Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. 12 Menning Menning Menning Menning Mælaborð hefur veríð gert enn aðgengilegra fyrir ökumanninn. Sérstök nýjung er að á sjálfskiptum gerðum er nú fjórði gir, overdrive, sem gerir akstur á löngum vega- lengdum þægilegri og sparar mikið bensin. B 28 V-6 vélin sem Volvo 760 hefur verið kynntur með. Hún gefur 156 hestöfl við 5700 snúninga á mínútu. Aðrar vélar sem hægt er að fá eru B23ET, sem er 4 strokka með forþjöppu og tvær gerðir af 6 strokka disilvél með og án forþjöppu. Sænsku Volvo-verksmiðjurnar kynna nú nýja gerð Volvo-bifreiða sem framleiðsla er hafin á. Nefnist gerðin Volvo 760 GLE, og er í veigamiklum atriðum frábrugðin þeim gerðum Volvo-bifreiða sem til þessa hafa verið á markaðnum. Hún er að miklu leyti byggð á tilraunabifreið sem Volvo- verksmiðjurnar létu smíða á árinu 1980 „Volvo Concept Car”, en sú bifreið var kynnt á bifreiðasýningum víða um heim og vakti gífurlega athygli. Skrifuðu erlend bílablöð m.a. að með þeirri bifreið væri skyggnzt inn í fram- tíðina og spáðu því að margar þeirra nýjunga sem komu fram í bifreiðinni ættu eftir að ryðja sér til rúms í bif- reiðaiðnaðinum þegar fram liðu stundir. Gífurleg undirbúningsvinna hefur farið fram við smíði Volvo 760 GLE, og má geta þess að bifreiðinni var reynsluekið við hinar ólíkustu aðstæður sem svarar áttatíu hringi kringum jörðina, auk þess sem hún var þrautreynd á svokölluðum „hristibrettum” í verksmiðjunni og margþátta tilraunir voru gerðar með öryggisbúnað hennar. Þótt bifreiðin sé sett fyrst á markaðinn nú, nær saga hennar allt aftur til ársins 1975, en þá hófsf .frumhönputi,.hfinn^t .-f hönnun sem að nokkru leytl var kynnf með til- raunabjfreiðinni Volvo Concept 'Car. Aðalhönnuður Volvo-verksmiðjanna, Jan Wilsgaard, hafði umsjón mgð hönnun Volvo 760 GLE. Fjölmárgar nýjungar kóhlá frani i Volvö 760 GLE, og miða þær einkum að þremur takmörkum: í fyrsta lagi að gera bifreiðina eins þægilega og örugga i akstri og framast er kostur, í öðru lagi að hafa öryggisbúnað hennar þannig að líklegt sé að ökumaður og farþegar sleppi eins vel og ntögulegt er, verði óhapp og í þriðja lagi var lögð áherzla á sparneytni. Þá var einnig lögð mikil áherzla á útlit bifreiðarinnar, bæði að utan og innan. V6 eða díesil Volvo 760 GLE verður með sex strokka (V—6) vél, 2849 rúntsentimetra, ogafl véiarinnarer 155 hestöfl, miðað við 5700 snúninga á mínútu. Einnig verður unnt að fá þessa gerð með sérhannaðri dísilvél sem er í senn ótrúlega kraftmikil og hljóðlát. Sem fyrr greinir hefur mikið verið lagt upp úr þægilegum akstri við Sætin hafa breytzt mikið. Sérstaklega aftursætin sem eru breiðari en áður vegna þess að hjólskálarnar eru aftar 1 bilnum og þrengja því ekki að farþegum í aftursæti. Vegna þess að þakið er beint aftur þá er mun meira pláss aftur i bilnum en var áður. Á vissum mörkuðum, i kaldari heimshlutum, eru bilarnir afgreiddir með hita í báðum fram- sætum. Hitinn kemur sjálfkrafa á fari hitastig niður fyrir 14 stig og slokknar þegar hitinn nær 30 stigum. Ákiæði er bæði pluss eða leöur eftir vali og er sami litur á sætum og annarri klæðningu i bilnum. Ný gerð af Qöðrun á afturhjólum er kynnt 1760 gerðinni sem tryggir að akst- urseiginleikar aukast. Með 760 kynna Volvo-verksmiðjurnar nýja línu sem hclzt sést á gjörbreyttum aft-urenda. Þessi nýja gerð er öllu straumlinulagaðri en „gömlu, góðu” gerðirnar semviö höfum átt að venjast fram að þessu. hönnun bifreiðarinnar. Fjöðrunarkerfi þessarar bifreiðar er á veigamikinn hátt frábrugðið fjöðrunarkerfum þeim sem verið hafa í Volvo-bifreiðum til þessa, sem gerir það að verkum að bifreiðin er mýkri á veginum, auk þess sem hún er búin sérstökum vindkjúf sem gerir það í senn að minnka eyðslu bifreiðarinnar og auka stöðugleika hennar. Komu hinir einstöku aksturseiginleikar bifreiðarinnar vel fram í reynsluakstr- inum, þar sem m.a. kom fram að stöðugleiki bifreiðarinnar í beygjum var mun meiri en staðlar um slikt fyrir slíka stærð af bifreiðum sögðu til um. Aukið öryggi í fjölda mörg ár hafa Volvo- verksmiðjurnar haft forystu í öryggis- málurn og má t.d. nefna að þær komu fyrstar með ökuljós og öryggisbelti sem sjálfsagðan búnað í bifreiðum. Hafa verksmiðjurnar hlotið verðlaun bandariska umferðaröryggiseftirlitsins, en sem kunnugt er gerir það mjög strangar kröfur. I Volvo Concept Car kontu frant fjölntargar nýjungar á þessu sviði, og hafa sumar þeirra verið teknar upp í Volvo 760 GLE. Má þar nefna sérstaka gerð aftursæta sent eiga að hindra að farþegar renni fram og "skelli á baki framséetanna, verði árekstur. Þá hefur hið svonefnda öryggisstýri verið endurbætt, breyt- ingar hafa verið gerðar á hentlunar- kerfinu sent eiga að tryggja að unnt sé að stöðva bifreiðina á minnsta hugsan- legunt tíma, og einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að auka öryggi öku- ntanns og farþega, verði hliðarárekstur eða ef bifreiðin veltur. Nýtt útlit Útlit Volvo 760 GLE er í veiga- miklum atriðunt frábrugðið útliti fyrri gerða Volvo-bifreiða. Volvo GLE 760 er mjög straumlínulagaður, og loftmót- staða bifreiðarinnar er um eða undir 40 Cw sem er talið mjög nálægt þvi lág- ntarki sem unnt er að ná á svo stórum bifreiðunt. Bæði framrúða og hliðar- rúður eru stórar, — líkt og á Volvo Concept Car, þannig að útsýni úr bifreiðinni er ntjög gott. Farangurs- geyntslan er stærri en í öðrunt Volvo- bifreiðum, enda er afturhluti bifreið- arinnar gjörólíkur öðrum Volvo- bifreiðum. Innréttingu bifreiðarinnar hefur einnig verið breytt ntjög ntikið. Fram- stólar eru hannaðir með tilliti til þess að ökumaður og farþegi þreytist sem minnst á langri ferð, og var gerð þeirra ákveðin með aðstoð sérfræðinga í bak- sjúkdómum. Eru stólarnir stillanlegir, þannig að ökumaður og farþegi eiga að geta fengið bezta hugsanlega stillingu þeirra. Mælaborð bifreiðarinnar er einnig með öðrum svip en áður og hefur verið hannað með sérstöku tilliti til þess að ökumaðurinn eigi auðvelt nteð að fylgjast með öllum mælaút- búnaði. Þá er og einnig nýtt loftræsti- kerfi og miðstöð í bifreiðinni og hefur sem annað verið þrautreynt með marg- víslegum tiiraunum. „Overdrive" á sjálfskiptingunni Margar aðrar nýjungar koma fram í Volvo 760 GLE sem of langt mál væri að rekja. Þó er sérstök ástæða til að benda á nýjung í gírskiptingunni, þar sem þær bifreiðar sem eru sjálfskiptar eru fáanlegar með sérstökum auka- búnaði, þ.e. svokölluðunt hraðgir „over drive” á sjálfskiptingunni, en slíkt er gert til þess að auka nýtingu vélaraflsins og minnka bensíneyðsluna. Volvo 76Ó GLE hefur nú verið settur á markaðinn og ntunu verksntiðjurnar á næstunni leggja áherzlu á kynningu hennar. Þess skal sérstaklcga getið að verksmiðjurnar munu enn halda áfrant smíði hinna hefðbundnu Volvo- bifreiða, þ.e. 340 gerðarinnar og 240 gerðanna, en þær bifreiðir haf notið ntjög ntikilla vinsælda víða unt lönd, ekki sízt hér á íslandi. BREMSUR: Diskabremsur með hjálparafli á öllum hjólum. Þríhyrnt öryggiskerfi. STÝRI: Tannstangarstýri með hjálparafli. Öryggisstöng. Snúningsradius 9,8 metrar. ELDSNEYTISTANKUR: 60 lítrar. Staðsettur fyrir framan afturöxul. GÍRKASSI: 4 gíra með „overdrive” eða sjálfskipting 3 gíra með „overdrive” sem fjórða gír. VÉL: B28E: V-6, bensin. 2849 rúmsentimetrar, 156 hestöfl við 5700 snúninga á mínútu. Þjöppun: 9,5:1. TD24: 6 strokka dísil (í línu) 2383 rúmsentimetrar, 110 hestöfl við 4800 sn. á mín. Þjöppun: 23,0:1. D24: 6 strokka, dísil (í línu), 2383 rúmsentimetrar. 82 hestöfl við 4800 sn. á mín. Þjöppun: 23,0:1. B23ET: 4 strokka bensín (í linu), 2316 rúmsentimetrar. 173 hestöfl við 5700 snúningaá mínútu. Þjöppun: 9,0:1. HÁMARKSHRAÐI: B28E beinskiptur: 190km. Sjálfskiptur: 185 km. TD24: 170 km. D24: 155 km. B23ET: 200 km. STÆRÐ: Lengd: 4785 mm. Breidd: 1761 mm. Lengd milli hjóla: 2770 mm. Breidd milli hjóla: 1460 mm. Þyngd: 1325 kg. Farangursrými: 487 lítrar. HJÓL: Tíu teina álfelgur 60 x 15”. Dekk: 195/60 HR 15 steel radial. RAFALL: 70 Amper.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.