Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Götuvlgi Palestfnumanna á vesturbakkanum en þar er barizt af aukinni hörku.
Aukin harka á
vesturbakkanum
Harðsnúnar ísraelskar bardagasveit-
ir hafa verið sendar til þess að halda
uppi eftirliti á hernámssvæðunum á
vesturbakka árinnar Jordan og i Gaza
en þar hefur ríkt mikil ólga að undan-
förnu.
ísrealskur hermaður var drepinn þar
í gær í fyrirsát. En Palestínuarabar á
þessum slóðum eru æfir vegna þess að
tveim borgarstjórum þeirra var vikið
frá störfum í gær af hernámsyfirvöld-
um.
Brynvagnar og hermenn með mund-
aðar byssur eru á ferli um götur helztu
bæja þessara landsvæða. Var þeim
fjölgað eftir fyrirsátina í gær þar sem
handsprengju var varpað að herbíl
skammt frá Gaza-bæ. Einn liðþjálfi
fórst í sprengingunni en þrír arabar
særðust í annarri sprengingu er þeir
óku bifreið á eftir hermönnunum.
Sjö arabar hafa látið lífið í árekstr-
um sem orðið hafa þarna síðustu vik-
uná eftir að borgarstjórn bæjarins El
Bireh var vikið frá. Fimm voru skotnir
af ísraelsmönnum.
El Salvador:
SKÆRUUÐAR
TAKA SKIL-
RÍKIN AF
VEGFARENDUM
Skæruhernaður vinstrisinna í El
Salvador, sem ráðnir eru í því að spilla
fyrir kosningunum þar um helgina
hefur nú færzt inn í höfuðborgina. Þar
var í gær ráðizt á aðalskrifstofur raf-
magnsveimanna og ýmsa almennings-
vagna.
Raunar höfðu skæruliðar ráðizt á
rafmagnsveiturnar í fyrrinótt en í gær-
kvöldi var vélbyssuskothriðin lálin
dynja á húsbyggingunni í annað sinn.
— Engan sakaði þó og skæruliðarnir
komust undan.
Fyrr í gær voru fjórir tómir strætis-
vagnar og einn vörubíll sprengdir i loft
upp með dínamiti. Er það liður í sér-
stökum aðgerðum skæruliða til þess að
hleypa kosningunum upp, ef svo mætti
segja. Vinstrisinnar segja að kosning-
arnar séu ekkert annað en sjónarspil en
enginn vinstri maður er þar i framboði.
Frétzt hefur af bardögum skæruliða
og stjórnarhermanna i borginni
Usulutan í austurhluta landsins en mis-
jafnar sögur fara af því hvorum vegni
betur. Segjast skæruliðar hafa aðliggj-
andi vegi á valdi sínu en stjórnar-
hermenn segja að skæruliðar hafi
aðeins eitt þorp í Morazan-héraði á
valdi sinu.
Lögreglan segir að skæruliðar séu á
kreiki í úthverfum höfuðborgarinnar
og stöðvi vegfarendur til þess að lúrða
af þeim og eyðileggja persónuskilrikin.
Skilríkjanna þurfa menn með við kosn-
ingarnar á sunnudaginn.
Mikill öryggisviðbúnaður er vegna
kosninganna og hefur herinn kvatl til
höfuðborgarinnar úrvalssveitir sinar til
þess að auka eftirlitið.
Bilun ífjar-
skiptum
skutlunnar
Fjarskiptasambandið við geimskutl-
una Kóluntbíu hefur nú farið úr skorð-
um vegna bilunar i öðrum tveggja
senda sem um borð í henni eru.
Kvíða ntenn þvi, ef bilunin ágerist, að
stytta verði geimflug skutlunnar sem
upphaflega var ætlað sjö daga langt.
Annar sendirinn, sent samræður
geimfaranna við stjórnstöðina i
Houston fara unt, bilaði i gær og Itefur
satnbandið við þá verið lélegl síðan.