsök dauðaslyss sem varð í umferð-
inni á höfuðborgarsvæðinu fyrir
nokkru mun hafa verið sú að öku-
maður missti stjórn á bíl sínum er hann
var að eiga við segulbandstæki í mæla-
borði bílsins.
Upplýsingar þessar fékk DV frá
rannsóknarlögreglumanni þeim sem
vann að rannsókn slyssins.
„Mörg umferðarslys hafa orðið
vegna svipaðra ástæðna. Það er ástæða
til að segja frá þessu og vara fólk við.
Bæði reykingar og segulbandstæki
hafa valdið alvarlegum umferðar-
slysum.” sagði rannsóknarlögreglu-
maðurinn.
Hann gat þess að sá er lézt í
umræddu bílslysi hefði ekki verið með
bílbeltin spennt.
-KMU.
ÞRÍR í SÉRFLOKKI
rrár rr T
FORD FIESTA GHIA
árg. 1978, ekinn aðeins
25000km.
SAAB 900 COUPÉ ÁRG. '80
ekinn 26 þús. km. ToppbUi.
Aukþess mikið úrvainotaðra bíla
Verð við aiira hæfi
Opið iaugardaga frá ki. 10 til 18.
5 gíra, svartur. Mjög faiieg-
urbíii.
FÍAT 131 RACING
árg. 1980, ekinn aðeins
21000km.
BÍLASALAN BLIK s/f
SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
SÍMI: 86477
SYNING
UM HELGINk
ulHEKIA
Laugavegi 170-172 Sír
kHF
Sími 21240
INNHEIMTUSTARF
Óskum að ráða duglegan og vanan starfskraft til inn-
heimtustarfa strax. Umsóknir með upplýsingum úm aldur,
menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild DV fyrir 10.
febrúar nk. merkt „Símainnheimta”.
Allt til keramikgeröar
OPIÐ:
Mánudaga
Þriðjudaga
Miðvikudaga
Fimmtudaga
Föstudaga
Laugardaga
Kl: 13.00—18.00 og 20.00—22.00
Kl: 13.00—18.00 og 20.00—22.00
Kl.: 13.00—18.00
Kl: 13.00—18.00 og 20.00—22.00
Kl: 13.00—17.00
Kl: 13.00—15.30
Aldrei meira úrval af hrávörum (hálfunnið). Mikið úrval af
nýjum munum.
OzKetrtm/'kl/úáið l/f.
Sigtúni 3 — Sími 26088
SUNNUDAGS
BLADID
MODVIUINN
alltaf
um
helgar