Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. 15 „Maður verður að vinna” —Veturliði Stefánsson, tíu ára blaðsölu strákur með meiru tekinn tali „• • • en það var þetta með hungursneyðina í heiminum. Það lizt mér ekk- ert á.” „Tízkan er nú stundum asnaleg, eins og til dæmis þessir leðurjakkar, sem allir eru f núna.” (DV-mynd. Bjarnleifur) Hann heitir Veturliði Stefánsson, tíu ára strákur, hressilegur í útliti, þar sem hann stendur á miðju Lækjartorgi. Þetta er blaðsölustrákur með meiru. Við vindum okkur að honum. — Er eitthvað að frétta? „Nei, það er ósköp lítið, nema þessi hungursneyð í heiminum. Mér lízt ekkert á þetta.” — Stefnir þessu í voða? „Það sýnist mér. Allavega er ég hræddur um það.” — Fylgistu mikið nteð fréttum? ' ,, Já, ekki get ég neitað þvi enda er ég í þessum bransa. Eins og þú sérð er ég að selja blöð.” „Mamma segir aö ég só allur í slúðurfréttunum" — Hvað lestu helzt i blöðunum? „Ja, ég les fyrirsagnir á forsíðunni og baksíðunni og stundum erlendar fréttir. Égsá til dæmis í gær að þá hafði einhver ntaður verið að játa á sig morð, ég skil nú ekkert í því. Og svo er það hungursneyðin í heiminum. Fólk fær víða ekkert að éta á meðan við belgjum okkur út af alls konar hantborgurum og nammi. Svo les ég alltaf Sviðsljósið í Dagblaðinu ogVísi enda segir mamma að égséallur í slúðurfréttununt.” — Hlustarðu á fréttir í útvarpi og sjónvarpi? „Ekki nenta slysafréttir, að minnsta kosti tekur maður langmest eftir þeint.” — Lestu mikið? „Já, ekki get ég neitað því. Ég les aðailega Andrés önd og Júmbó- bækurnar.” — En skólabækurnar? „Já, en maður er nú svo fljótur að því.” — Hver er uppáhaldsbókin þin? „Látum okkur sjá, ætli það sé ekkj bara Greifinn af Monte Christo. ’ ’ „Reyni að fylgjast með tízkunni" — Færðu vasapeninga? „Nei, ég læt mér nægja peningana, sem ég fæ fyrir blaðsöluna.” — Hvaðer það mikið? „Látum okkur sjá, ætli það séu ekki um þúsund krónur á ntánuði.” — Hvað gerirðu við þá peninga? „Ja, ég veit það ekki, og þó, maður reynir að fylgjast nteð. Annars finnst mér til dæmis þessir leðurjakkar og svoleiðis drasl, sem margir eru í, hálf- asnalegt.” — Mannstu eftir gjaldmiðilsbreyt- ingunni? „Já, auðvitað man ég eftir henni. Þá hækkuðu allir hlutir svo rosalega. Til dæmis hækkuðu Andrésblöð um næst- um helming.” — Ferðu oft í bíó? „Já, yfirleitt á sunnudögum.” — En í leikhús? „Nei, sjaldan. Siðast þegar ég fór sá ég Oliver Twist og þótti leikritið rosa- lega skemmtilegt.” — Finnst þér ekkert of ntikið að vera bæði í skóla og vinna með? „Nei, ntér finnst alveg nauðsynlegt að vinna, ntaður er svo fljótur að læra fyrir skólann, að þá tæki ekkert annað við en að slæpast, ef ekki væri vinnan. Svo finnst mér anzi gott að hafa smá- vasapeninga.” „Einn heitir Svavar Gests, annar Geir eitthvað... — Veiztu hvað alþingismennirnir eru margir? „Nei, en þeir eru margir, örugglega, 30 eða 40, eða kannski ennþá fieiri, ég bara man það ekki.” — Veiztu hvað ráðherrarnir okkar heita? „Nei, mér er nú alveg sama um þá. Ég hugsa aldrei til þeirra. Samt veit ég að einn heitir Svavar Gests og annar Geir eitthvað og annar Albert eða eitt- hvað svoleiðis.” — En forsetinn? „Já, þaðer hún Vigdís.” — Veiztu hvað verðbólga er? „Látum okkur sjá, sko, ef einhver ntaður á ekki peninga, fær hann þá lán- aða, svo þarf hann að vinna ofsalega ntikið til að reyna að borga lánið, sem „Mamma segir að ég lesi bara slúðurfrétlirnar.” er orðið miklu hærra en þegar liann tók það. Og þá hefur hann enga peninga til að eyða.” — Bæjarstjórnarkosningar veiztu hvað það er? „Já, þegar verið er að kjósa nýjan bæjarstjóra i bæjunum úti á landi.” — Veiztu hver Jón Sigurðsson var? „Látum okkur sjá, ætli það hafi ekki verið einn af okkar beztu rithöf- undum.” „Að hungrið vœri ekki svona mikið í heiminum" — Hefurðu farið til útlanda? „Nei, aldrei.” — Langar þig? „Ekkert scrstaklega, nema kannski til ' neríku. Ég seld þaðséágætt þar.” El þú ættir eina ósk, hvers mund- irou óska þér? „Að ég fengi tvær óskir.” — Og hverjar væri þær? „Að engin hunguisneyð væri til í heiminum og allir fengju eitthvað gott að éta.” Að svo mæltu kvöddum við Veturliða, enda okkur ekki stætt á því að tefja hann lengur. -KÞ Alltá verðandi mæður. Opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 10- 12. Póstsendum. DRAUMURINN KIRKJUHVOLI. SÍMI 22873.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.