Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982.
Djöfullinn vill fá hana
Húsmóðir í Bandarík junum hefur
verið ofsótt af iilum öndum í mörg ár
Það var árið 1975, nánar tiltekið í
september, að hjónin Joseph og
Virginia Glowacki fluttu í nýja húsið
sitt ásamt börnunum fjórunt. Joseph er
vörubílstjóri og mikið að heiman, en
fyrstu vikurnar á nýja heimilinu var
hann í fríi og þau ntáluðu og veggfóðr-
uðu og dunduðu við að koma sér nota-
lega fyrir. Þetta var fyrs;a húseignin,
sem þau áttu siálf. Og þegar þau voru
sátt við hvernig húnleit ú, hóf Joseph
störf sín að nýju Allt virtist í sómanum
þar til skömntu eftir árantótin — þá fór
Virginia að heyra undarleg hljóð í hús-
inu — eins og einhver væri að hvísla.
Svó ágerðust hljóðin og urðu að
sársaukafullum stunum og öskrunt. Þá
fóru börnin að heyra þau líka. Og svo
hringdu nágrannarnir og kvörtuðu yfir
hávaðanum. En Virginia gat ekki beð-
fannst margir dagar líða — losuðu
hendurnar takið.
Fimm ára martröð
Síðan þetta gerðist eru liðinn rimnt
ár. Alla tíð síðan hefur Virginia Glow-
acki háð baráttu við þennan óhugnan-
lega, ósýnilega kraft, sem virðist hafa
ásett sér að ræna hana vitinu og lífinu
sjálfu. Virginia er sannfærð um að það
er djöfullinn, sent er að verki. Þau hafa
flæmzt úr þrentur húsum á flótta frá
þessum illu öflunt, prestur hefur reynt
að reka þau burt en presturinn flúði
sjálfur undan hljóðunt og hurðaskell-
unt. Vitni unt ágang kölska eru orðin
mörg, vitni sem annaðhvort hafa séð
andana sjálfa eða afleiðingar gjörða
þeirra. Þeint og Virginiu kemur saman
unt að andarnir kvelji fjölskylduna
Richie Glowacki. Hann var fyrstur tilað sjá„andann".
izt afsökunar og lofað að sjá til þess að
það yrði hljótt. Hún sagðist halda að
það væri draugagangur i húsinu.
Fótatak og ijósagangur
Um vorið 1975 hafði fótatak bætzt
við veinin, hurðum var skellt og ljósin
slokknuðu og kviknuðu án þess að
nokkur snerti rofann.
Þann 10. júní vaknaði Virginia upp
um niiðja nótt við þá tilfinningu að hún
væri að kafna — það var eins og ein-
hver væri að reyna að kyrkja hana, ein-
hver með tvær tröllvaxnar hendur. En
þegar hún opnaði augun var engan að
sjá.
,,Mér varð ljóst að ef ég gæti ekki
losað mig við þannan ósvmlega kraft
þá ntyndi ég deyja. í örvæntingu minni
fór ég að fara með bænir og reyndi að
vekja Joseph, sem var heima, en ég var
alveg lömuð. Hendurnar þrýstu fastar
og fastar og ég varðist gegn þeim með
bænalestri, ég fór með faðirvorið aftur
og aftur og loksins, loksins — mér
með hljóðum og Ijósum, að þeir hafi
reynt að ná tökum á líkanta Virginiu,
reynt að drepa hana með kyrkingunt
eða nteð því að fleygja henni niður háa
stiga, brotið kross og látið mynd af
Jesú Kristi hringsnúast, þar sem hún
stóð á sjónvarpstæki fjölskyldunnar —
látið brúðu dansa og breytt andlitssvip
hennar úr brosi í grettu.
Hvers vegna lætur guð þetta
gerast?
Virginia Glowacki er orðin andlega
niðurbrotin kona. „Ég bið til guðs á
hverjum einasta degi, bið hann um
styrk og hjálp í þessari voðalegu bar-
áttu. Að fjölskylda min megi fá að lifa
eðlilegu lífi aftur.”
„Litlj strákurinn minn, hann Jon,
spyr mig aftur og aftur, mamma, hvers
vegna lætur guð þetta gerast? Og ég
veit ekki hvað ég áað segja honunt.”
Handanheintafræðingarnir, Ed og
Lorraine Warren, hafa um langt bil bú-
ið með Virginiu og rannsakað þessa
dularfullu atburði. Þau eru sannfærð
um að þeir eigi sér stað í raun og veru
og segja að hér sé um að ræða eitthvert
hræðilegasta dæmið um ofsóknir
djöfulsins sem um getur. ,,Líf þessarar
konu er orðið hreinasta helvíti.”
Þau bæta við: „Það sem gerist á
heimilinu er alveg ótrúlegt. Þessi
djöfulandi hefur ráðizt á konuna,
hrætt hana, elt hana hús úr húsi. Það er
ekki draugagangur i húsunum heldur í
konunni sjálfri.”
Sonurinn sá tii hans
Viku eftir að þessi djöfull reyndi að
kyrkja Virginiu í svefni sá hún hann
með eigin augum. Og sonur hennar, 14
ára, sá hann líka. Þau lýsa honum á þá
lund að þetta hafi verið svört vera í
kufli — hettan nrjókkaði upp. En það
voru engir fætur.
En seinna, eða í júlí 1976, vaknaði
Richie við að þessi vera stóð við rúm-
stokkinn hans og hvislaði hásri röddu:
„Hvar er mamma þín?” Barnið gat að-
eins öskrað á hjálp og þá sneri veran
frá honum og gekk, að því er virtist, í
gegnum læsta svefnherbergishurð
Virginiu.
Richie litli segist líka hafa séð aðra
veru, sem honum fannst vera gömul,
mjög hrukkótt kona. Og einu sinni seg-
ist hann hafa séð kjallarann fullan af
svartklæddum verum.
Hiutirnir hreyfast
Undir haustið þetta ár gerðust æ
undarlegri atburðir í húsi Glowacki
hjónanna. Virginia sá að Krists-mynd
hafði verið snúið við á veggnum og
skömmu síðar kom hún að krossi, sem
hún átti og á var líkneski Krists, brotið.
Eitt sinn var hún frammi í eldhúsi að
búa til mat og heyrði þá hrollvekjandi
hræðsluvein frá syni sínum. Hann
hafði verið að horfa á sjónvarpið og
allt í einu var eins og ósýnileg hönd
sneri Kristsmyndinni ofan af því í
hring og frá andliti drengsins. Richie
grét í örmum móður sinnar alla þá
nótt.
Og þannig hefur þetta haldið áfram.
Virginia Glowacki. Hún biðurguð dagiaga um að fá að iifa eðiiiegu
Hfíaðnýju.
Sængurfötin takast á loft, sturtan fer í
gang og úr gangi, helkaldur andvari
blæs um herbergin, bænaband slitnar
líkt og einhver togi það í sundur.
Virginia átti sænska brúðu, sem
þau hjónin höfðu eitt sinn keypt sér til
minja unt ferðalag. Einn dag tók hún
eftir að andlit brúðunnar var að breyt-
ast — augun urðu grá og gretta kom í
stað bross. Andlit brúðunnar varð svo
ógenvekjandi að börnin urðu hrædd
við hana. ,,Og svo eina nóttina kom ég
inn í stofuna og þá sé ég hvar brúðan
dansar á stofuborðinu. Ég stóð sem
lömuð og starði á hana. Maðurinn
minn, sem kom inn á eftir mér, öskraði
á mig: Djöfullinn er setztur að í þér.”
Þegar brúðan hætti að dansa fór Jo-
seph nteð hana út í garð, hellti á hana
bensini og kveikti í en hún var i 3
klukkutíma að brenna.
önnur morðtilraun
Vinkona Virginiu, Ruth, kom til að
vera með henni undir jólin. En hún
flúði vegna ótta eftir að hafa séð
ómennska hluti gerast. „Einu sinni
stóð Virginia við hliðina á stórri
plöntu, sem hún á og ég sá með eigin
augum að plantan lamdi hana utan
undir! Ég hef aldrei orðið eins fegin.
eins og þegar ég fór, en drottinn minn
dýri hvað Virginia á bágt. Hún er svo
sannarlega ofsótt.”
Um vorið 1977 var gerð önnur til-
raun til að drepa Virginiu. Hún var að
fara niður i kjallarann, þegar henni var
Þessikross varbrotinn afdjöffinum.