Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982. 5 Milligöngumaður milli vamariiðsins og stjómvalda — rætt við Hermann Sigurðsson fulltrúa Landhelgisgæzlunnar hjá varnarliðinu Hermann Sigurðsson stýrímaður og fulltrái LandMgisgæzlunnar hjá varnarliðinu. Nykomið! Sœnsku speglasettin HÚSGAGNA- VERSLUNIN SÍÐUMÚLA 4 SÍMI31900 Trimm- gallar Stærð 2—4—S—M kr. 121 Staarð 10-12-14 kr. 138 Vcrzlunin VAL Strandgötu 34 Hafnarfirði Simi 52070 Sendum í póstkröfu. HREINLÆTISTÆKI Sænsk gæðavara á góðu vcrði. 10 litir — scndum um land allt. Grciðsluskilmálar 20% út — cftirst. 6 mán. í skýrslu Ólafs Jóhannessonar utan- ríkisráðherra til Alþingis segir, að það nýmæli hafi orðið á síðasta ári að sér- stakur fulltrúi frá Landhelgisgæzlunni hóf störf hjá varnarliðinu. Fulltrúa- staða þessi er samkvæmt samkomulagi milli Islands og Bandaríkjanna frá því i október 1974, þar sem segir að báðar ríkisstjórnirnar muni athuga leiðir til að efla samvinnuna milli varnarliðsins annars vegar og Landhelgisgæzlunnar, Almannavarna og Flugmálastjórnar hins vegar. Hermann Sigurðsson stýrimaður og þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæzl- unni hefur gengt þessu fulltrúastarfi frá því í desember sl. er fyrst var skipað í það. DV leitaði til hans og spurðist fyrir um í hverju starf hans væri fólgið. „Samkvæmt verklýsingu sem gerð var fyrir þetta starf er mér ætlað að vera milligöngumaður um gagnkvæm- ar upplýsingar milli varnarliðsins og Landhelgisgæzlunnar. í því felst m.a. aðstoð við sameiginleg björgunarstörf, milliganga milli islenzkra stjórnvalda og hersins og aðstoða við samhæfingu á sviði almannavarna og milligöngu op'ö fd*&* á& 181,8 Mair Ob ygginga vörur hf. Re ykja vtkurveg 64. Hafnarfírði, sími53140. milli varnarliðsins og íslenzkra aðila á því sviði. Einnig er ætlazt til að ég sjái um að upplýsingar berist milli varnar- liðsins og Landhelgisgæzlunnar um ferðir erlenda skipa við landið. Annars er lítil reynsla komin á þetta starf. Ég hef aðeins komið suður á Keflavíkurflugvöll nokkra daga í mán- uði, en sinni annars margháttuðum störfum á stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar hér í Reykjavík. Ég vinn með starfsmönnum á skrif- stofu yfirmanns varnarliðsins og þeir hafa tekið mér mjög vel. Ég held að þeir séu ekki á móti því að fá íslendinga meira inn í myndina.” — Fylgistu í gegnum starf þitt að einhverju leyti með varnarbúnaði á Keflavíkurflugvelli og hvernig hann er starfræktur? „Þetta er að vísu trúnaðarstarf,en ég fæ engar upplýsingar um bandarísk trúnaðarmál. Það er heldur ei gert ráð fyrir því að ég skipti mér af hefðbund- inni starfsemi hersins. Ég vildi að vísu sinna þessum þætti meir og fylgjast ineð á því sviði, en þetta er aðeins aukastarf sem ekki gefur tilefni til þess. Auk þess er það eiginlega hlutverk öryggismálanefndar og varnarmála- deildar að sinna þessu. Ég veit ekki hvað mikinn þátt Íslend- ingar vilja taka í eigin vörnum eða hver hlutdeild okkar verður í þeim í framtíð- inni. En mér fyndist ekki óeðlilegt að Landhelgisgæzlan sinnti þeim þætti meir og fylgdist betur með á því sviði. Þar á ég við að vitað væri hvað gæti gerzt hér við land á stríðstímum og hvað væri hægt að gera. Þetta er nú á verksviði Almannavarna og ef til vill að einhverju leyti líka öryggismálanefnd- ar.” — Hvaða undirbúning hefur þú und- ir þetta starf? „Ég hef starfað hjá Landhelgisgæzl- unni frá árinu 1965, lengst af sem stýri- maður og þyrluflugmaður. En árið 1980 var ég sendur á skóla bandaríska sjóhersins, US Navy War College á Rhode Island og var þar í sex mánuði. Námið var einkum fólgið í herstjórnun og stjórnun á starfsliði sjóliðsforingja. Einnig var kennt nokkuð um herfræði. Nú er annar starfsmaður Landhelgis- gæzlunnar kominn á þennan skóla.” Hermann sagði að lokum að starf fulltrúans væri að mestu ómótað og það myndi koma í Ijós hvernig það myndi þróast, — hvort herfræðilegi þátturinn myndi aukast eða hvort hlut- verkið yrði að leysa einstök samskipta- vandamál sem upp kæmu. ÓEF Selfoss: FJÖLBREYTT STARF MED ÖLDRUÐUM Undanfarin fjögur ár hefur starf Styrktarfélags aldraðra á Selfossi sífellt færzt í aukana, eða allt frá stofnun félagsins, og er nú orðið mjög fjölbreytt og gott. Njóta aldr- aðir Selfossbúar þess í ríkum mæli bæði vetur og sumar. Fastur liður i starfsemi félagsins er opið hús í Tryggvaskála hvern fimmtudag yfir vetrarmánuðina. Þar stjórnar Inga Bjarnadóttir spila- mennsku, söng og dansi frá klukkan eitt til fimm. En á sumrin er farið í ferðalög bæði utanlands og innan. í fyrrasumar var farið í 12 daga ferð um Austfirðina og kostaði fyrir manninn 1.500 krónur. Lofuðu eldri bæjarbúar góðar móttökur og mikla rausn Austfirðinga, en fæstir höfðu komið austur áður. Þá hélt Styrktarfélagið síðasta þorrablót vetrarins hér á Selfossi og bauð öldruðum bæjarbúum þangað. Þetta var 27. febrúar. Formaður félagsins, Einar Sigurjónsson, setti samkomuna, sem fór mjög vel fram, enda allir í sólskinsskapi yfir góðum og ómenguðum þorramatnum. Skemmtiatriði voru fjölbreytt. Árni Valsson söng mjög skemmtilegar gamanvísur, kór Gagnfræðaskólans söng og var klappaður upp. Þorlákur Jónsson flutti minni þorra og kvenna og var góður rómur gerður að máli hans. Lesin var ferðasaga eftir Jóhann Guðmundsson, 73 ára gamlan, um ferð aldraðra út í hinn stóra heim, og það gerði Inga Bjarnadóttir mjög skörulega. Svo var almennur söngur undir stjórn hins áhrifamikla manns, Hafsteins Þorvaldssonar, en undir- leik annaðist Regína Guðmundsdótt- ir. Aldraðir Selfossbúar, sem komizt hafa upp á lag með að njóta þess sem Styrktarfélagið býður þeim, eru ákaf- lega þakklátir því góða fólki, sem að starfinu stendur. Er það til fyrir- myndar hve mikið og margt er gert hér á Sefossi í málefnum bæði gam- alla og ungra. Regina. FERMINGARGJÖFIIM Ódýra skáktölvan kr. 1.796,,- • 8 kunnáttustig • Innan við 1 mínútu að hugsa • Ódýrust á markaðnum • Gott kennslu- og æfingatæki • íslcnzkur leiðarvísir • Fæst í hclztu bóka- og frímerkjavcrzlunum landsins HEILDSÖLUBIRGÐIR FESTI FRAKKASTÍG 13 SÍMAR 10590 10550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.