Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. Áttræðis- afmæli nóbelskáldsins Dagurinn í gasr rann upp eins og aðrir venjulegir dagar. Hann hófsl með þvi að menn geispuðu, allténd skáldið sem greindi frá því í skemmti- legu sjónvarpsviðtali fyrir tæpri viku að með þeirri athöfn upphæfusl flestirdagar hjásér. Gærdagurinn klæddisl árla hátíðarbúningi og skar sig frá þeim venjulegu þvi frásagnameistarinn á Gljúfrasteini átti áttræðisafmæli. Blaðfréttamaður D\ mætt glöðu fólki á Gljúfra.sleini snemma í gær- morgun er Halldóri Laxness var árnað heilla og færður blómvöndur. Þegar var gesti og gjafir farið að drífa að og hátíðablær ríkti. En hundurinn beið eftir húsbónda sínum og gönguferðinni sem þeir fara dag- lega saman. Síðar um daginn var skáldinu fagnað að Hótel Sögu. í boð sem menntamálaráðuneytið hélt í tilefni áttræðisafmælis Halldórs Laxness komu um fimm hundruð manns. Þar heilsuðust menn, dreyptu á kampavíni og fögnuðu orðsins. galdramanni. Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra sagði í ávarpi, sem hann flutti í afmælishófinu, að sér væri ánægja að gera sér dagamun í hópi gesta og sagnameistara Islands á tuttugustu öld. Á morgun munu svo sveitungar Halldórs halda afmælishóf að Hlégarði í Mosfellssveit og gera sér dagamun. Á merkum tímamótum rithöfundarins Halldórs Laxness fagnar öll íslenzka þjóðin. Lands- menn árna honum heilla, honum sem gefið hefur samtiðinni aukið gildi, en er þó sjálfur hafinn yfir tíma og rúm. -ÞG Mæðgurnar úr Sölku Völku eða leikkonurnar þær Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðrún Gisladóttir ásamt „föður” Sölku. Þorsteinn Gunnarsson leikhússtjóri og Valgerður Dan heilsa heiðurshjónunum. Í baksýn eru Hanna og Matthias Johannessen. í gærmorgun færði Auður Jónsdóttir afa sinum, Halldóri Laxness, glaðning i tilefni dagsins. Ljósmyndari Gunnar V. Andrésson Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og kona hans, Vala Ásgeirsdóttir, heilsa Auði og Halldóri Laxness i afmælisboðinu að Hótel Sögu. Á myndinni sjást i baksýn Ingvár Gíslason menntamálaráðherra og Ólöf Auður Erlingsdóttir kona hans. Hér er það Vigdís forseti sem með orðum sínum kemur frásagnameistaranum til að hlæja. Það er þétt handtakið á rnilli þeirra tveggja, Kristjáns Albcrtssonar og Halldórs. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, rifjar upp gamlar minningar með afmælisbarninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.