Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. 11 Karlmenn athugið! KONUDAGURINN er á morgun. m höjum urval ígulkerið, afskorinna blóma Grímsbæ. Sími 36454 Lítið eitt um London Augu íslendinga beinast nú mjög að Bretlandi vegna opinberrar heimSóknar for- seta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til landsins. Þótt margir landar hafi lagt leið sína til London er alltaf eitthvað nýtt að sjá í hverri ferð, svo ekki sé talað um þá sem þangað koma í fyrsta sinn. Óli Tynes segir hér hvernig honum kcmur London fyrir sjónir. Er eitthvað hægt að skrifa uni London sem ekki hefur verið skrifað áður? Ég efast stórlega um það, en leita skjóls í máltækinu: „Aldrei verður góðvísa of oft kveðin.” Þaðer misjafnt hvernig ferðamenn ,,sjá” London. Sumir sjá hana sem Oxford Street og Regent Street og víkja sér lítið út frá þeim ágætu götum. Enda er erfitt að labba um þær án þess að heyra að minnsta kosti einu sinni niælt á íslenzku. Aðrir sjá London sem stórkostlega menningarmiðstöð, sem hún er líka, þar sem leikhús eru fleiri og betri en annars staðar í heiminum. Svo eru það náttúrlega söfnin, kirkjurnar og pöbbarnir. Yfirleitt reyna menn nú að blanda þessu eitthvað saman til að fá sem bezta yfirsýn yfir London, en þó er til talsverður hópur manna sem helzt vill sjá kirkjurnar að utan og pöbbana að innan. Afturför Það er auðvitað ekki hægt að skrifa um London öðruvísi en fara nokkrum orðum um þær stórkost- legu stofnanir pöbbana. Það verður að segjast eins og er að þvi miður hefur pöbbum í miðborginni farið stórlega aftur siðustu árin. Þar eru nú yfirleitt í einhverju horninu firnastórir glymskrattar sem belja nýjustu dægurlögin svo hátt að maður verður að arga eins og röddin leyfir ef á að reyna að halda uppi samræðum við þann sem á móti situr. Sem betur fer er þó enn hægt að finna huggulega pöbba þar sent eini hávaðinn er rödd gestanna, sem gjarnan leysa heimsvandamálin einu sinni á kvöldi, yfir nokkrum ”pæntum.” Pöbbarnir eru mismunandi skemmtilegir og eiga sér mismunandi merkilega sögu. Þegar ég er einn fararstjóri með hóp i London i helg- arferðunum eru það einkum þrír sem ég leiði mannskapinn á.^Það eru ,,Dirty Dicks”, „Prospect of Whitby” og „The Anchor”. Söguleg öldurhús Dirty Dicks fékk nafn sitt með þeim hætti að unr 1700 frétti brúðgumi nokkur að tilvonandi búður hans hefði dáið rétt áður en hún lagði af stað í kirkjuna. í sorg sinni lét hann loka veizlusalnum og lagðist sjálfur í hippalíf. Hann neitaði til dæmis um leyfi til að þrifa staðinn og sagan segir að þar hafi ekki verið sópað síðan. Prospect of Whitby hét upphaflega Djöflakráin —■ enda voru gestir þar eingöngu sjóræningjar og annar morðingjalýður. Kafteinn Kidd var hengdur fyrir framan krána og sagt er að afturganga hans reiki um húsa- kynni. Nafninu var breytt þegar nýir eigendur vildu hefja krána upp úr svaðinu. Akkerið var ölstofa yfirstéttar- fólks. Gegnt því er hið fræga Globe leikhús þar sem Shakespeare tróð fjalir og hann leit oft við í Akkerinu til að fá glas af Madeira. Þetta eru allt skemmtilegir staðir að heimsækja en þeir sem ætla í Dirty Dicks ættu að flýta sér. Ég var að heyra að það ætti að loka pöbbnum í sumar og sópa þar og þvo gólf í fyrsta skipti í 280 ár. Söguleg nöfn Það er enginn skortur á sögulegum minjum þótt pöbbunum sé sleppt. Ekki er mikið unr minjar frá timum Rómverja sem réðu borginni fyrir 2000 árum, en þó má sjá leifar af vegg hér og þar, tii dæmis niðri við Tower of London, sem allir ættu að heintsækja. London á svo merkilega og skemmtiiega sögu að þeir sem þangað fara á eigin vegum ættu endilega að fra í kynnisferð með einhverri af ensku ferðaskrifstofunum. Það er um niargar ferðir að velja, á mismun- andi verði. Að öðrum kosti ættu menn að verða sér úti um góða bók um borgina, því að það er sárgræti- legt hvcrnig margir reika um hana án þess að hafa hugmynd um að þcir eru að ganga unt merkilega sögustaði. Flest hverfanöfn og götunöfn eiga sér einhverja sögu. Tökum til dæmis Knightsbirdge, sem fiestir hafa ein- hverntíma heyrt taiað um. Það er nánast i miðri London. Sagan segir að þar hafi í gamla daga verið lítil á og yfir hana trébrú sem riddarar fóru um á gunnfákum sínum. Þaðan kemur nafnið: Riddarabrúin. Eða þá Haymarket sem á íslenzku er heymarkaðurinn. það er frá þeim tima þegar farartæki i London gengu fyrir heyi. Þá vár þarna markaður sem seldi þetta eldsneyti. Þannig mætt' lengi telja, en von- andi nægir þettj »il . 2 þið sjáið pð það er rétt að lesa sér eittlivað ti áður en London er heimsó’ . Fólkið Og svo er það mannfókið. Loiidon er ekki sízt fólkið sem i henni býr. Og óvíða sér maður jafnskemmtilega blöndu úr öllum heimshornum. Það er hvítt, svart, gult, brúnt . . . ég yrði ekkert hissa þótl ég mætti grænum náunga með loftnetsstengur upp úr hausnum í Oxford stræti. Og hluti af sjarmanum við allt þetta fólk í London er hvernig það býr þarna á tiltölulega litlu svæði og lekur hvert annað sem sjálfsagöan hlut, hversu ólíkt sem þaðer. Stúderaðu bara röð af fólki sem ei að bíða eftir strætisvagni (raunat mættum við íslendingar gjarnan stúdera hvcrnig á að bíða í röðunt) og reyndu að telja þjóðernin. Grannvaxni maðurinn i svarta jakkanum, strípuðu buxunum, með harðkúluhattinn, regnhlífina og skjalatöskuna er nokkuð airgljóslega enskur. Líklega á leiðinni niður i City. Fyrir aftan hann stendur ungur svartur, maður i litríkum kla’ðunt og hárið fléttað í óteljandi tíkarspena. Líklegast er hann frá .lamaica Skeggjaði risinn með túrbaninn og feitlagna konan i viða, litskrúðuga kjólnum eru að öllum likindum Irá Indlandi. hann lítur eiginlega út eins og Sikli hermaður, en gæti verið klósettvörður á Heathrov. Litli horaði náunginn með det húfuna sent stendur aftast er svo af alveg sérstökum þjóðHokki cockney. Eiginlega er hann alveg jal n fjarskyldur náunganum með harðkúluhattinn oe hinir i hópnum. En allt stend þetta fólk og hiðui þolinmót. .. 'rætó. Og þótt klæðnaður og útlit sé ólikt, séi inaður engan gjóa augum á liinn, eins og hann væri að Itugsa með scr: „Skrýtinn, þessi.” Á röftínu Það er ekki hægt að gefa neina sér- staka uppskrift að London. Smekkurinn cr hér um bil jafn misjafn og mennirnir eru margir. Verzlanir, leikhús, kvikmyndahús, i . ., xnattspyrnuvellir og f og fleira Allt þetta hc.ur I u.,uon i ríkari og belri mæli en flestar aðrai borgir. Sjálfum þykir mér geysilega gaman að labba bara hér um bil stelnulaust um göturnar og drekka í mig þessa' sérstöku stemmningu setn mér finnst alltaf vera þar að finna. Lita svo inn á pöbb og drekka í mig svo sem eina bjórkollu. Og taka fólk tali. Það þarf afskaplega litið til að starta samræðum. Liltu lil dæmis á klukkuna og spyrðu næsta mann hvenær búðum sé lokað. hann teliu upp götu fyrir götu, hvaða búðir lok> hvernær, og til að halda sam ræðuiíum gangandi byrjar hann að segja þér hvar sé bezl að kaupa hin.. ýmsu hluti sem þig kann að vanhag, um. Svo spyr hann þig hvaðan þú séf og líkurnar eru tíu á móti einum að hann hafi einhverntíma komið við a íslandi eða siglt þar framhjá i skipa lest á striðsárunum, eða allavega þekki einhvern sem hefur upplifaö eitthvað af þessu. Næstu menn cru liklegir til að blanda sér í umræðurnar með sina reynslu af íslandi (eða einhverra sem þeir þekkja). Og þegar þú loks reikar út af þessum ágæta pöbb ertu enn sannfærðari en áður um að London ER dálítið spes. -ót. Þetta eru nú ekki dæmigerðir ferðamannas töðum. Handavinnu af öliu tagi er að fínna á sýningunni. Þaó er dr. fíotf Kjellström, sem hefur veg og vanda af uppsetningu hennar. Lundúnabúar á götum úti en menn í svona múnderingum má þó sjá á sumum Textilverk eftir listakonuna Rose-Marie Huuva. rætur á að rekja allt aftur til heiðni, en aðeins eru til fjögur slík í heiminum i dag.” Þá færðumenn fórnir Áðurnefnt trélíkneski fannst fyrir um tiu árum og þótt undarlegt megi virðast er talið að það hafi verið notað nánast alveg fram að þeim tínia. Það er dr. Rolf Kjellström sem á heiðurinn af þeim fundi „Líkneskið fannst upp trl ijalia,” sagði dr. Kjellström. ,, á afviknum stað. Það hafði að vísu aðeins verið fært til frá sínum upprunalega stað. Fyrrum færðu menn þessum líkneskjum að öllum líkindum ein- hverjar fórnir en það er ekki víst að sá sem notaði það síðast hafi gert það. Við teljum okkur nefnilega hafa vissu fyrir að líkneskið hafi verið í notkun nánast frani að þeim tíma er það fannst. Sennilega hefur átt það maður, sem verið hefur kristinn, en heiðinn í bland, og fundið einhvern andlegan styrk í líkneskimr,” sagði Dr. Rolf Kjellström. Sýningin stendur fram ímiðjan marzmánuð Sámi Dáidda verður uppi í Norræna húsinu fram til 14. marz og er opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins. Næsta föstudag, 26. febrúar, klukkan 20.30 verða þau Rose-Marie Huuva og Einar Bragi með upplestur og fyrirlestur um bókmenntir, nryndlist og heimilisiðnað Sama. Fyrsta til fjór- tánda marz verða svo daglega kvik- myndasýningar í húsinu frá landi Sama. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.