Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982. Grænlenddr verzlunar- skólanemar í kynnisför Þrir af kennurunum sem fóru með hópnum. Frá vínstri Karl Emil Jensen, reter Raahej og Niels Shouby. DB-mynd: Einar Ólason. „Þetta hefur verið stórkostleg ferð. „Móttökurnar hafa alls staðar verið Við erum mjög ánægðir með hana,” frábærar. Hvarvetna sem við höfum sagði Peter Raahoj. komið hefur verið tekið vel á móti Þessa skemmtilegu mynd tók Einar Olason af grænlenzku verzlunarskólanemendunum ft hringstiganum ft Loftleiðahótelinu skömmu fyrir brottför þeirra j síðastliðinn miðvikudag. okkur og okkur boðið í kaffi og kökur,” sagði Niels Shouby. Þeir tveir eru kennarar við Verzlunarskólann í Nuuk i Grænlandi. Þeir skipulögðu kynnisferð þrjátíu nemenda skólans hingað til lands í þeim tilgangi aðallega að kynnast fisk- vinnslunni. Vinna nemendur verkefni, um aukna nýtingu sjávarafla, í tengsl- um við förina. Fjórir kennarar fóru með nemendunum, sem eru á aldrinum 17 til 25 ára. Hópurinn dvaldi hér á landi í vikutima, kom 17. marz en fór aftur til Grænlands síðastliðinn miðvikudag. Hópurinn skoðaði fiskiðjuver í Reykjavík, Grindavík og á Akranesi. Ennfremur var veiðarfæragerð skoðuð, farið i heimsókn í álverið i Straumsvík, Sementsverksmiðjuna, Járnblendisverksmiðjuna, Garðyrkju- skólann á Revkjum i ölfusi og auðvitað voru Gullfoss og Geysir skoðaðir. Þá heimsótti hópurinn stórt innflutningsfyrirtæki, fataframleið- endur, Bændaskólánn á Hvanneyri, einnig nokkur söfn og síðast en skki sízt var farið í Óperuna. . Það verður því ekki sagt um Græn- lendingana að þeir hafi ekki fengið góða innsýn í íslenzkt atvinnu- og menningarlíf. Enda voru forráðamenn hópsins sannfærðir um að héðan færu nemendurnir reynslunni ríkari. Það er lika tilgangurinn. Er vonazt til að reynsla nemendanna skili sér út í þjóðfélagið grænlenzka er þeir fara að taka til starfa. -KMU. Deilum um sér- leyfin lokið Náðst hefur samkomulag í deil- unni um úthlutun sérleyfa á Austur- landi. Austurleiðir hf. og Sérleyftsbif- reiðir Akureyrar sf., sem upphaflega sóttu um sérleyfl á leiðunum Horna- fjörður-Seyðisfjörður annars vegar og Akureyri-Seyðisfjörður hins veg- ar, hafa fallizt á þá breytingu, að endastöð á Austurlandi verði Egils- staðir. Ennfremur hafa fyrirtækin boðizt til að veita sérleyfishöfum í fjórðungnum aðstoð við skipulagningu og auglýsingu ferða innan hans. Þá var samið um að ferðir milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu skipulagðar með tengingu við komu- og brottfarartíma bifreiða fyrr- nefndra fyrirtækja þangað. Undir samkomulagið rituðu fulltrúi sérleyfishafa á Austurlandi, Sveinn Sigurbjarnarson, Óskar Sigurjónsson, f.h. Austurleiða hf., og Gísli Jónsson af hálfu Sérleyfisbif- reiða Akureyrar sf. -JB. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Kvennaframboðiðstefniráfjóra kjöma Kvennaframboðið hefur séð dagsins Ijós og sumt í því gleður hjörtu okkar karlrembusvína, sem teljum að sigur kvenna sé þegar í höfn með framboðum flokkanna, þar sem konur skipa efstu sætin vel til jafns við karla. Þar verður barna- heimilum og dagvistunarstofum og öðrum legmálum ekki gleymt og þess vegna að bera í bakkafullan lækinn að vera að fara í kvenna- framboð með stefnumið fram- bjóðenda flokkanna. En þótt líf- færaframboð af þessu tagi eigi erfitt uppdráttar skal samt hafa í huga að flokkarnir eru orðnir skíthræddir við konur og áhrif þeirra í kjörklefanum, enda hefur aldrei borið eins mikið á konum i framboðum flokkanna og nú, þegar þær loksins vakna með sérframboð. Karlrembusvin eins og Svarthöfði á auðvitað ekki að vera að blanda sér í þá liffærapólitík, sem borgar- stjórnarkosningarnar eru að verða. Sumir frambjóðenda eru nýbúnir að fæða börn, aðrir ganga óléttir til leiksins. Þetta eru staðreyndir, sem náttúran sjálf vill ekki gefa eftir, hvað sem liður uppvaskinu og því þrautleiðinlega heimilisstússi við börn og karl, sem velflestar konur eru bundnar við. Væri satt að segja óskandi að konum yrði vel ágengt á pólitiska sviðinu, jafnvel þótt það yrði ekki til annars en læða þeirri hugsun inn hjá einstaka karlrembu- svíni, að heppilegt væri að hann þvæi upp og skeindi eitthvað af börnum fyrir borgarfulltrúann. Blaðið Kvennaframboðið er svolítið viðvaningslegt. Það hefur fengið fyrirsagnaletur Þjóðviljans lánað og eitthvað af þeim málflutningi sem þar er stundaður. Grein er um nauðgun og grein er um kvensemi, þessi tvö iþyngjandi um- hugsunarefni, sem fróðlegt verður að ræða á borgarstjórnarfundum. Þft er síða með myndum af fram- bjóðendum, og má ráða af listanum, að konur ætla sér að fá fjórar kjörnar i borgarstjórn. Það er nefnilega Þórhildur Þorleifsdóttir, sem er aðalnúmerið, en hún er höfð i fjórða sæti. Svarthöfða hefði fundizt nær sanni að hafa hana i öðru sæti, en Þórhildur á erindi i borgarstjórn sem skynsöm og ekki ýkja kredduföst manneskja. Það er satt að segja undravert hvað þær konur eru komnar langt með skipulegt framboð og blaðaút- gáfu. Allt geta þær ef þær vilja, og hefur ekki þurft að segja Svarthöfða það síðan hann komst til vits og ára. Manni leiðist aðeins að baráttan skuli ganga út yfir einfalda en sérlega hluti sem tengjast konunni meira en kari- manninum. Mætti i framhaldi af þvi hugsa sér að karlmenn færu að búa til sérframboð, þar sem rikið kostaði laxveiðar og rekstur sportbíla og gæfi brennivin á föstudögum niðri á Hallærisplani. En fyrst konum finnst sér stórlega misboðið, og fyrst þær vilja vera sér til að prófa þrótt sinn og áhrif, þá er alveg sjálfsagt að veita þeim brautar- gengi. Þær eiga nú annað eins inni hjá þjóðfélaginu — þessar mæður kynslóðanna — þessar ekkjur sem hafa misst menn sína fyrir aldur fram vegna þrælkunar og taugastríðs á vinnustöðum, ef þeir hafa þá ekki farist af slysum. Vandamál fylgja því að vera í framboði og gefa út blað. Þá þarf nú aldeilis að reka tryppin af klókind- um. Fyrsta blaðið bendir ekki til þess að breytt hafi verið til stórlegra muna frá rauðsokkasiðu sáluga Þjóðviljans. En allt stendur þetta til bóta. Auðvitað þarf að beina máli sinu til kvenna og ræða hugðarefni þeirra, en sérmálin verða vist alltaf heldur fátæklegt kosningaefni. Þjóðmálin sem slík', og þá auðvitað borgarmálin, hafa ætið snert konur. Hitaveitugjöld og simtaxtar koma við konur eins og karlmenn. Gatnagerð og borgarskipulag einnig. Það má t.d. ekki varpa þessum sameiginlegu málum á dyr fyrir nauðgunum eða kvensemi. Þess vegna eiga konur að berjast á öllum vigstöðvum og tala um öll mál. Sérhæfnin er ekki trúverðug og færir frambjóðendum litla kosningasigra inn i eldhúsin. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.