Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982.
3
Lögreglumenn
óánægðir:
Undirbúa
aðgerðir í
launa-
málum
„Við höfum ekkiákveðið hvers konar
þrýstingi við munum beita til að fá leið-
réttingu á launum okkar en margs kon-
ar aðgerðir koma til greina,” sagði
Hrafn Marinósson hjá Landssambandi
lögreglumanna en LL býr sig nú undir
komandi samninga.
„Stjórn LL hefur hingað til talið að
lögreglumenn verði að vera til eftir-
breytni m.a. með því að virða lög og
rétt og eigi því ekki að þurfa að beita
hótunum eða óeðlilegum þvingunum til
þess að fá leiðréttingar á launum sín-
um. Síðan 1974 er lögreglumenn urðu
ríkisstarfsmenn hafa þeir dregizt veru-
lega aftur úr þeim stéttum sem þeir
voru samhliða 1974. Ef þessu heldur
fram sem horfir munu lögreglumenn
verða að endurskoða stefnu sína i
launamálum og fylgja fram kröfum
sínum í samræmi við árangur annarra
félaga.”
Stjórn LL hefur samþykkt ályktun
og vekur athygli á síðustu sérkjara-
samningum félaga innan BSRB þar sem
fram kom að stjórnvöld töldu ekki
grundvöll fyrir kauphækkun nema sem
svaraði 0.6—0.7% þótt um 1% hækk-
un hafi náðst við lok samninga. Stjórn-
in bendir einnig á niðurstöðu kjara-
dóms þar sem þeir hópar sem hafa
krafizt hækkana með miklum þrýst-
ingi, m.a. uppsögnum, fá um 6—7%
hækkun eða tvo launaflokka yfir heild-
ina. -gb.
í Landsbókasafninu:
HalldórLaxness
og íslandsklukkan
í tilefni áttræðisafmælis Halldórs
Laxness verður sýning í anddyri Lands-
bókasafns íslands sem ber heitið
Halldór Laxness og íslandsklukkan. Á
sýningunni eru m.a. handrit skáldsins
að verkinu,en þau eru í eigu safnsins,
minnisbækur og ýmis gögn og heimild-
ir sem hugsanlegt er að Halldór hafi
haft til hliðsjónar þegar hann samdi ís-
landsklukkuna. Einnig eru til sýnis
frumútgáfur verksins og blaðaúrklipp-
ur frá útgáfutíma þess. í nýútkomnu
riti eftir Eirik Jónsson sem nefnist
Rætur íslandsklukkunnar er bent á að
Halldór hafi við samningu verksins
m.a. leitað fanga í myndum. Nokkrar
þeirra eru á sýningunni.
Uppsetningu sýningarinnar
önnuðust Ólafur Pálmason.deildar-
stjóri í Þjóðdeild Landsbókasafnsins,
Grímur Helgason, deildarstjóri í hand-
ritadeild, Hilmar Éinarsson, forstöðu-
maður viðgerðarstofu _handrita, og
Kristján Ólason Ijósmyndari safnsins.
Sýningin verður opin næstu vikur á
opnunartíma safnsins, mánud.—
föstud. kl. 9—19 og laugard. kl. 9—12.
-GB
Magnús Ólafsson i hlutverki sinu.
Karlinníkassanum
á sunnudagskvöldið
Hinn geysivinsæli gamanleikur
Garðaleikhússins, Karlinn í kassanum,
verður sýndur í 20. skipti á sunnudags-
kvöldið kl. 20.30 í Tónabæ (gamla
Lídó). Aðsókn hefur veriö fádæma góð
og uppselt sýningu eftir sýningu.
Leikstjóri er Saga Jónsdóttir en með
helztu hlutverk fara Magnús Ólafsson,
Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jóns-
dóttir o. fl.
(D V-ntynd Einar Ólason.J
Tveggja ára vinna eyðilögð:
Ráðizt á bíl og hann
stórskemmdur
Tveggja ára vinna í súginn. Síðastlið-
inn miövikudag kom Jón Gauti Árna-
son, Stapaseli 11, að Ford Bronco-bif-
reið sinni sem hann hefur gert upp síð-
ustu tvö árin, bókstaflega í rústum.
Allar rúður og ljós höfðu verið brotin
og lágu stórir grjóthnullungar inni í bif-
«c
Jón Gauti situr inni i stórskemmdum
bilnum og heldur á einum steinanna
sem notaðir voru vió verkið.
reiðinni. Lakkið er ónýtt, sætin rifin,
speglar snúnir af, mælar eyðilagðir og
þakið dældað af fótasparki. Jón Gauti
metur tjónið á 60 þúsund kr., auk
vinnutapsins, en hann hafði að mestu
leyti notað frítíma sinn síðustu tvö árin
til að gera bifreiðina upp. Á miðviku-
daginn hafði Jón verið að reyna bif-
reiðina skammt frá heimili sínu en fest
hana og brugðið sér frá. Sama dag not-
uðu einhverjir pörupiltar tækifærið og
létu undan eyðileggingarhvöt sinni.
Sást til 10—12 ára drengja sniglast
kringum bifreiðina og er málið komið
til lögreglunnar.
-G.B.
Þið getið valið um
15 gerðir af dýnum hjá okkur
Venus
Rekkjan m/útvarpi og Ijósum
Ramona m/útvarpi
Ný-Rekkjan m/útvarpi
Sœlan m/útvarpi og Ijósum
Verona mJútvarpi og ijósum
Góðir skilmálar, betri svefn.
„Rúm”-bezta verzlun landsins
INGVAR OG GYLFI
GRENSÁSVEGI 3 108 REYKJAVÍK, SIMI. 81144 OG 33530.
___________„ u
Sérverzlun með rúm