Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Síða 32
 Vinnustöðvun á Klepps- spítala á fimmtudaginn —verði ekkigengið að kröfum fólksins „Ef ekki verður gengið að kröfum okkar leggjum við niður vinnu næst- komandi Hmmtudag og förum úr spítalanum,” sagði Björgvin Hólm Jóhannesson, gæzlumaður á Klepps- spítala, er DV ræddi við hann um. fyrirhugaða vinnustöðvun starfsfólks á staðnum. Megn óánægja hefur verið uppi að undanförnu meðal ófaglærðs starfs- fólks á spítalanum. Stafar hún af þvi að karlmenn hafa verið ráðnir á launataxta BSRB en konur á Sóknar- taxta, þrátt fyrir nákvæmlega sömu störf. í vor sem leið fór starfsfólkið fram á að þessu yrði breytt þannig að allir fengju sama starfsheiti, sömu laun og yrðu í einu stéttarfélagi. Svavari Gestssyni félagsmálaráð- herra var sent erindi þessa efnis. Sagði Björgvin að ráðherra hefði haft góð orð um lausn málsins. Síðan hefði brugðið svo við að bréf hefði borizt frá ráðuneytinu, þar sem til- kynnt hefði verið að frá og með 1. október sl. yrði eingöngu ráðið í Sóknarstörf á spítalanum. ,,Þessu getum við alls ekki unað,” sagði Björgvin. „Því fórum við af stað með undirskriftarlista. Þar eru fyrri kröfur ítrekaðar, auk þess sem við förum fram á að fá starfsheitið „meðferðarfulltrú”. Um 100 starfs- menn af 130 skrifuðu undir þessar kröfur sem afhentar verða viðkom- andi ráðuneytum og launadeild 1 dag. Verði ekki gengið að þeim, hættum við að vinna nk. fimmtudag”. Björgvin kvaðst loks vilja benda á þann mikla launamismun, sem nú væri meðal ófaglærðs starfsfólks á Kleppsspitala. Umrædd störf byggð- ust upp á aukavöktum. Fyrir átta tíma á slíkri vakt fengi Sóknarkonan um 200 krónum minna en karlmaður sem væri í BSRB. ,,Og nú er þetta kórónað með því að setja þá sem hefja störf á byrjunarlaun hjá Sókn,” sagði Björgvin. -JSS. Miklar rigningar ásamt hlýindum valda flóðum Mikið vatnsveður hefur gengið yfir Suður- og Vesturland sl. sólarhring. Hlýindi hafa fylgt rigningunum, í Reykjavík komst hitinn t.d. í 8,5 stig og hefur snjó því að mestu tekið upp í byggð. Vatnavextir hafa valdið erfiðleikum, vegir hafa lokazt og hús hafa orðið umflotin vatni. Ástand mála var í morgun lítt kannað en þó var talið að mestu vegaskemmdirnar hefðu orðið í Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi. Þar höfðu miklar aurskriður lokað vegin- um og var óvist talið hvort dagurinn nægði til að opna hann aftur. Mesta úrkoman mældist á Kefla- víkurflugvelli sl. sólarhring, 34 milli- metrar. Á Gufuskálum var úrkoman 26 millimetrar, á Stórhöfða 22 millimetrar en i Reykjavíl mældist hún 15 milli- metrar. Smáskemmdir hafa víða orðið á veg- um, skörð myndazt og flætt yfir. Vega- gerðin hafði haft spurnir af því að EHiðavatnsvegur væri lok'aður svo og Grafningsvegur. Hvítá í Borgarfirði og Ölfusá höfðu báðar hagað sér skikkan- lega og var ekki vitað um tjón í kringum þær. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu margir hverjir nógu að sinna vegna vatnselgsins. Allrar þrjár leið-j irnar að Gvendarbrunnum voru ófærar1 í morgun. Voru vatnsveitumenn að reyna að komast þangað en gekk erfið- lega. Elliðaárnar uxu heldur betur og urðu að stórfljóti. Vegna þess neyddust1 vatnsveitumenn til að hætta vinnu við vatnsæð í Víðidalnum um þrjúleytið í! gær. Þá lokaðist vegurinn sem liggur! meðfram Elliðaánum undir eystri; brúna fyrir neðan Ártúnsbrekku. -KMU.I EUidaárnar uröu að stórf/jóti í vatnavöxtunum og fíæddu víða yfir bakka sina. Menn áttu þar, eins og víða annars staðar, í hinum mestu vandræðum og fafnvel öfíugustu bílar vi/du ekki lengra. £> V-mynd S. Nýttfíkniefna- mál í rannsókn Fíkniefnadeild lögreglunnar komst i enn eitt málið um síðustu helgi. Komst við rannsókn á öðru máli sem fíkniefnadeildin var með. Þarna er um að ræða innflutning og sölu á fíkniefnum. Ekki eru allir endar komnir í Ijós á því svo ekki er vitað með vissu hversu stórt mál þetta er. Margir hafa verið yfirheyrðir í sambandi við það og þrír hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald síðan um helgi vegna rannsóknarinnar. -klp- ) i I Umdæmi Reykjavíkurlögreglu stækkað — nái yf ir Selt jarnames, Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós „Þetta mál hefur verið undirbúið hér í ráðuneytinu, en það þarf lagabreyt- ingu til að þafrtaki gildi,” sagði Ólafur W. Stefánsson i dómsmálaráðuneytinu er DV bar undir hann fyrirhugaðar breytingar á verkaskiptingu við lög- gæzlu í nágrenni Reykjavikur. Gerð hefur verið tillaga um að Iög- gæzla og lögreglustjórn ( þremur' hreppum í nágrenni Reykjavíkur: Kjalarnes-, Kjósar-, Mosfellshreppum og á Seltjarnarnesi heyri undir Iögregl- una í Reykjavík. Sagði Ólafur að þess- ar hugmyndir hefðu lengi verið uppi og hafi þá verið miðað við að Kópa- vogur teldist þar einnig með en honum hefði verið sleppt út að þessu sinni aðallega vegna þess að slíkt'heföi mætt mikilli andstöðu bæjaryfirvalda. Þessi fyrirhugaða breyting væri hins vegar áhugaefni heimamanna á hinum stöðunum. Þar hefði málið þó ekki verið lagt formlega fyrir sveitarstjórn- irnar og þær þvi ekki gefið endanlegt svar en þeim hefði fyrir löngu verið kynnt málið. Þetta er að miklu leyti gert vegna fjárhagslegrar hagkvæmni og til þæg- inda fyrir ibúa þessara hreppa, sagði Ólafur. Það er ekki þægilegt fyrir þá að þurfa að sækja allt sem lýtur að lög- gæzlu suður I Hafnarfjörð og þá ekki síður erfiðleikum bundið fyrir lögreg una i Hafnarfirði að veita hreppunui austan Reykjavíkur þá þjónustu sei með þarf. Ólafur W. Stefánsson sagði a lokum að það væri í höndum ráðheri og rikisstjórnar að ákveða framhal málsins, — hvort og þá hvenær það yrði lagt fram sem rikisstjórnarfrum- varp. ÓEF frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 5. FEBR. 1982. Borgarráð: Albert og Davíð fluttu tillögu saman Albert og Davíð fluttu saman tillögu í borgarráði á þriðjudaginn. Var Albert fyrsti flutningsmaður. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað. í viðtali sagði Albert að tillagan væri hugsuð sem stuðningur við mikilvægan íslenzkan iðnað í höfuðborginni. Hún hljóðar svo: „Borgarráð samþykkir að fela Inn- kaupastofnun borgarinnar að gera til- lögu um innkaup á næstu 20 undir- vögnum strætisvagna og jafnframt verði samið við Nýju blikksmiðjuna um smíði á yfirbyggingu þessara vagna. Miðist endurnýjun á vagnakosti SVR við, að allir nýir strætisvagnar verði yfirbyggðir hérlendis, enda fari kostn- aður ekki óhóflega fram úr tilboðum erlendra lægstbjóðenda, verði verkið boðiðút.” Harður árekst- uráAkranesi Harður árekstur varð á Garðabraut á Akranesi um kl. 16.35 í gærdag. Þar skullu saman fólksbíll og skellinaðra. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður fólksbílsins beygði inn í inn- keyrslu og í veg fyrir mótorhjólið sem ók eftir Garðabraut. Ökumaður hjólsins slasaðist nokkuð, m.a. var hann brotinn á báðum fótum. -ELA. Dreifingarklúbbur DV ogVikunnar: Matarveizlan verðurf dag Mikil matarveizla verður fyrir Dreif- ingarklúbb DV og Vikunnar frá kl. 16—18 í dag. Þá er öllum sölu- og blaðburðarbörnum boðið á Tomma- borgara á Lækjartorgi. Þar fá börnin hamborgara, franskar og gosdrykki. LOKI ötulum skíðamönnum má benda á að nú er tækifæri til þess að draga fram vatna- skíðin. W hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.