Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 9
\GBLAÐ1Ð& VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 9 Listakonan Ágústa Snæland sótt heim: Þar er ekki unniö eftir uppmælingu Hefur tekið nokkrum sinnum þátt í samkeppni um auglýsingaspjö/d... og sigr- að — Lagðir þú auglýsingateiknunina alvega á hilluna þegar þið lokuðuð stofunni? „Nei, reyndar ekki. Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í samkeppni um gerð auglýsingaspjalda. Það byrjaði á því, að 1968 var slik samkeppni auglýst á vegum Listahátíðar. Ég sendi inn til- lögu og vann. Síðan hef ég tekið þátt i fleiri slíkum, svo sem fyrir Landvernd, BSRB, 11 hundruð ára afmæli íslands- byggðar, Kvenfélagasamband íslands, Norræna fimleika, íslenzkan iðnað og Landsvirkjun, þar sem ég reyndar vann líka. ” „Ég er tíður gestur í frysti- húsunum" ég mig og fór að gæta bús og barna og um sama Ieyti fór Halldór til fram- haldsnáms til Bandarikjanna. Á þessum árum voru auglýsingastof- ur næsta fágætar en við höfðum þó töluvert að gera. Ég teiknaði meðal annars á þessum árum einkennisbún- inga fyrir Eimskip. Meðfram auglýsinganáminu i Höfn lærði ég ieirkerasmíði og tauþrykk sem þá var alveg nýtt af nálinni Kennari minn í þeim fræðum var dönsk kona, Gudme Leth. Hún hafði iært iðnina í Indónesíu og ég veit ekki betur en hún hafi verið fruiítkvöðull þess að minnsta kosti í Danmörku, ef ekki á Norður- löndum. Gudmr vildiað ég legði tau- þrykkið fyrir mig en þá hafði ég meiri áhuga á augiýsingateiknuninni. Hins vegar finnst mér tauþrykkið henta mér vel núna síðustu ár eftir að aldurinn færist yfir mig. Ég fór þvi á námskeið i Handíða- og myndlistaskólanum ’61 til '62 til að rifja það upp og hef töluvert unniðað því síðan. Þá fór ég í fyrra á námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum til að læra að búa til tuskubrúður og Selma og Palli, sem þú sérð sitja þarna í sófan- um, eru árangurinn af því.” Ágústa hefur safnað saman á einn stað öfíum skissum, sem hún hefur gert i sambandi við þátttöku sina i samkeppnum um gerð augbýsinga- spjalda. Háru eruþað skissurnar af Listahátíðar-piakatínu. (DV-myndir Einar Ólason) — Kríurnar þinar eru kannski það sem þú ert einkum þekkt fyrir. Hvaðan fékkstu hugmyndina og hvernig býrðu þær til? „Það eru 15—16 ár síðan ég byrjaði á þeim. Þannig var að við vorum ein- hvern tima með fisk á borðum og þá ' fór sonur minn einn að skoða beinin og fór að sjá út úr þeim alls konar verur. Ég fór að veita þessu athygli og fór svo að þreifa mig áfram. Útkoman varð þessar kríur og svo svanir og fiðrildi sem ég nota aðallega í óróa. Þetta er seinlegt verk. Ég nota aðal- lega þorskhausa sem ég fæ i frystihús- unum, enda er ég tiður gestur þar. Ég Við erum komin inn á lítið snyrtilegt verkstæði á Túngötunni. Það sitja krí- ur á steinum í öllum hillum innan um litla fjörulalla. í loftinu hanga óróar úr beini, á veggjum plaköt og litlar tau- þrykksmyndir. í sófanum sitja félag- arnir Selma og Palli, gamli kunninginn úr Stundinni okkar. Þetta er verkstæði listakonunnar Ágústu Pétursdóttur Snæland. Auglýsingateiknari að mennt Ágústa er systir Halldórs heitins Péturssonar teiknara og listmála svo listamannseðlið er í fjölskyldunni. ,,Ég fór til Kaupmannahafnar 1933 og stundaði nám við Kunsthándværk- skolen þar. Ég lauk prófi i auglýsinga- teiknun ’37 og kom þá heim og setti á fót auglýsingastofu með Halldóri bróð- ur mínum í Aðalstræti 12. Við starf- ræktum stofuna í um finn ár en þá gifti Háru eru það fíögrandi fiðrfídi, gerð úr þorskhausbeinum. Ágústa með fólögunum Selmu, roskinni hefðarfrú, og prakkaranum Palla. Á veggnum að baki þeim er plakatíð sem Ágústa gerði fyrir Usthótíð 1968. fæ þá ókeypis og tek þetta 5—6 hausa i einu. Úr hverjum haus fæ ég eina kríu en á stundum hefur verið goggað í hausana, þá gulna þeir og verða ónot- hæfir þannig að afföll eru töluverð. Ég lími beinin saman og til að fá hausinn kúptan fylli ég upp í með baðmull. Nef- ið og fæturna bý ég siðan til úr rauðum kokkteilpinnum. .Ég fer svo líkt að með svanina og fiðrildin. Ég læt kríurnar sitja á steinum og þá tíni ég sjálf niðri i fjöru. í framhaldi af steinatínslunni hef ég farið að búa til það sem ég kalla fjörulalla, fígúrur úr steinum sem ég set svo augu á. Svo bý ég líka til stjörnur úr hryggn- um af ýsunni sem ég nota við ýmis tækifæri. Ég er til dæmis nýfarin að búa til litil verk sem ég kalla Marsbúa. Þá næ ég mér i grjót í Herdísarvík, úr hrauni sem þar hefur runnið í sjó. Síðan sting ég stjörnunum í hraungrýt- ið. Þetta minnir mig á lífverur sem eru ,að sjá heiminn í fyrsta sinn. ” — Nú notarðu fleira í lerk þín en fiskbein og grjót. Hvar nærðu i annað isem við á að éta? Kríumar hennar Ágústu Þær eru eftírsóttar, enda listaveigerðar. „Ég er tíður gestur í allrahanda föndurbúðum þegar ég er erlendis og svo hef ég lika komizt í sambönd til dæmis í Sviþjóð og þaðan fæ ég litina sem ég nota í tauþrykkið.” „AHtaf með teiknibiokkina á iofti” — Hvernig vinnurðu? ,,Ég hef alveg frá því að ég man eftir mér verið með teikniblokk á lofti. Þeg- ar ég sit og hlusta á útvarp eða horfi á sjónvarp rissa ég iðulega eitthvað upp. Og ég hef það fyrir.sið að útfæra all- ar mínar hugmyndir á blað áður en ég hefst handa. Þetta á við um allt sem ég geri, hvort heldur ég fæst við tauþrykk, kríurnar eða hvað sem er.” „AHtaf ætiað mór að aug- lýsa" — Kemur margt fólk til þín að skoða og kaupa verkin? ,,Já, það er töluvert um það. Annars hef ég alltaf ætlað mér að auglýsa en aldrei orðið úr. Mér finnst ég aldrei hafa nógu mikið til að sýna. Það eru ýmsir sem vita af verkstæðinu og það hefur spurzt út að ég hafi á boðstólum ýmsa muni svo það er eiginlega allt rif- ið út,” sagði listakonan Ágústa Snæ- land.” Og þótti engum mikið. -KÞ Texti: Kristín Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.