Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 7
DAOBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 7 Ekki eröll vitleysan eins Margar aðferðir virðast til að greina .persónugerð mannfólksins. Brezku stjórnmálakonurnar, Margaret Thatcher og Shirley Williams urðu hér fyrir barðinu á sérfræðingi t and- litsgreiningu (svo!) og þetta er árang- urinn: Margaret Thatcher Enni: Hátt og bratt og gefur til kynna hæfileika til að skilgreina hlut- ina og líta þá augum skynsemi fremur en tilfinninga. Gefur einnig tii kynna ósveigjanleika og stefnufestu — sem margir misskilja raunar sem þrjózku. Gott minni. Augu: Sitja djúpt og hallast niður á við. Sýna andlegt fjör og stjórnun- arhæfileika. Stutt bil á milli augn- anna bendir til þröngsýni. Þau benda einnig til mælsku, rökvísi og oft hörku. Nefið: Þunnt, hátt og hvasst — sýnir þróaðan smekk. Þolir illa kjánaskap og óreglu í vinnubrögð- um, krefst nákvæmni og er oft of gagnrýnin. Varir: Þunn efri vör bendir til ein- beitingarhæfileika og sjálfsgagnrýni. Neðri vörin er öllu þykkari og bendir til þarfa fyrir ástúð og öryggi. Hakan: Stutt, hvöss og fremur veikbyggð. Bendir til mikils úthalds en þolir þó streitu illa. Lætur illa að viðurkenna mistök þar eð hún er hrædd um að virðast veik á svellinu. Þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri. Shirley Williams: Ennið: Breitt en fremur lágt, ávalt neðst: Mikið fjör og vinnugleði. Ástrikt eðlisfar sem þó verður oft að bæla niður vegna ótta við of mikla athygli. Augun: Gott bil milli þeirra og benda þau því til hreinskilni. Þung augnalokin gefa til kynna að eigandi þeirra beri ekki tilfinningar sínar á torg. Sýna einnig ástarþrá og veik- leika fyrir hinu kyninu. Nefið: Rís vel frá andlitinu en mjúkt ásýndum: Rökvisst en jarð- bundið. Ávalur nefbroddurinn bendir til félagslyndis og forvitni. Varirnar: Mjúkar varir sem sveigj- ast upp á við í munnvikin: Góð kímnigáfa, hugmyndaauðgi. Lóðrétt- ar línur á neðri vörinni gefa sterkt til- finningalíf til kynna. Hakan: Breið og ávöl og bendir til veikleika fyrir hinu kyninu og djúpra vinasambanda. Bendir einnig til starfsorku og einbeitni. Er oft óþolinmóð og vill að allt gangi fljótt fyrir sig. Hefur sennnilega áhuga á listum og bókmenntum. Ekki er nú öll vitleysan eins. Stóri bíllinn a laga verðinu Byggður á grind, með (15 ha. tvigengisvél (gamla Saab vclin) Gorniar á öllurn hjólum og billinn þvi dúnmjúk- ur Eiginleikar i snjó og lausamöl frábærir. Stálklætt stálgrindarhús Framhjóladrifinn Rúðuþurrkur, fjórar stillingar (m/biðtima) Óvenju stórt farangursrými Stillanieg sætabök Rafm. rúðusprautur, aftan og framan Rúðuþurrkur á afturrúðu Ilöfuðpúðar á framsætum Upphituð afturrúða Gólfskiptur. Verð: Station kr. 73.700.- Fólksblll kr. 67.600.- Greiðslukjör: 40.000.— lánað til 8 mánaða — Aukin fyrirgreiðsla möguleg — T.d. beðið eftir láni eða sölu á eldri bíl. Hvar færðu betri kjör? Ingvar Helgason _____________ Vbnarlandi > Sogamýri 6 simi 33560 Pétur Sigurðsson fv. forstjóri Landhelgisgæslunnar segir: „Þetta er 2. Wartburginn minn og það segir sína sögu”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.