Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982.
SPRON efnir til samkeppni:
„Viljum hvetja til
fallegrar hönnunar”
„Við viljum með þessu minnast
frumkvæðis þeirra sem stofnuðu Spari-
sjóð Reykjavíkur og nágrennis en þeir
höfðu flestir iðnað að aðalatvinnu,”
sögðu forráðamenn SPRON á fundi
nýverið þar sem kynnt var samkeppni
um iðnhönnun sem efnt er til nú á 50
ára afmæli stofnunarinnar.
Samkeppni þessi nær til allra
iðnaðarvara. Skilyrði eru að um nýjung
i framleiðslu sé að ræða, að varan sé
framleiðsluhæf og framleidd á starfs-
svæði SPRON og að hún uppfylli
kröfur um fagurfræðilegt útlit og nota-
Framhaldsaðalfundur Sóknar sam-
þykkti einróma á þriðjudaginn að veita
stjórn félagsins heimild til verkfalls-
boðunar til þess að ýta á eftir að nýir
kjarasamningar verði gerðir.
Á framhaldsaðalfundinum var
Fullsterkt var til orða tekið i frétt í
blaðinu í gær þar sem ummæli voru
höfð eftir Baldvin Tryggvasyni spari-
sjóðsstjóra varðandi aukna bindi-
skyldu í Seðlabanka. Baldvin hefur
óskað eftir að taka fram að hann hafi
gildi. Um þetta mun sérstök dómnefnd
fjalla, skipuð þeim Hjalta Geir
Kristjánssyni og Þráni Þorvaldssyni og
dönskum hönnuði, Jakob Jensen, en sá
er meðal annars þekktur fyrir hönnun
sína hjá Bang og Olufsen.
Þrenn verðlaun verða veitt: 50 þús-
und krónur, 25 þúsund krónur og 10
þúsund krónur og ennfremur mun
Sparisjóðurinn gefa verðlaunahöfum
kost á fjárhagslegri aðstoð, svo framar-
lega sem náðst hafi samvinna við ein-
hvern framleiðanda um framleiðsluna.
„Við erum sannfærðir um að góð
einnig samþykkt áskorun til mið-
stjórnar Alþýðusambands íslands um
að beita sér fyrir gagngerri könnun á
þróun verðlags hér á landi frá því að
myntbreytingin tók gildi um áramótin
1980-81. -JH
ekki fullyrt að allt fjármagn, sem
þannig færi inn í Seðlabanka, færi
síðan bakdyramegin i ýmsa fjársvelta
sjóði. „Mig grunar hins vegar að ein-
hver hluti fari þarna út bakdyrameg-
in,” sagði Baldvin.
hönnun, og fallegt útlit skiptir fólk nú
orðið meira máli en áður og vonum að
þetta framlag okkar verði hvatning til
slíkrar þróunar á íslenzkum iðnvarn-
ingi,” sagði Baldvin Tryggvason spari-
sjóðsstjóri.
Þeim sem áhuga hafa gefst frestur til
15. október að skila hugmyndum
sínum, í formi teikninga eða módels, en
allar nánari upplýsingar eru að sjálf-
sögðu veittar i SPRON.
-JB
Helga Barðason
Leikklúbburinn Saga á Akureyri
frumsýnir nk. laugardagskvöld, kl.
20.30, 1 félagsmiðstöðinni Dynheimum
nýtt íslenzkt leikrit, ,,Önnu Lísuv, sem
er öðrum þræði gamanleikrit. Höf-
undur er Helgi Már Barðason, leik-
stjóri Þröstur Guðbjartsson og söngva
sömdu Jóhanna Birgisdóttir og Helgi
Már. Með helztu hlutverk fara Sóley
Guðmundsdóttir, Adolf Erlingsson,
Guðbjörg Guðmundsdóttir og
Sigurður Ólason. Sýningar i Dynheim-
um verða fjórar en síðan leggur
klúbburinn upp í leikför um Norður-
land. í ágúst er áformuð leikför til
Reykjavíkur og Danmerkur. -gb.
Laxness leiðréttur
Forsvarsmenn Kvennaframboðsins
í Reykjavík hafa óskað eftir því að
eftirfarandi birtist í blaðinu:
„Vegna ummæla, sem höfð eru
eftir Halldóri Laxness í viðtali við
Helgarbiað DV þ. 17. apríl þess efnis
að „eintómar konur” megi vera í
samtökunum um Kvennaframboð,
viljum við koma þessu á framfæri:
Það er ekki rétt tekið eftir hjá
Halldóri að Samtök um kvennafram-
boð séu ætluð konum eingöngu.
Nokkrir karlmenn eru þar skráðir
meðlimir, enda er það í fullu sam-
ræmi við lög og stefnu samtakanna.
Karlmeðlimir samtaka um kvenna-
framboð hlíta þar raunar svipuðum
kostum og konur hafa gert til þessa í
öðrum stjórnmáiaflokkum. Þó
aðeins konur hafi staðið að
hugmyndafræði og stefnuskrá
Kvennaframboðsins, er hverjum
þeim, sem styður þá stefnu og sam-
mælist hugmyndafræðinni, velkomið
að ganga í samtökin, hvort sem sá er
karl eða kona. Með þökk fyrir birt-
inguna.”
Sókn með verkfallsheimild
Fullsterkt til orða tekið
Opið í dag, /augardag, frá ki 10—16.
HÚSGAGNASÝNING
á morgun, sunnudag, frá kL 14—16.
m
z
Zi
105 Nr 106 Svingbar
B. 85 H. 73. D. 38 cm. B. 83. H. 75. D. 38 cm. B 85. H. 75. D08 cm.
z— —
i // / / -
/ ' / 7= / — /
» 47. H. 34.5. D. 38 cm.
Mr. 113. Romdetef m/gUMdar Hr. 117. Romdelcr reol
B. 85. H. 75. D. 38 cm. B. 85. H. 75. D. 38 ori. B 85 H 73 D. 38 cm
16 Romdekr mðredar f'i1 u®5í
Hr.lll.Bue. Mr. 114 HUmereol
B. 38. H. 75. D. 38 cm. B. 38. H. fs. D. M cr
z
2'
z:
Senator
raðsamstæðan
Oteljandi
möguleikar
Mahogany og
beyki
„lkW við - ÞaJsig! GÁ-húsgögn
K'K borQa Skeifunni 8 • Sími 3-95-95
Hópurínn sem kynnti Ísland fyrír ferðaskrifstofustarfsfólki á Noróuriöndum:
Frá hægri Skúli Þorvaldsson, Samandi veitinga- og gistihúsa, Halldór
Bjarnason, Félagi isl. ferðaskrifstofa, Birgir Þorgilsson, Ferðamálaráði, Knut
Berg, Flugleiðum — Stokkhólmi, og Simon Pálsson, Flugleiðum, Reykjavík.
D M-mynd Einar Ólason.
íslenzkir ferðaþjónustumenn á faraldsfæti:
Vel heppnuð herferð
um Norðurlöndin
„Vigdís forseti hafði ferðazt um
Norðurlönd og vakið óhemju athygli.
Við sáum okkur leik á borði að fljóta á
þeirri „athyglisöldu” sem heintsókn
hennar vakti til að kynna ísland sem
ferðamannaland,” sagði Birgir Þorgils-
son markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði, i
samtali við DV. Hann og fulltrúar
nokkurra annarra samtaka, sem starfa
að þjónustu viðerlenda ferðamenn, eru
nýkomnir heim eftir velheppnað
kynningarferðalag um Svíþjóð, Finn-
land og Noreg. Voru haldin íslands-
kvöld í ýmsum borgum, svo sem
Helsinki, Stokkhólmi Málmey, Gauta-
borg og Osló, þangað sem boðið var
sölufólki á ferðaskrifstofum þar ytra,
svo og blaðamönnum. í Osló var enn-
fremur haldin sýning fyrir almenning
um ísland sem ferðamannaland. Stóð
hún í fimm daga frá 16.—20. apríl, og
gestir urðu um 50 þúsund.
„Við fórum með eins konar Litla-
ísland með okkur,” sagði Birgir.
„Mikið af myndum, mat og ullar-
vörum sem við brunuðum með i stórum
bíl milli borga. Undirtektir voru mjög
jákvæðar og a.m.k. tvö sænsk blöð
hafa þegar sent hingað blaðamenn til
að skoða landið með augum tilvonandi
ferðalanga.”
Það var sérlega ánægjulegt við
þessar íslandskynningar að nú náðu
ýmsir aðilar samstöðu sem ekki hefur
verið fyrir hendi fyrr. Þarna unnu
saman Samband veitinga- og gistihúsa,
Félag íslenzkra ferðaskrifstofa, Ferða-
skrifstofa ríkisins, Flugleiðir og Ferða-
málaráð. Virtust þeir allir saman hæst-
ánægðir, og bjartsýnir á að árangurinn
komi í ljós að ári liðnu, ef ekki fyrr.
„Nú langar okkur geysimikið að halda
áfram með slíkar kynningar til Norður-
Þýzkalands, Sviss, Beneluxlanda og
seinna Frakklands og Englands,” sagði
Birgir Þorgilsson. Hann mun hafa átt
hugmyndina að þessari landkynningar-
herferð, en undirbúningur ytra hvíldi
mjög á herðum Knuts Berg, fram-
kvæmdastjóra Flugleiða í Svíþjóð og
Finnlandi.
' Auk þess tóku í þessu virkan þátt
þeir Skúli Þorvaldsson hótelstjóri,
Halldór Bjarnason, ferðaskrifstofu
Úlfars Jacobsen, Símon Pálsson,
Flugleiðum, og Kjartan Lárusson,
Ferðaskrifstofu ríkisins.
Grindavíkurdeilan:
Málið enn í athugun
,,Ég geri ráð fyrir að það þurfi að
koma sérfræðingur frá Bandaríkjunum
til að athuga hve langt hægt er að draga
girðinguna til baka,” sagði Helgi
Ágústsson, deildarstjóri varnarmála-
deildar í gær, er DV spurðist fyrir um
stöðu mála i deilu Grindvíkinga og
varnarliðsins vegna girðingar sem fyrir-
hugað er að reisa umhverfis loftnet
varnarliðsins við bæinn.
„Þessi mál eru enn í athugun hjá
varnarliðinu þvi það eru ákveðin vand-
kvæði þvi samfara að færa girðinguna
mjög nálægt loftnetunum. En vinnan
við girðinguna mun liggja niðri á
meðan verið er að athuga málið,”
sagði Helgi.
ÓEF
Það Ijómaði gleði og eftirvænting af hverju andliti þegar „litiu
olympiuleikarnir" — Andrósar andar-leikarnir hófust á Akureyri á
miðvikudag með setningu. Á fimmta hundrað þátttakendur og fjölmargir
aðstandendur þeirra gengu i skrúðgöngu niður Þingvallastrætið að kirkjunni
með lúðrasveit og fánabera i broddi fy/kingar. Þá tók Guðmundur Svansson
þessa mynd. Keppt verður á leikunum i dag en þeim lýkur á morgun,
sunnudag. -hsim.
Bandalag ísl. listamanna:
Afmæliskveðja til
Halldórs Laxness
Bandalag íslenskra listamanna er
fjölraddaður kór. Þar er enginn stjórn-
andinn, og þar syngur hver með sínu
nefi, oftast ósamtaka. Sjaldgæft er, að
kveðið sé upp úr með einsöng, og sjald-
gæfara, að aðrir kórfélagar beri eyrun
eftirþví.
Þó gerist það stundum ósjálfrátt.
Þvi að ein röddin er skærust, og á
hana er hlýtt og eftir henni er tekið.
Hún gefur og hinum röddunum þann
ljóma, er þær skortir einar sér. Hún
finnur tóninn, sem aðrar raddir rata
ekki á. Það er þín rödd, Halldór, og við
óskum þér heilla af öllum nótum, ein-
róma, aldrei þessu vant. stjórn B.Í.L.