Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Qupperneq 29
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
37
ISviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
GALLERÍ 32
GALLERÍ 32
Sumir urðu að láta sór lynda að standa...
Galdurinn felst í því að ég inn-
ramma listaverkin sjálfur og þau eru
síðan hengd hér upp á veggjum til
sýnis og sala þeirra hefur gengið
mjög.vel, allt frá því ég opnaði stað-
inn fyrir um 4 mánuðum.
Það er Björn Hermannsson sem
hefur orðið, en hann rekur lítið
gallerí að Hverfisgötu 32.
„Galleríið liggur ákaflega mið-
svæðis og fólk lítur hingað jafnan inn
á rölti sínu um bæinn, fær sér kaffi-
bolla og spáir í verkin.”
Kunna listamenn vel að meta þá
þjónustu sem þú veitir þeim með því
að innramma verk þeirra hér á staðn-
um?
„Já, þeir gera það óneitanlega.
Það léttir mjög mikið undir með
þeim að hafa innrömmun og sýning-
arsal á einum og sama staðnum.
Þessu gallerii svipar nokkuð til litlu
galleríanna i Evrópu. Listamaðurinn
málar í ró og næði heima hjá sér og
þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af
römmum eða sýningarplássi. Hann
bara röltir inn í eitthvert galleríið og
spyr hvort hann geti ekki haldið
sýningu þar bráðlega. Það er væntan-
lega sjálfsagt og daginn eftir kemur
hann með verkin sem síðan verða
fullfrágengin fyrir hann innan fárra
daga — og sýningin er opnuð. Þetta
er sem sagt mjög þægilegt og hentugt
fyrir Hstamanninn.”
Og það er að sjálfsögðu ókeypis
inn á sýningarnar?
„Já, já, náttúrlega. Það er öllum
frjálst að líta hingað inn og lita á
verkin, burtséð frá því hvort þeir
kaupa eitthvað eða ekki.
Én það er rétt að benda á að lokum
að hver sýning stendur í tvær vikur,
þannig að fólk má alltaf vænta nýrra
sýninga á hálfsmánaðar fresti.”
—SER.
Guðrún Hilmisdóttir og Eygló Stefónsdóttir skráóu stofnfólaga I griö og
erg en hór erþó stundarfriður.
Bförn Hermannsson
með einn rammann
sem væntanlega
verður tH sýnis
ásamt innihaldi sinu
á komandi sýningu.
Auk þess má s/'á
Galleríið eins og það
snýr að Hverfis-
afinú
götunni. OV-mynd
Bjarnleifur.
Þeir voru þétt setnir salirnir á
Hótel Borg á sunnudaginn var þegar
formlega voru stofnuð Samtök um
kvennaframboðið í Reykjavik. Á
annað hundrað'manns gerðust stofn-
félagar en fundinn sóttu yfir fjögur
hundruð karlar og konur. Nokkrir
karlar urðu stofnfélagar enda kveður
svo á i lögum samtakanna að þau séu
öllum opin, sem styðja markmið
þeirra”, sem eru m.a. að „berjast
fyrir heimi, þar sem konur, karlar og
börn standa jafnt að vigi, þar sem
menning beggja kynja fær að njóta
sín og kynferði hindrar engan í að
sinna þeim störfum sem hugur stefnir
til.”
Ljósmyndari DV Einar Ólason tók
meðfylgjandi myndir stofndaginn á
Borginni.
Undirbúningsnefnd stofnfundarins og ræðumenn: Sigrún Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Aðaisteinsdóttir, Erna Amgrímsdóttir, Helga Thorbarg, Hjör-
dís Hjartardóttir, Sólrún Gísladóttir, Kristin Jónsdóttir og Þórhildur Þor-
Mfsdóttir.
■ en aðrir voru svo heppnir að fá sæti.
soFNrt w
■
Körfuknattleiksmenn þakka fyrir sig
Undanfarin tvö ár hefur Samband
íslenzkra -samvinnufélaga veitt
Körfuknattleikssambandi íslands
mjög ntyndarlegan styrk sem KKÍ
hefur notað til að byggja upp lands-
liðs íslands í körfuknattleik. Körfu-
knattleiksmenn þökkuðu SÍS sam-
starfið og stuðninginn nú fyrir stuttu
með því að afhenda SÍS myndarlega
gjöf sem Erlendur Einarsson for-
stjóri Sambandsins tók á móti.
Erlendur sést hér á myndinni fyrir
ofan taka á móti gjöfinni sem Steinn
Sveinsson, formaður landsliðs-
nefndar KKÍ, afhenti fyrir hönd KKÍ.
Aðrir á myndinni eru: Gunnsteinn
Karlsson, auglýsingastjóri Sambands-
ins, Örn Andrésson, framkvæmda-
stjóri KKI, Kristbjörn Albertsson,
formaður KKÍ, Einar Bollason,
landsliðsþjálfari í körfuknattleik, og
Kristinn Stefánsson, landsliðs-
nefndarmaður.
- DV mynd SVA