Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
frjálst, áháð tbufhluð
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fréttastjóri: Sœmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Auglýsingar: Sföumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrrfstofa:;
Pverholti 11. Simi 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10.
ÁskrHtarverö á mánuöi 110 kr. Verö í lausasölu 8 kr. Helgarblaö 10 kr.^
Ríkisstjómin erbrostin
Undarlegt er, að ríkisstjórnin er búin að fá leiða á
sjálfri sér, áður en kjósendur eru búnir að fá leiða á
henni. Venjubundin atburðarás á hnignunarskeiði
ríkisstjórna hefur ruglazt og sumpart snúizt við.
Venjan er, að misjafnlega snemma á kjörtímabili
fara kjósendur að skilja, að ekki er unnið af alvöru að
efndum loforða og stjórnarsáttmála. Þeir snúast smám
saman gegn ríkisstjórn og valda tæringu í samstarfinu.
Þegar viðreisnarstjórnin var við völd, þurfti raunar
nokkur kjörtímabil til að snúa kjósendum gegn henni.
En þá, eins og jafnan, fór samstarfið innan stjórnar
ekki að bila, fyrr en fráhvarf kjósenda var orðið
ráðherrum ljóst.
Síðasta skoðanakönnun bendir til, að ríkisstjórnin
hafi enn traust meirihlutafylgi með þjóðinni, þótt sax-
azt hafi á meirihlutann í vetur. Slík staða ætti að vera
ráðherrum hvatning til framhalds á samstöðu og sátt-
fýsi.
í stað þess hafa ráðherrarnir tekið upp á að misbeita
valdi til að reyna að hindra gerðir hver annars. Jafn-
framt velja þeir hver öðrum hin verstu orð í ræðu og
riti. Ástandið er að verða verra en í síðustu vinstri
stjórn.
Fyrst skipaði Svavar Gestsson nýja skipulagsnefnd
fyrir Suðurnes 8. marz, þótt önnur væri þar fyrir. Vildi
hann með því bregða fæti fyrir áform Ólafs Jóhannes-
sonar um gerð olíuhafnar og olíugeyma í Helguvík fyr-
ir herinn.
Síðar skipaði Ólafur Jóhannesson sérstaka bygg-
inganefnd fyrir athafnasvæði hersins 15. marz til að
koma í veg fyrir sókn Svavars. Segja má, að Ólafur
hafi því ekki slegið fyrst, heldur verið að launa kinn-
hestinn.
Alvarlegasta uppákoman var millispil Hjörleifs
Guttormssonar 12. marz, er hann skipaði Orkustofnun
að efna ekki að sinni samning um jarðboranir í Helgu-
vík. Þetta var einstæð tegund valdbeitingar í samskipt-
um ráðherra.
Fram að þessu hafði deilan snúizt um, hvort skipu-
lagsráðherra eða varnarmálaráðherra stjórnaði skipu-
lagi varnarframkvæmda. Með framtaki Hjörleifs varð
deilan að frjálsri fjölbragðaglímu allra ráðherra, sem
skoðun vildu hafa.
Eftir hin þungu orð, sem fallið hafa á þingi og utan
þings um gagnkvæma misbeitingu ráðherravalds til að
spilla hver fyrir öðrum, er ljóst, að hinar innri forsend-
ur samstarfsins eru brostnar, þótt formið haldi áfram.
Ráðherrar, sem sitja á svikráðum hver við annan,
gera þjóðinni ógagn með því að halda formlegu lífi í
ríkisstjórn, er hér eftir getur varla talizt annað en
biðstjórn til að brúa bilið til nýrrar stjórnar eftir kosn-
ingar.
Úr því að töfrasproti Gunnars Thoroddsen megnar
ekki lengur að halda ráðherrunum í álögum samstarfs
og sáttfýsi, á hann nú að segja af sér fyrir sig og ráðu-
neytið og efna til nýrra þingkosninga á komandi sumri.
Auk þess sem afsögnin væri í réttu lýðræðislegu
samhengi, ætti hún að geta orðið stjórnarflokkunum
að töluverðu gagni. Þeir gætu gengið til kosninga, áður
en innbyrðis erjur þeirra hafa leitt til fylgishruns.
Meirihlutafylgi ríkisstjórnarinnar getur aldrei hald-
izt lengi, eftir að ráðherrar eru farnir að haga sér eins
og þeir hafa gert í þessum mánuði. Þeir, sem reka hníf-
inn í bak hver annars, munu smám saman fæla kjós-
endur ábrott.
Jónas Kristjánsson
Reynt að búa
geðveikum
afbrotamönnum
þolanlega vist
Að undanförnu hefur mikið verið
rætt og ritað um fangamál og fulln-
ustu refsidóma. Á Alþingi i fyrra og
þingi því, er nú situr, hafa margar til-
lögur komið fram um þessi mál og
fyrirspurnir. Tillögur þessar hafa
yfirleitt verið ræddar málefnalega og
fyrirspurnum svarað eftir beztu getu,
bæði á þingi og í fjölmiðlum, enda
hæfir ekki annað umræðu um svo
vandmeðfarin og viðkvæm mál.
Sérstaklega hefur verið rætt um mál-
efni geðsjúkra brotamanna. Þeir,
sem fylgzt hafa með þessari umræðu
frá öndverðu, ættu því ekki að þurfa
að velkjast í vafa um afstöðu dóms-
málaráðuneytis, þegar um er að ræða
fullnustu dóma og framkvæmd refsi-
löggjafar að þessu leyti.
Enginn
áfellisdómur
Sl. þriðjudag svaraði ég fyrirspurn
frá alþingismönnunum Árna
Gunnarssyni og Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um vistun ósakhæfra afbrota-
manna. Þar lét ég nokkur ónákvæm
og villandi ummæli falla í erli dags-
ins, sem Dagblaðið og Vísir hefur
skilið svo, að ég væri þar með að
kveða upp áfellisdóm yfir blaða-
manninum fr. Franziscu Gunnars-
dóttur og hlaupa frá skriflegum
svörum, sem ég hafði áður sent henni
við ákveðnum spurningum hennar.
Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi. Ég á
ekkert sökótt við umr'æddan blaða-
mann. Hún hefur komið fram af
fyllstu kurteisi í okkar samskiptum.
Og að sjálfsögðu ber að standa við
það, sem sagt er og skrifað. Þau
skrif, sem ég hafði í huga, þegar
áðurnefnd ummæli féllu, komu fram
í viðtali við heilbrigðisráðherra,
Svavar Gestsson, í Dagblaðinu 25.
jan. sl., en það viðtal er undirritað
stöfunum F.G. — Ég ætlaði að gera
athugasemd við þetta á sínum tíma,
en það fórst fyrir. Umrædd tilvitnun
varðar geðsjúka afbrotamenn og er
svohljóðandi:
„Þessi mál hafa velkzt áratugum
saman í stjórnkerfinu. Ástæðurnar
eru m.a. þær að annars vegar hafa
lögregluyfirvöld viljað hafa yfirráð
þessara manna í sinum höndum þar
sem hér váeri um afbrotamenn að
ræða sem ættu að afplána refsivist.
Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld
viljað líta svo á að þessir einstakling-
ar væru sjúklingar og bæri að með-
höndla þá sem slíka þannig að
læknar úrskurðuðu um það hvort
viðkomandi einstaklingur ætti að út-
skrifast af stofnun eða ekki.” —
Síðan er enn hert á þessu og sagt, að
annars vegar hafi heilbrigðisyfir-
völd viljað hafa þessi mál í sínum
höndum, en hins vegar hafi dóms-
völd ekki viljað sleppa þeim.
Ég sé ekki betur en þessi skrif géfi
alranga og öfuga mynd af því, sem ég
hef verið að reyna að útskýra hvað
eftir annað. Hitt er svo annað mál,
að það væri mikið verk, ef leiðrétta
ætti og elta ólar við hvað eina, sem
kemur á prenti og ég ákæri engan af
þessu tilefni. Sérstaklega vil ég taka
fram, að samstarf við heilbrigðisráð-
herra hefur verið ágætt að þessum
málum. Það yrði allt of langt mál að
ræða þessi efni ítarlega á þessum
vettvangi, þvi að af þeim er löng saga
á iiðnum árum. Ég hygg þó, að satt
sé, að hingað til hafi engum dóms-
málaráðherra tekizt að vista geðsjúka
afbrotamenn á geðsjúkrahúsum hér-
lendis, jafnvel þótt hann hafi sam-
tímis verið heilbrigðisráðherra.
Þessi afstaða er alkunn og skal
ég ekki leggja dóm á þau rök,
sem fyrir henni eru færð. En hún
hefur gert það að verkum, að vist-
un geðsjúkra brotamanna hef-'
ur alfarið verið á vegum dóms-
málayfirvalda. Reynt hefur ver-
ið að halda á þessum málum af
nærfærni eftir fremstu föngum, oft
við hinar erfiðustu aðstæður og búa
þessum mönnum þolanlega vist,
ýmist hérlendis eða erlendis. Þetta
verkefni hefur verið afar örðugt, en
þó viðráðanlegra, þar sem hér er
kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón-
ustu, sem á hverjum tíma eru tök á að
veita til verndar andlegri, likamlegri
og félagslegri heilbrigði. — í þessari
stefnuyfirlýsingu er enginn lands-
maður undanskilinn. En hér á landi
eru engar sérstofnanir fyrir geðsjúka
afbrotamenn. Hvað er þá til ráða og
hvað hefur verið gert?
Á sl. vori svaraði ég fyrirspurn á
Alþingi um vistun geðsjúkra fanga á
þessa leið:
„Hér er um að ræða óleyst vanda-
„Einnig þyrfti að vera aðstaða til þess að vista á slikri stofnun þá sem úrskurðaðir
eru til að sæta geðrannsókn vegna brota og möguleiki á að vista þar hættulega
geðsjúklinga sem hin almennu geðsjúkrahús ciga i erfiðleikum með að vista.”
„Eitt og annað mætti nefna, sem horfir
til bóta, svo sem stóraukna læknis-
þjónustu viö vistrnenn í vinnuhælinu aö Litla-
Hrauni og aðstöðu, sem þar er veitt til náms
og rnennta, einkum í sambandi við Fjölbrauta-
skólann á Selfossi,” segir Friðjón Þórðarson
m.a. í grein sinni þar sem hann fjallar um
vistun á geðsjúkum föngum.
aðeins um fáa menn að ræða. Þegar
hin nýja viðbygging við vinnuhælið á
Litla-Hrauni var fullbúin vorið 1981,
batnaði aðstaðan þar til muna til
vistunar manna, sem ekki samlagast
öðrum föngum.
Komið verði upp
sérstakri stofnun
í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu
segir, að allir landsmenn skuli eiga
mál og segja má í stuttu máli að ráðu-
neytið telji þá lausn æskilegasta að
komið verði upp sérstakri stofnun
fyrir geðsjúka fanga í nálægð við
sjúkrastofnun og í samvinnu við heil-
brigðisyfirvöld þannig að slíkri stofn-
un verði þjónað bæði af fangelsis-
yfirvöldum og heilbrigðisyfirvöldum.
Einnig þyrfti að vera aðstaða til þess
að vista á slíkri stofnun þá sem eru
úrskurðaðir til að sæta geðrannsókn