Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 14
14! DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Popp — Popp — Popp — Popp — Popp —j Popp — Popp -Popp — POPD Ganga mynd- böndin af lifandi tónlist Það þarf ekki ýkja glöggan mann til’að koma auga á gildi myndbandsins hvað popptónlistina áhrærir. Á síðustu árum hefur myndbandanotkun hljómplötuútgefenda vaxið hröðum skrefum og er nú talin ein af veigamestu þáttum útgáfustarf- seminnar. Það getur tæpast talizt óeðlilegt þegar að því er gáð að gott myndband getur selt plötu sem ella myndi ekki seljast. í Skonrokki sjáum við brot af þeirri framleiðslu sem útlend hljóm- plötufyrirtæki standa að. Þótt þau séu auðvitað misjöfn að gæðum dylst engum að áhrifin geta orðið gífurleg þegar vel tekst til. Það má til að mynda leiða líkur að því að Mini Pops platan sem hér seldist í risaupplögum fyrir jól, hefði farið framhjá mörgum ef vídeóinu hefði ekki verið til að dreifa. Og annað dæmi: Verzlunarstjóri Fálkans segir að plata með Classix Nouvouix hefði klára/.l á tinum degi skömmu eftir að hljómsveitin kom fram í Skonrokki. Þá má endurprenta þá skoðun Oliviu Newton-John sem kom fram í poppþætti DV um daginn að hún næði til fleiri áheyrenda/áhorfenda með einu myndbandi en með tveggja mánaða hljómleikaferð. Skonrokk með íslenzku efni Meðan þróunin er öll í þessa átt úti í hinum stóra heimi gerist fátt í þessum málum hérlendis. íslenzk hljómplötufyrirtæki munu vera reiðubúin til þess að kosta gerð myndbanda með sínu listafólki og þá þeim lögum sem á er veðjað hverju sinni, líkt og gerist annars staðar. Hinsvegar er það ekki talið þjóna neinum tilgangi að leggja út í þann kostnað, fáist myndböndin ekki sýnd í sjónvarpi, — og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Sjónvarpið er óvissupunktur í þessari mynd, því ekki hefur reynt á það hvort vilji er fyrir hendi á þeim bæ að taka við slíku efni. En undarlegl væri ef því yrði algerlega hafnað. Hins vegar eru| taxtar FÍH þanníg úr garði gerðir hvað sjónvarpinu viðvíkur að ógerlegt er fyrir það að sýna margar hljómsveitir í sama þætti. Með öðrum orðum: greiðslan fyrir það eitt að koma fram í sjónvarpinu þær mínútur er það mikil að kostnaður við íslenzkan þátt í svipuðum dúr og Skonrokk er sjónvarpinu gersamlega ofviða, jafnvel þó það beri engan kostnað við gerð myndbandanna. Hvaða hagsmuni FÍH er að verja með þessari afstöðu getur verið áhorfsmál. Tæpast eru það hags- munir flytjenda því skortur á eðli- legri kynningu í þessum áhrifamikla fjölmiðli stendur hljómsveitum og listamönnum ótvírætt fyrir þrifum. Myndbandið áhrifamikið Myndbandið er í eðli sínu ákaflega áhrifamikið því það geymir bæði mynd og hljóð, en hefur það fram yfir kvikmyndina að vera einkar handhægt í notkun. Hermt er að ekki þurfi nema viku- Itíma til þess að fullgera gott Imyndband af lagi sem á vaxandi vin- jsæidum að fagna. Tökum dæmi: lag ,á brezka listanum tekur sölukipp og útgefandinn ákveður að skipa vídeó- inefnd (!) sem skila á verkinu frá sér fyrir næsta „Top Of The Pops”, vikulegan dæguriagaþátt í brezka sjónvarpinu. Fái lagið þar inni eru sextán milljónir manna vísari um lagið og hljómsveitina. Gott mynd- band getur meira að segja selt slæma plötu, segja þeir sem gerst þekkja til ,mála. Afleggjast I hljómleikaf erðir? I Áður en myndbönd komu til sögunnar hvöttu hljómplötuút- gefendur listafólk sitt mjög til að halda hljómleika í því skyni að hala inn aðdáendur/kaupendur. Nokkrir náðust í hverri upptroðslu unz þar kom að fjöldinn var orðinn það mikill að plata frá viðkomandi náði inn á vinsældalista. Þessum sjónar- miðum hefur vídeóið kollvarpað gersamlega. Þegar Queen náði efsta sæti brezka vinsældarlistans árið 1975 með lagið „Bohemian Rhapsody”, lumaði hún á frísklegu myndbandi sem varð til þess að lagið var ægivinsælt; það hreyfði sig ekki úr fyrsta sætinu i níu vikur samfleytt, sem er einsdæmi á brezka listanum. Siðan hefur vídéóvæðingin verið í al- gleymingi. Fyrir hljómlistarmenn hefur mynd- bandið ótvíðræða kosti. Ekki aðeins að það spari þeim þreytandi hljóm- leikaferðir að einhverju marki, heldur lika hitt að nú gefst þeim sjálfum kostur á að myndskreyta lög sín eins og þeim þykir bezt. Af þessum ástæðum hefur risið upp í mörgum löndum heilmikill iðnaður sem sinnir einvörðungu poppinu á myndböndum. Um síðustu áramót kusu lesendur poppblaða að sjálfsögðu um bezta og versta myndbandið. 1 einu blaðanna var niðurstaðan þessi: Bezta mynd- bandið: Barry Manilow í „Let’s Hang On”, Police í „Every Little Thing She Does Is Magic” og Madness í „Grey Day”. Versta myndbandið: Rod Stewart í „Tonight I’m Yours”, Cliff Richard í „Wired For Sound” og Spandau Ballet í „Paint Me Down”. Plötur á myndböndum Ýmsar hljómsveitir hafa nú þegar gefið út myndbandaplötur sem seldar eru á frjálsum markaði. Þar má til dæmis nefna Blondie og Queen. Innan fárra ára er sennilegt að flestar plötur vinsælla hljómsveita verði einnig fáanlegar á myndböndum; hljómsveitirnar hætti smátt og smátt að halda hljómleika og taki myndböndin framyfir. Þá verða myndbönd orðin almenningseign í meira mæli en nú er. Verð á hverri spólu á vísast eftir að lækka þegar notendum fjölgar og sjónvarps- stöðvar sýna poppmyndbönd á sérstökum rásum. Nú þegar eru slíkar jmyndir sýndar á einni sjónvarpsrás í Los Angeles 24 tíma á sólarhring! Og endir alls þessa gæti orðið sá, að lifandi tónlist deyr. -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.