Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Skóhljóð fyrri alda óðum að þagna — litazt um i Hafnarstræti Hafnarstræti. Ekki eru nema svo sem tvær aldir síðan þar var ekkert annað en sjávarkambur og fyrsta mannvirkið, sem kom þar, var færa- spuni „innréttinganna”. Var gerð um 150 metra löng braut eftir hákambinum með stöngum og hjólum til þess að snúa færi og kaðla. Þessi braut var kölluð Reipslagarabrautin á þeirrar tíðar reykvísku. En nú er öldin önnur. Nú er Hafnar- stræti vagga Reykjavíkur, ein aðai- verzlunargata Reykvíkinga og þangað liggur leið unglinganna á rúntinn marg- fræga. Þá voru engir bílar og hesturinn eini fararskjótinn Um það leyti sem Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, en það var 1786, var öðruvísi um að litast. Þá voru engir bílar til og hesturinn eini fararskjótinn. Þá lágu heldur ekki allar leiðir til Reykjavíkur, eins og nú. Þangað lá aðeins ein gata, ef götu skyldi kalla. Fram að þeim tíma var byggð í Reykjavík varla annað en nokkur hús í kvosinni, hjáleigurnar og fáein tómt- húsbýli í Grjótaþorpinu. Þá var Aðal- stræti eina gatan í bænum. Hafnar- stræti, sem þá hét Strandgata, var ekki annað en malarkamburinn fyrir framan hús kaupmannanna dönsku, eins og hann var upphaflega. Annars voru aðeins stígar milli húsa. En þegar verzlunin var gefin frjáls og kaupmenn fóru að setjast hér að þótti strandlengjan tilvalið svæði til að reisa verzlunarhús. Settu menn þá niður húsin á sjávarkantbinum og enn í dag ber Hafnarstræti merki þess, því það er í boga, eins og sjávarkamburinn lá. Gapastokkurinn á horni Hafnarstrætis og Aðalstrætis Um og upp úr 1800 fór nokkuð að bera á drykkjulátum á götum úti, svo mönnum hreint ofbauð. Var því tekið á það ráð að setja upp gapastokk. Það var gert 1804 að tilhlutan Frydensberg, bæjarfógeta, og var stokkurinn settur upp á horni Hafnarstrætis og Aðal- strætis. Einhverju sinni var prestur einn austan úr Árnessýslu augafullur á götunum „með hávaða og drykkju- skaparslark, og sáu allir hvernig hann Ijet.” Þessi maður var dæmdur til veru í gapastokknum, en á þessum árum var það algeng refsing fyrir alls konar óspektir og stráksskap á alniannafæri að setja ntenn i gapastokk í einn til tvo tíma. Mykjuhaugurinn í Hafnarstræti Upp úr 1850 voru íbúar Reykjavikur um eitt þúsund. Þrifnaður í bænum var þá ekki upp á marga fiska. Hver sem gat átti þá eina kú eða fleiri, því þá var mjólkurbúðum ekki til að dreifa. Fjósin og hesthúsin voru þá höfð sem næst íbúðarhúsunum og mykju og hrossataði var mokað út á hauga, alveg eins og tíðkazt hefur til sveita. Einn slíkan mykjuhaug átti Ditlev Thomsen, danskur kaupmaður sem hér var, og var haugurinn á fiskreit hans við Hafnarstræti. Út af þessum mykju- haug urðu mikil málaferli og vöktu meira umtal í bænum þá en jafnvel stórtíðindi gera nú. Þannig var mál með vexti, að þegar Vilhjálmur Finsen varð bæjarfógeti vildi hann koma á meiri þrifnaði í bænum. Ritaði hann þá Thomsen bréf og bað hann flytja hauginn. Thomsen brást hinn versti við og sagðist hvergi hræra mykjuhauginn. Var mál höfðað gegn Thomsen og honum vikið úr bæjarstjórn sem hann átti sæti 1 um þessar mundir. Hafði slíkt ekki gerzt I sögu bæjarstjórnar áður. Lögreglu- réttur sýknaði Thomsen og var þá málinu skotið til yfirréttar. Þar var Thomsen einnig sýknaður og þá var málinu skotið til hæstaréttar. Einnig þar var Thomsen sýknaður, svo hann stóð uppi sigri hrósandi, en röggsemi íslenzkra yfirvalda beið alvarlega hnekki. Barnaskóli og Prestaskóli í Hafnarstræti Byggingarnefnd var sett á laggirnar árið 1839. Fyrsta húsið sem hún leyfði var hús C.Fr. Siemsens austast í Hafnarstræti. Var það reist 1840 og stendur enn. Prestaskólinn og Barnaskólinn voru báðir um skeið til húsa i Hafnarstræti. Sá fyrrnefndi var settur á stofn hér haustið 1847 og var Pétur Pétursson, síðar biskup, ráðinn forstöðumaður hans, en Sigurður Melsted fastur kenn- ari. Skólinn fékk inni í Latínuskólahús- inu og voru átta nemendur fyrsta vet-i urinn. Árið 1851 fluttist svo skólinn í- Hafnarstræti 22 í Sívertsenshús og var- þar um alllangt skeið. Uppúr 1870 tók bæjarstjórn lán hjá hafnarsjóði til að festa kaup á götu- Ijósum. Voru fengin þrjú ljósastæði og sett upp í Bankastræti, Aðalstræti og Hafnarstræti. Var þessu fagnað nijög af bæjarbúum, þótt sú gleði væri blandin, eins og títt er um nýjungar. Þótti sumurn heimskulegt, hvernig ljósin voru staðsett og sögðu það engum tilgangi þjóna nema lýsa þjófum, sent vildu bregða sér inn í einhverja búðina, en gagnrýnin beindist einkum að ljósastæðinu i Hafnarstræti. En fleiri nýjungar tengjast Hafnar- strætinu. Þar var reist fyrsta timbur- húsið í Reykjavík, næst á eflir timbur- húsunt innréttinganna. Var það Fálka- húsið svokallaða, sem stóð frammi á malarkambinum vestast í Hafnarstræti að norðan. Það var flutt frá Bessa- stöðum 1763 og hafði því staðið i 16 ár áður en næstu timburhúsin komu en það voru hús kóngsverzlunarinnar. Við Hafnarstræti var löngum mest athafnalff bæjarins Fjaran var merkilegur staður um margt og þar var löngum mest athafna- líf bæjarins. Af sjávarkambinum framan við Hafnarstræti lágu margar bryggjur fram á hana og var þeirra merkust og mest Bæjarbryggjan eða Steinbryggjan, sem bærinn hafði látið gera 1884. Hún var þá eitthvert mesta mannvirki bæjarins. Við þessar bryggjur lentu allir bátar, sem fluttu varning milli skips og lands. Bryggj- urnar voru brattar og mjóar, svo að óvíða varð komið við hestvagni, nema á Steinbryggjur.ni. Menn báru því mikið á bakinu. öll kol voru til dæmis borin á bakinu neðan af bryggjusporði og upp í kolaport, og höfðu konur aðallega þá vinnu, þótt ill væri. En þetta var venja þá. Við bryggjurnar lentu fiskibátarnir, en uppsátur þeirra voru þó í fjöru- sandinum, eins og verið hafði um ómunatíð. 1 fjörunni lágu líka oft segl- skip, sem verið var að gera við, hreinsa og mála. Fálkahúsið. Þar var veiðarfæraverzlunin Geysir lengi til húsa, nú er þar verzlunin Hamborg. Húsið lengst til hægri stóð þar sem nú er autt svæði á horni Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Húsbruninn mikli i Reykjavik 1915. Myndin er tekin f Hafnarstræti að vestan. Austurhluti Hafnarstrætis um 1864.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.