Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Page 4
,±
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
Góð verðlaun
í boði fyrir
hlutskörpustu
stúlkumar
f rægur brezkur leikhússtjóri var
látinn dæma myndimar
í Teofani-fegurðarsamkeppninni
tóku þátt 47 konur en tvær myndir
voru af þremur þátttakenda svo
myndirnar voru fimmtíu talsins. Yngsti
þátttakandi var 16 ára og sá elzti
kominn fast að sjötugu. Þáttakendur
sem voru alls staðar að af landinu voru
valdir þannig aðýmist voru þær beðnar
að taka þátt eða þær buðu sig fram
sjálfar.
Myndirnar voru síðan settar í sígar-
ettupakkana. Allir áttu svo að greiða
atkvæði um hver þeirra skyldi fá verð-
laun. Senda átti inn mynd af þeirri
stúlku sem viðkomandi vildi greiða
atkvæði sitt. Hver mynd var eitt at-
kvæði og senda mátti svo margar
myndir sem hver vildi. Árangurinn var
svo birtur á alþingishátiðinni 26: júní
1930.
Góð verðlaun voru í boði fyrir stúlk-
urnar. Fyrstu verðlaun voru 500 krón-
ur, dágóður skildingur á þeirra tíma
mælikvarða. önnur verðlaun voru 200
krónur og þriðju 100 krónur. Þá voru
og góð verðlaun i boði þeim sem gátu
safnað saman öllum myndunum fimm-
tíu og var það frítt flugfar yfir Reykja-
vík sem tók fimmtán mínútur.
Hugmyndina að þessari keppni átti
brezkt fyrirtæki sem Þórður Svéinsson
og Co átti viðskipti við. Þangað voru
myndirnar sendar og var frægur brezk-
ur leikhússtjóri, Charles B. Cochrane,
fenginn til að dæma endanlega og segja
til um hverjar stúlknanna hlytu verð-
launin.
„Vart kominn f rá
borði fyrr en ég
byrjaði að aura
saman í aðra ferð”
—segir Öm Johnson, sem fór sína fyrstu
flugferð íboði Teofani
„ Já, hvort ég man eftir þessu. Ég var
að vísu ekki nema 14 ára polli þegar
þetta var og ekki byrjaður að reykja.
En maður fylgdist vel með hvar væri
reykt og þar var verið á vappi tímunum
saman til að vera nógu snöggur upp á
lagið að grípa tómu sígarettupakkana
sem fleygt var ef ske kynni að mynd
leyndist þar i.”
Það er Örn Johnson, fyrrv. forstjóri
sem svo mælir, en hann var svo stál-
heppinn að geta safnað Teofani- mynd-
unum 50 og komast i flugferð yfir
Reykjavík i staðinn. Annars var Örn
ekki svo spenntur fyrir stelpunum
heldur var það vonin að komast í loft-
ið, sem átti hug hans allan.
„Þegar þetta var var Tóbakseinka-
salan ekki komin til sögunnar. Það
hefur því sjálfsagt verið gripið til þess-
arar keppni til að auka söluna, enda
hreif það. Ég minnist þess að við poll-
arnir sátum og fylgdumst með jregar
menn festu kaup á Teofanisígarettum
og svo var maður snapandi þetta alveg
endalaust enda góð verðlaun í boði.
Ég man vel eftir deginum, sem ég fór
í flugferðina. Þetta var fyrsta flugferð-
in mín og maður sat alveg stjarfur enda
hafði ég þá strax ódrepandi áhuga á
flugvélum og öllu er að því laut. Við
fórum með Súlunni, sem var önnur
tveggja flugvéla sem hér voru. Hún var
á flotholtum og það var lagt upp frá
Reykjavíkurhöfn. Það var þýzkur flug-
maður sem flaug vélinni, Símon að
nafni, og honum til aðstoðar var mað-
„I/ið strákarnir fylgdumst irel með
hvar væri reykL " örn Johnson.
ur að nafni Wind. Þeir sátu fremst fyrir
opnum tjöldum en við farþegarnir, sem
vorum fjórir, sátum í lokuðum klefa.
Ég man að ég var eini farþeginn um
borð, sem hafði fengið ferðina í verð-
laun, hinir þurftu að borga 15 krónur,
og þótti þeim ég hafa himin höndum
tekið að komast frítt með. Það var
flogið yfir Reykjavík, alveg ógleyman-
ieg ferð, og svo lent að fimmtán mínút-
um liðnum aftur á Reykjavikurhöfn.
Mér þótti þessi ferð svo skemmtileg
að mér fannst ég aldrei hafa upplifað
annað eins. Svo gaman þótti mér að ég
var vart kominn frá borði en ég byrjaði
að aura saman í aðra ferð,” sagði örn
Johnson.
„Mór fannst hún ekkort oiga að
vera að þessu." Sóra Grímur
Grímsson.
„Ég skildi
ekkertí
henniað
veraað
þessu”
— segirbróðirfyrstu
fegurðardrottningar
íslands
Séra Grímur Grimsson er tvíbura-
bróðir Hildar Grímsdóttur, þeirrar er
fór með sigur af hólmi i fegurðarsam-
keppninni, þá átján ára gömul. Hvað
þótti honum um þátttöku systur sinn-
ar í keppninni?
,,Mér þótti það satt að segja hálf-
ieiðinlegt og fannst hún ekkert eiga
að vera að þessu. Við vorum ekki
nema átján ára þegar þetta var, bara
unglingar og þá er maður alltaf svo
viðkvæmur. En þegar ég hugsa um
þetta nú skil ég hreint ekki að mér
skyldi þykja þetta leiðinlegt.”
Mannstu tildrög þess að Hildur fór
út i þetta?
„Þetta var auglýst og hún ákvað
að taka þátt alveg upp á eigin spýtur.
Hún hefur alltaf verið svo sjálfstæð.
Þegar þetta var var hún, eins og það
var kallað, „pige í huset”, svo hún
bjó ekki heima. Ég vissi ekkert um
þetta fyrr en hún var orðin þátttak-
andi í keppninni, en hún hefur sjálf-
sagt rætt málið við mömmu.”
— Hvernig var talað um þetta í
bænum?
,,Þaö var nú eins og allt annað,
sumir voru hrifnir af þessu, aðrir
gagnrýndu þetta mjög. Það má eigin-
lega segja að Ameríka hafi veriö að
halda innreið sína hingað með þessu,
keppni eins og þessi var að ameriskri
fyrirmynd held ég áreiðanlega.”
— Hvernig var talað um þær stúlk-
ur sem þátt tóku í keppninni?
,,Það var upp og ofan. Það var
talsvert grin gert að eldri konum sem
þátt tóku.konumko.nnumaf léttasta
skeiði, en ungu stúlkurnar stóðu al-
vegutan við slikt umtal.”
— 500 krónur hefur þótt dágóöur
skildingur á þessum árum?
„Já, þú getur rétt ímyndað þér. Á
þessum árum var verkamaður í góðri
verkamannavinnu með svona 300
krónurámánuði.”
— Veiztu hvernig Hildur eyddi
þessum peningum?
,,Hún fór vel með þessa aura og
Sigurður bróðir okkar geymdi þá fyr-
ir hana. Ég man ekki til þess að hún
keypti sér neitt sérstakt fyrir aurana
heldur hafi þeir orðið eyðslufé henn-
ar síðar meir,” sagði séra Grimur
Grímsson.
„Menn áttu það
tilaðbenda
amann
og fíissa”
—segir Sigurbjörg Lárusdóftir, sem
hlaut önnur verðlaun í
Teofani-fegurðarsamkeppninni
Sigurbjörg Lárusdóttir var einn þátt-
takenda í Teofani-fegurðarsamkeppn-
inni, þá 21 árs. Birtust af henni tvær
myndir og hafði hún erindi sem erfiði
því hún lenti í öðru sæti og fékk 200
krónur.
„Hvers vegna ég tók þátt í þessu? Ég
var eiginlega nörruð út í þetta og sá
strax eftir því, þannig að það birtust
myndir af mér aðeins í fyrstu sending-
unni. Þannig var að ég vann á Símstöð-
inni á þessum árum. Þar vann með mér
stúlka sem var gift Birni Ólafssyni, sið-
ar ráðherra, en hann vann hjá Þórði
Sveinssyni og Company. Hann kom
einhvern tima að sækja hana i vinnuna
og þá atti hann okkur nokkrum út í
þetta.”
— Var það verðlaunanna vegna?
„Nei, alls ekki. Ég vissi ekki fyrr en
löngu seinna að það voru verðlaun í
boði.”
— Þú segir að þú hafir strax séð eftir
þessu?
,,Já, ég vildi draga mig út úr keppn-
inni en það var þá of seint. Þannig var
að myndirnar voru sendar út og þar
voru þær settar í pakkana. Fyrsta send-
ingin var á leiðinni þegaT ég ætlaði að
draga mínar myndir til baka en ég gat
þó komið því þannig fyrir að myndir af
mér birtust ekki í fleiri sendingum.”
— Hvers vegna vildir þú draga þig
til baka?
,,Ja, ég fór beint úr vinnunni til LoftS'
ljósmyndara. Hárið á mér var hálfljótt,
greiðslan ekki nógu fín, að mér fannst,
svo mér þóttu myndirnar hreinlega
vondar.”
— Af hverju voru tvær myndir af
þér í keppninni?
,,Það var Loftur sem réð því, ég
hafði þar enga hönd í bagga.”
— Úrslitin voru kynnt á Þingvöllum.
Varst þú þar?
„Nei, mér fannst þetta allt hálf asna-
legt og vildi helzt ekki koma nálægt
þessu.”
— Gerðir þú þér einhverjar vonir um
verðlaun?
,,Nei, langt frá því, en þegar Björn
var að reyna að fá okkur stelpurnar í
þetta þá sagðist hann þora að leggja
hausinn á sér að veði að einhver okkar
yrði í efstu sætunum.”
— Voru það laglegustu stúlkurnar
sem tóku þátt í þessu?
„Ég veit það ekki, nei, ég held ekki.
fólk myndast svo misjafnlega. Lagleg-
asta stúlka getur verið forljót á mynd
og svo öfugt.”
— Varðst þú fyrir einhverri áreitni
vegna þátttöku þinnar í keppninni?
„Ekki beinlínis, og þó. . . menn áttu
það til að taka upp pakka af Teofani og
benda svo á mann og flissa. Menn voru
þröngsýnir i þá daga og gagnrýndu
þetta margir, í dag þætti þetta ekkert
tiltökumál”
— Var gert grin að ykkur fyrir vikið?
Sigurbjörg Lárusdóttir eins og hún
ieit út þegar hún tók þátt í keppn-
inni.
„Það kom fyrir.”
— Reyktir þú á þessum árum?
,,Nei, það hef ég aldrei gert. En ég
get ekki neitað því að ég reyndi að
byrja að reykja og það oft, einmitt
Teofani. Teofani sígaretturnar voru
léttar og því mjög heppilegar fyrir
dömur.”
— Minnistu þess að keppnin hafi
verið gerð að blaðamat?
„Nei, það var lítið um keppnina
fjallað í blöðunum.”
— Þú fékkst 200 krónur í verðlaun.
Það hefur verið töluverð búbót á
þessum tíma?
,,Já, mikil ósköp. Þegar þetta var
hafði ég 152 krónur á mánuði. Þetta
voru því rúm mánaðarlaun svo það
munaði um minna.”
— Mamstu hvernig þú eyddir þess-
um aurum?
,,Nei, ég man það ekki, ég held ég
hafi baraeytt í einhverjar nauðsynjar.”
— Voru það laglegustu stúlkurnar
sem unnu?
„Það held ég ekki. Myndirnar voru
dæmdar úti í Englandi og þær voru
jafnmisjafnar og þær voru margar. Sá
sem dæmdi hafði auðvitað aldrei séð
okkur og vissi ekkert hvernig við litum
út.”
— Hildur Grímsdóttir vann. Fannst
þér það verðskuldaður sigur?
,,Ég veit það ekki. Hildur var ósköp
sæt og venjuleg stelpa. Hún var litii,
grönn og vel vaxin og snyrtileg en ekk-
ert sérstök held ég. Annars þekkti
ég hana nánastekkert.”
— Ef þú værir komin aftur til ársins
1930 með þá reynslu sem þú hefur nú,
tækirðu þátt í svona keppni?
„Nei, ég held ekki. Mér finnast þess-
ar keppnir hreinlega asnalegar,” sagði
Sigurbjörg Lárusdóttir.