Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. 15 Mannlíf fyrir noröan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir noröan — Mannlíf fyrir noröan — Mannlíf fyrir norð. Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norð. aðvera kvenmamts- laus” Frá kútmagakvöldi Ijóna á Akureyrí Þú segir ekki fré þvi hvað Ingimar boróar mikið, sagði Vilhelm Ágústs- son, an fjær situr Pétur Antonsson. Eyþór Tómasson gluggar i pakka, sem hann keypti á uppboðinu og Jón G. Sólnes fylgist með. Þeir fHagar éru guðfeður Lions- „Blessaður komdu á kút- magakvöldið, en þú verður að koma kvenmannslaus, því að kútmaga- kvöldin eru eingöngu fyrir karlmenn. Við étum, drekkum og segjum sögur, sem stundum verða dálítið tvíræðar þegar líða fer á kvöldið, sjálfsagt vegna þess að þá er kvenmannsleysið farið að segja til sín.” Þannig lýsti ónefndur lionsmaður á Akureyri kútmagakvöldi, en slík kvöld eru árlega haldin á vegum lionsklúbbanna þriggja. í ár sá Huginn um herlegheitin. Hafa slík kútmagakvöld verið haldin árlega undanfarin ár, eingöngu fyrir karl- menn, þannig að lionsmenn láta alla jafnréttisbaráttu sem vind um eyru þjóta, allavega í þessu tilviki. „Kút- magakvöldin skulu þær ekki hafa af okkur,” sagði einn eldhress lions- maður, um leið og hann barði í borð- ið. Kútmagakvöldið hófst með borð- haldi, en eins og nafnið bendir til, þá voru eingöngu sjávarréttir á borðum. Þar á meðal voru kútmagar, síldar- réttir, hákarl, súr hvalur, siginn fisk- ur, harðfiskur, barinn og óbarinn, soðin ýsa hrogn og lifur, steiktar og soðnar gellur, saltaðar þorskkinnar, soðið heilagfiski, soðinn rauðmagi, saltfiskur, skata, djúpsteiktur skötu- selur, fiskur í hlaupi og djúpsteikt ýsuflök. Reyndust þetta hinir góm- sætustu réttir, eins og beir voru til- hafðir af starfsfólki á Hótel KEA . Hins vegar fannst mér það svolítið kúnstugt að sitja við dúkað borð 1 veizlu á Hótel KEA, hámandi í mig siginn fisk með kartöfium og smjöri, sem ég skolaði síðan niður með hvítvini! Þegar menn höfðu étið nægju sina, þá fiutti Steindór Steindórsson, fyrr- verandi skólameistari, ræðu kvölds- ins. Þá fiutti Ásgeir Halldórsson mergjað sjómannakvæði, en síðan var haldið bögglauppboð. Loks flutti hirðskáld þeirra lions- manna, Kristján Benediktsson, frum- samin ljóð, sem féllu í góðan jarðveg. Og úr því að verið var að minnast á tvíræðar sögur, þá er hér sýnishorn af kveðskap Kristjáns: Útvarpsmenn þeim undrum lýsa hve orkan reynist sterk og heit, því aftur farið er að risa undir þeim í Mývatnssveit. GS/Akureyri Svanlaugur Úlafsson kræklr sér i kútmaga. Sigurður Ólason læknir og Benedikt Hermannsson húsgagnasmiður létu vel af sjávarróttunum. Þorvaldur Snæbjörnsson, Reynir Vaitýsson og Aðalsteinn Jónsson stýrðu fjöldasöng af innlifun. Sjáiðihvað ég fékk. strákar, vas og vex og aftur vex, ég ættiað vaxa eftir þetta, sagði Sigtryggur „bæjartröH" Stefánsson, þegar hann sá innihald pakkans sem hann keypti á uppboðinu. Til að setja punktinn á eftir afnktu þá sungu Ijónin nokkur hugljúf Ijóð við undirleik Reynis Schiöth á Hólshúsum. DV-myndir G.S. Ásgeir Hattdórsson fíutti mergjað sjómannak væði. Kristján Benediktsson. hirðskáld Honsmanna á Akureyri. UMSJÓN: GÍSU SIGURGEIRSSON. BLAÐAMAÐUR D&V Á AKUREYRI Nú kemur þú með okkur til Mallorka i sumar FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.