Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Page 15
R.S. spyr hvort „ekki sé óeðlilegt að aðilar sem eiga beinna hagsmuna að gæta, þ.e.
tryggingafélögin, dæmi um skiptingu réttar/óréttar aðila í umferðaróhöppum.”
Hvað líður
stofnun hlut-
lauss umferð-
ardómstóls?
—Hve lengi eigum við að hlíta umf jöllun
tryggingafélaganna?
gætt andstöðu við stofnun sérdóm-
stóla.
Hins vegar er ljóst að æskilegt er að
unnt sé að leiða ágreining vátrygginga-
félaga og tjónþola til lykta án óþarfa
dráttar. Úrlausn óvilhallra manna utan
dómstóla, einhvers konar gerðardóm-
ur, eða álitsgerð slíkra manna, þar sem
málsnieðferð getur verið einfaldari en
fyrir venjulegum dómstólum, er væn-
legri leið til að veita aðilum leiðbeiningu
og þá skjótari úrlausn slíks ágreinings.
Slik leið hefur verið reynd á vegum
neytendasamtaka á ýmsum sviðum.
Gerðardómsleið í sambandi við bif-
reiðatjón mun nokkuð notuð á Norð-
urlöndum. Fæst gerðardómur þá að
öllum jafnaði eingöngu við sakarskipt-
ingu.
Væri æskilegt að slik leið utan dóm-
stóla verði reynd hér á landi með sam-
komulagi bifreiðaeigenda og vátrygg-
ingafélaga fremur en að stofnað verði
til sérstaks umferðardómstóls. Það
atriði verður þó án efa tekið til með-
ferðar af umferðarlaganefnd við heild-
arendurskoðun umferðarlaga sem nú
fer fram.
R.S. skrifar:
Hvað líður stofnun hlutlauss um-
ferðardómstóls?
Eiga vegfarendur um ókomna fram-
tíð að þurfa að hlita umfjöllun trygg-
ingafélaganna á umferðaslysum, þó að
áfrýja megi málum til almennra dóm-
stóla, með ærnum drætti, kostnaði og
fyrirhöfn?
Eða er ekki óeðlilegt að aðilar sem eiga
beinna hagsmuna að gæta, þ.e. trygg-
ingafélögin, dæmi um skiptingu rétt-
ar/óréttar aðila í umferðaróhöppum?
Gerðardómur væri
æskileg lausn
Vegna bréfs þessa leitaði hlaðamað-
ur til dómsmálaráðuneytisins. Svar
ráðuneytisins er svohljóðandi:
Hugmyndir um sérstakan umferðar-
dómstól hafa alloft skotið upp kollin-
um og verið ræddar, meðal annars
meðal lögfræðinga. Frekar hefur þar
Sjónræn reynsla
Undanfarinn hálfan mánuð hefur
staðið yfir sýning í Gallerí 32,
Hverfisgötu 32, á málverkum eftir
Guðmund W. Vilhjálmsson.
Listamaðurinn sýnir hér 45 vatns-
lita- og pastelmyndir og er þetta
fyrsta einkasýning hans. Guðmundur
hefur þó tekið þátt í samsýningu flug-
félaga og hlotið viðurkenningu. Þá
hefur hann notið handleiðslu ágætra
íslenzkra listamanna.
Sýningunni lýkur 6.2.
Landslag
Þegar litið er yfir.sýningu lista-
mannsins, er ljóst að hann getur til-
einkað sér fleiri en eina myndgerð.
En þó virðist expressionisminn, hin
beina tjáning og landslags-abstract-
ionin eiga mikil ítök i listamanninum.
í þessum myndum er landslagið ekki
lengur túlkað sem ákveðin afmörkuð
heild, heldur er það brotið upp og
lausttengdar formeindir virka sem
skírskotun í raunveruleikann. Allt er
gert til að leysa upp hina venju-
bundnu sýn. Og þó bera megi kennsl
á þekkta hluti úr náttúrunni og okkar
næsta nágrenni reynir mikið á virkan
þátt áhorfandans í myndlestrinum.
Myndgerðir
En þessi landslags-abstraction
hefur margar hliðar hjá listamannin-
um. Túlkar hann náttúruna ýmist
með vel skilgreindum formum, sem
skapa rými og svífa inn í myndverk-
ið, eða hann teiknar frjálst með
penslinum og leggur þannig megin-
áherzlu á litinn og hans beinu tján-
ingu, en þess er þó gætt að áhorfand-
inn hafi möguleika á að styðjast við
ákveðna skirskotun.í þessum ólíku
stílbrotum og myndgerðum koma oft
Uppstilling með M. nr. 43.
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
sterklega í gegn þeir listamenn sem
Guðmundur hefur stuðzt við.
Listunnandi
Þessi sýning er i raun dæmi um
ágætan frístundamálaara. Hér ægir
samanólíkumstíltegundum og mynd-
gerðum og listsögulegum upplýsing-
um sem auga málarans hefur hrifizt
af. Því hið ágæta franska orð,
„amateur” (áhugamaður) sem skýrir
vel þessa tegund af list, þýðir fyrst og
fremst listunnandi, sá sem spilar,
skrifar, syngur eða málar af ánægju,
án þess að lykilorðið sé metnaður né
nýsköpun á listasviðinu. Hér ein-
kennist málverkið af hógværu og
vandvirku handbragði.
Spurningin er því ekki að finna
upp nýtt myndmál eða umbreyta list-
hugtakinu, heldur er hér málað út frá
sjónrænni reynslu, út frá þeirri
fullnægingu sem athöfnin að mála
málverk gefur.
Ljóö
Yrkisefni Guðmundar eru margvís-
leg, landslag, fígúrur, bátar eða upp-
stilling. En þó er vist að hann er ekki
að mála ákveðnar upplýsingar heldur
er hér um að ræða stemmningar, eins
konar ljóð í lit og formi.
-G.B.K.
miAÐwmmm
1 irjálst, áhii daghlai
HEIMILIS-
BÓKHALDIÐ ÞITT
fylgir Helgarblaðinu
á morgun
Dagblaðið & Vísir mun gefa út neytendabœklinginn
Heimilisbókhaldið þitt um næstu helgi og senda ókeypis
með D V til áskrifenda.
Áœtluð dreifing 52 þús. eintök.
Auk þess verður bœklingurinn til sölu á útsölustöðum
blaðsins.
Einkunnarorð bœklingsins verða: Meira fyrir mánaðar-
launin og verður neytendum gert kleift að fylgjast með
vikuútgjöldum heimilisins með því að fœra inn hina ýmsu
útgjaldaliði á auðveldan og hentugan hátt, í þar til gerða
ro