Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. Garðaleikhúsið frumsýnir gamlan oggóðan farsa i Tónabæ á morgun kl. 20.30 Karlinn í kassanum er á leiðinni. Hann kemur í Tónabæ á morgun. Það vita e.t.v. ekki allir hver karlinn í kassanum er. Þó má reikna með að eldra fólkið minnist hans og þá með hlátur í huga. Hann var nefnilega í bænum síðast fyrir 50 árum og gisti þá í Iðnó. Síðan hefur hann kúrt í kassanum nema hvað hann skrapp norður á Akureyri eitt árið. En nú er hann sem sagt að koma í Tónabæ og það er Leik- félagið í Garðabæ sem lyftir lokinu og hleypir honum út úr kassanum. Nú er „ann aö norðan " Karlinn í kassanum er leikrit eftir þá Arnold og Bach. Þar segir frá ráð- vöndu fólki í henni Krummavík — spillingunni í Reykjavík og hvernig danspía flettir ofan af siðgæðis- postulum utan af landi. Þ.e.a.s., hún þrýsti á þann eina takka sem losað getur karlinn úr viðjum sínum. Græskulaust gaman sem deilir um leið dulítið á hræsni og yfirdrepsskap. Kallinnvar síðast á fjölunum árið 1932 hjá Leikfélagi Reykjavikur. Seinna fór hann norður eins og áður sagði og e.t.v. er það engin tilviljun að Garðaleikhúsið réðst í að færa þennan gamla farsa upp — það má nefnilega næstum því segja að nú sé ’ann að norðan i leiklistarheiminum hjá þeim í Garðabænum — Saga Jónsdóttir leik- stýrir, Hallmundur Kristinsson gerir leikmyndina og ýmis önnur tengsl við Akureyri mætti finna ef nánar væri skoðað. Thetma Tómaston: Tóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.