Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Side 26
34
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
Andlát
Kjartan Ólafsson, Spítalavegi 9
Akureyri, lézt 28. janúar 1982. hann
var fæddur 15. október 1910. Hann var
kvæntur Þórdísi Jakobsdóttur, þau
eignuðust tvö börn. Árið 1936 hóf
Kjartan leikstarfsemi hjá Leikfélagi
Akureyrar, starfaði hann þar í rúm 45
ár. Kjartan var póstburðarmaður á
Akureyri en siðustu árin starfaði hann
hjá Olíuverzlun tslands.
Þorgils Síeinþórsson, Eskihlið 22, lézT
29. janúar 1982. Hann var fæddur9. á-
gúst 1911, uppalinn i Mývatnssveit,
sonur Guðrúnar Jónsdóttur og Stein-
þórs Björnssonar. Þorgils starfaði hjá
Grænmetisverzlun ríkisins í rúm 40 ár.
Eftirlifandi kona hans er Sigríður
Guðmundsdóttir, þau eignuðust Ivö
börn. Þorgils verður jarðsunginn i dag
frá Fossvogskirkju kl. 15.
Bjarni Jakob Marteinsson frá
Eskifirði andaðist að Hrafnistu,
Reykjavík, miðvikudaginn 3. febrúar.
Útför Jóns Magnússonar, fyrrum
kaupmanns frá Stokkseyri, verður gerð
frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6.
febrúar kl. 14.
Jón Vattnes Kristjánsson, lézt 26.
janúar 1982. Hann var fæddur 22. júlí
1945. Eftirlifandi kona hans er Sigríður
Brynjúlfsdóttir, þau eignuðust einn
son. Jón starfaði í Mjólkárvirkjun og
við hitaveitulagnir. Útför hans verður
gerð í dag frá Fossvogskirkju kl.
13.30.
María Guðmundsdóttir lézt 29. janúar
1982. Hún var fædd 12. mai 1930.
Hún var gift Arnmundi Jónassyni, þau
eignuðust sex börn. María verður
jarðsungin í dag, kl. 13.30 frá
Dómkirkjunni.
Guðjón Hreiðar Friðfinnsson,
Miklubraut 76, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar
kl. 10.30. 1
Sigrún Ágústsdótlir og Bogi Pétur
Thorarensen verða jarðsungin frá
Eyrarbakkakirkju laugardaginn 6.
febrúar klukkan 13.30. Jarðsett verður
i Hrepphólum.
Svavar Árnason, Ásbúð 38 Garðabæ,
lézt að heimili sínu 3. febrúar.
aa.oo
TIMBUR
BYGGINGAVÖRUR
Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki •
Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi •
Baðhengi • Baðmottur.
Harðviður • Spónn • Spónaplötur •
Viðarþiljur • Einangrun *Þakjárn • Saumur •
Fittings
Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar
allt niður í 20% útborgun
og eftirstöðvar allt að 9 mánuðum.
Mánudaga til fimmtudaga
frá kl. 8—18
Föstudaga frá kl. 8—22.
Laugardaga kl. 9—12.
Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi
í gærkvöldi
I gærkvöldi
Allir með strætó
enginn með Steindóri
Útvarp Reykjavík Fréttirnar
segir Jóhannes Arason. Washington
Post segir frá 600 fundum og símtöl-
um sem hljóðrituð voru i tíð John F.
Kennedy og ítalskir kommúnistar
skriða undan pilsfaldi Kremlverja,
voru fréttir úr vestri og austri. Á Al-
þingi íslendinga ræddu menn um
staðarheiti sem berast hingað til lands
úr öllum heimshornum og festast.
Alveg er ég sammála þingmanninum
Guðrúnu Helgadóttur um að ekki
passar Hollywood í Húnavatnssýslu.
En Gljáskógar?
I landgræðslumálum vilja þing-
menn snúa undanhaldi í sókn, græða
land og nytjaskóga og um leið
útrýma illgresi og slæmum staðar-
heitum. Vonandi allt samþykkt með
samhljóða sextíu atkvæðum.
Eftir nýboðaða tollalækkun á
heimilistækjum, bárust þær fréttir
frá stjórnarherrum líka í gærkvöldi
að nú skuli rafmagnið og heita vatnið
hækkað, og dýrara verður að fara
með strætó en í fyrradag. Samgöngu-
ráðherra heldur samt í gamla braginn
og segir. . . allir með stætó —
enginn með Steindóri.
Utópía, tónverk Áke Hermanson
um framtíðarlandið, náði ekki tökum
á sál minni sem líklega er of önnum
kafin við nútíðarbasl. En uppgjör
ungu hjónanna Önnu og Þorleifs við
fortíðina í nýja leikritinu Flóttafólk
eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur kom
við sálartetrið. Leikritið fannst mér
lipurlega samið og persónurnar raun-
verulegar. Og rétt er það hjá Olgu
Guðrúnu að við eigum að hafa vett-
linga, þegar þannig viðrar.
— Stundum finnst mér myrkrið
vera komið inní mig, sagði ungi rit-
höfundurinn Þorleifur í leikritinu og
gat ekki komið staf á blað. En ljóð-
skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson
orti — ég elskaði lifið og ljósið og
ylinn —. Þetta orti Jóhann Gunnar í
skugga dauðans en hann dó ungur úr
berklum. Dagskráin um skáldið í
samantekt Gunnars Stefánssonar var
góð og vildi ég óska að hún hefði náð
til eyrna Þorleifi flóttamanni.
Án ábyrgðar — smellinn þáttur í
umsjá þeirra Auðar Haralds og
Valdísar Óskarsdóttur um andvöku-
nætur. Síðasta ráðið við andvökum
sem Auður gaf hlustendum var að
telja upp að hundrað í rómverskum
tölum. Ég var komin upp í áttatíu og
níu, en kvöldstundin með Sveini
hjálpaði líka til.
Mikið er annars þægilegra að
þurfa ekki að þjóna tveimur herrum
á fimmtudagskvöldum, bæði útvarpi
og sjónvarpi. Dagskrá útvarpsins
stóð líka alveg fyrir sínu í gærkvöldi.
Þórunn Gestsdóttir.
Fundir
Samtök gegn astma og of-
næmi
Fundur verður haldinn að Norðurbrún l (gengið inn
aö norðanverðu) laugardaginn 6. febrúar nk. kl.
14.00.
Á dagskrá er:
1. Umræðubátlur um Þjálfunarmeðferð astma og
ofnæmisveikra barna. — Stofnun foreldraráðs?
2. Danssýning barna, börn úr Nýja dansskólanum
sýna.
3. Kaffi.
4. Bingó. Allir velkomnir.
Kvenréttindafélag
íslands
heldur féla.t'sfund mánudaginn 8. febr-
úar, kl. 20.30 aó Hallveigarstöðum. Á fundinum
verður rætt um endurskoðun jafnréltislaganna og
hugsanlegar breylingar á Þeim. Félagsmenn eru ein-
dregið hvattir til að koma og taka þált í umfjöllun
félagsins um þeita mikilvæga mál.
Hvöt, félag
sjálfstæðiskvenna
Hádegisverðarfundur verður haldinn laugardag 6.
febrúar kl. 12.00 í veitingahúsinu Torfunni.
Umræðuefni verður nýju barnalögin. Ólöf Péturs-
dóttir fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu flytur erindi.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Ferðalög
Útivistarferðir
1. Tindafjallaferð á fullu tungli, föstudag 5. febr.
kl. 20.00.
Farið frá BSÍ að vestanverðu. Gist í húsum. Vcrð
350 kr. Þeir sem vilja hafa skíði með, þvi skíðasnjór
er nægur i Tindfjöllum. Gengið verður á jökulinn ef
færð og veður leyfa. Pantið strax því örfá pláss eru
ennþá til ráðstöfunar. Farseðlar á skrifstofu- Útivist-
ar í Lækjargötu 6.
2. Sunnudagur 7. febr. kl. 10.00.
Skoðunarferð í Fljótshlíð. Fariö frá BSÍ aö vest-
anverðu. Farseðlar í bílnum.
3. Sunnudagur 7. febr. kl. 10.00.
Göngu- og skíðaferð á Hellishciði með Þorleifi
Guðmundssyni. Farið verður að heita læknum í
Innstadal þar sem göngufólkið getur fengið sér heil-
næmt bað.
í Útivistarferðir eru allir velkomnir. Sjáumst.
Aðalfundir
Aðalfundur safnaðarfélags
Ásprestakalls
Verður haldinn að Norðurbrún 1 sunnudag-
inn 7. febrúar að lokinni messu. Félagar i JC—Vik
kynna fyrirhugað ræðunámskeiö. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Kvenfélag Breiðholts
heldur aöalfund sinn í Breiðholtsskóla mánudaginn
8. febrúar nk. kl. 20.30 stundvíslegá. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Konur frá JC-Vík kynna
námskeið í ræðumennsku. KafFiveitingar. Félags-
konur, nú mætum viö allar.
Tilkynningar
Þorrablót FBS-R
verður haldið i Fóstbræðraheiinilinu laugardaginn
6. febrúar og hefst klukkan 19. Miðar eru seldir hjá
eftirtöldum:
Húsgagnaverzlun Guðmundar, Smiðjuvegi 2,
simi 45100. Einari Gunnarssyni, Hléskógum 12, simi
74403, og Gústaf Óskarsson, Vesturbergi 100, sími
71416.
Víkingar!
Næstkomandi laugardag , 6 . febrúar, kl. 19 ætla
Víkingar að koma saman i félagsheimilinu v/Hæðar
garö og blóta þorra að góðum og gömlum sið.
Flóamarkaður Félags ein-
stæðra foreldra
Flóamarkaður í undirbúningi. Óskum eftir öllum
mögulegum gömlum munum sem fólk þarf að losa
sig við. Gömul cldhúsáhöld og slikt vel þegiö.
Sækjum heim, sími 11822.
Meistaramót íslands
15—18 ára verður haldið 13. og 14. febrúar. Mótiö
hcfst i Baldurshaga þann 13. kl. 14 og verður síðan
framhaldið í íþróttahúsinu í Keflavík þann. 14.
febrúar og hefst kl. 14. Þátttökutiikynningar berist
skrifstofu FRÍ i síðasta Iagi fimmtudaginn. II.
febrúar.
Seðlaveski tapaðist
DV-drengur var að innheimta áskriftargjöld fyrir
Dagblaðið og Vísi. Hann tapaði seðlaveskinu á
þriðjud. við Mjólkursamsöluna Laugavegi, milli
klukkan 16 og 18. Seðlaveskið er svart, framan á þvi
er Útvegsbankamerki og í veskinu voru 1.500.- krón-
ur, þar af 100 króna ávísun merkt Dagblaðinu og
Vísi. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja á af-
greiðslu DV — Síðumúla 12—14, símar 86611 og
27022.
Ert þú einmana?
leitandi að 'iífshamingju? Biðjum fyrir fólki til frels-
unar og lækningar. Hverfisgata 43 Reykjavík opiö
frá kl. 18—22 símaþjónusta 21111.
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík
Húnvetningamót að Hótel Esju hefst kl. 19.00 laug-
ardaginn 6. febrúar. Aðgöngumiðar verða seldir
föstudaginn 5. febrúar frá kl. 20—22.
Samtök áhugafólks um
áfengisvandamálið
Fræðslu og leiðbeiningastöð SÁÁ., í Síðumúla 3—5,
Reykjavik. Viðtalstímar leiðbeinenda alla virka daga
frákl. 9—17. Sími 82399.
Fræðslu- og leiðbeiningastöð Síðumúla 3—5,
Reykjavík. Upplýsingar veittar í síma 82399.
Kvöldsímaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl.
17—23 í síma 81515.
Athugið nýtt hcimilisfang, SÍÐUMÚLl 3—5,
Reykjavík.
Getum við orðið þér að liði?
Er ofdrykkja í fjölskyldunni, í vinahópnum eða
meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu aö þ að er
hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum.
Hringdu í fræðslu- og leiðbeiningastööina og leitaðu
álits cða pantaðu viðtalstima.
Hafðu þaö hugfast að alkóhólistinn sjálfur er sá
sem minnst veit um raunverulegt ástand sitt.
Samtök áhugafólks
um áfengisvandamálið.
Árshátíðir
Kvæðamannafélagið Iðunn
heldur árshátíð sína í Lindarbæ föstudaginn 5.
febrúar kl. 19.00. Miðapantanir þurfa að berast í
síðasta lagi á miðvikudagskvöld. Upplýsingar í
símum 84649 og 11953.
80 ára afmæli á í dag, 5. febrúar,
Ásmundur Vilhjálmsson múrarameist-
ari, Efstalandi 22 hér í Rvik. Kona hans
er Guðbjörg Þorbjarnardóttir,— Hann
-er að heiman.
Afmælí
70 ára afmæli á í dag, 5. febrúar, Gísli
Jónsson pípulagningameistari, Álfa-
skeiði 113 Hafnarfirði. — Hann er að
heiman í dag.
60 árá ér 1 dag, 5.~febrtiar, Jón“Ai
Valdimarsson, vélvirkjameistari og
kennari við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. — Hann er að heiman.