Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Blaðsíða 16
16
TEXTIOG MYNDIR: SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Vindur vindur vinur minn, Víkur-
samfélagið, Eldhúsmellur, Drottinn
blessi heimilið, Pelastikk og siðast en
ekki sízt skapari þessa alls Guðlaugur
Arason — dalvískur, árgerð nítját.
hundruð og fimmtíu — dökkhærður
með kringlótt kommagleraugu — frem-
ur lágvaxinn með stóra sál — og sérlega
indæll í háttu.
Jujú, mikil ósköp, á þetta ekki vel
við hann Gulla Ara, eða hvaða mann
geymir hann? Til þess að kynnast því
nánar er hann tekinn í helgarviðtal.
„Þreytturá
Reykfavik"
„Ég var orðinn anzi þreyttur á
Reykjavíkinni,” segir hann og starir
haukfránum sjónum út á eyfirzkt haf-
ið sem er útsýni hans úr eiuni blokkar-
íbúðinni á Akureyri. Þangað flutti
hann á undanförnu hausti.
,,Það taia nær allir i jreim tón að
Reykjavík sé einhver nafii alheimsins
og fólki geti hvergi liðið betur en ein-
mitt þar.
Til að mynda var það jafnan við-
kvæði fólks þegar ég tjáði því að ég
væri að drífa mig norður: „Iss, þú
verður fljótt þreyttur á Akureyringum.
Það liður ekki á iöngu þangað til þú
snýrðaftursuður.”
„En ég tel mig vera búinn að gera
margar heiðarlegar tiiraunir tii að búa í
höfuðborginni, yfirleitt með jákvæðu
hugarfari. Allar hafa þær einhvernveg-
inn mistekizt.
Mér iíkar staðurinn ekki, vegna þess
að hann er orðinn ailt of stór tii þess að
fólkið hafi einhver teljandi áhrif á frek-
ari mótun hans. Nær öllum er gjörsam-
lega sama um umhverfi hans og útlit,
sem er raunar eðlilegt í Ijósi þess að all-
ir eru að pukrast við það hver í sínu
horni að ráða vandamál sín, eða þykj-
ast allavega vera að því. öllum svipar
óskaplega til hver annars. Eru eins og
hugsaeins.
Akureyri er hinsvegar á þeirri stærð-
argráðu að fólkið hefur ennþá sín
áhrif á vöxt og viðhald. Það er mikill
kostur bæjarfélags. Fólk talast við og
hugsar hvert til annars. Og svo er þaf
blessað hafið sem ég saknaði stórkost -
lega fyrir sunnan. Þegar maður lítur út
yfír Reykjavík sést voðalega litið af
sjó, miklu fremur aðeins grár hvers-
dagsleikinn ummyndaður í steinsteypu
og malbik.
Héðan úr blokkinni minni á Akur-
eyri sé ég stóran hluta Eyjafjarðar og
það er ekki svo lítið útsýni. Það er mér
nefnilega mjög mikils virði að hafa sjó-
inn i augsýn alla daga ársins. Við erum
eitthvað svo samstilltir, ég og sjórinn.
Ég er nú enda alinn upp við sjávar-
bakkann á Dalvík og allur minn upp-
vöxtur tengdist hafinu og fjörunni svo
mikið. Ég kann sem sagt á allan máta
mjög vel við mig hérna á Akureyri —
og flyt héðan örugglega ekki í bráð.”
„...aöglápa
á Eyjafjörðinn"
Að þessum orðum mæltum ákváðum
við Gulli að taka okkur smáhvíld í
blaðamennskunni og tókum að virða
fyrir okkur bráðsniðugt útsýnið úr
stofuglugganum. Hreint ekki svo slæm
dægrastytting að glápa á Eyjafjörðinn
og eyrar Gierár sem sullar mórauð til
hafs. Jafnvel kaffilöngun mín sem alla
jafna angrar mig hvern stundarfjórð-
ungdags erfyrirbí sakir útsýnisins.
Líður svo nær hálfur tími stundar án
þess að við yrðum hvor á annan. „Illa
ruglaðir menn,” gæti konan úr næstu
blokk hugsað ef hún væri að fylgjast
með atferli okkar.
En þegar kaffilöngun mín ágerist
verður mér ljóst að þetta yndislega leti-
líf dugar vart lengur og mér verður að
orði: „Heyrðu, Gulli, þú býrð ekki svo
vel að eiga kaffivél, þú veizt, þessar
sem hella sjálfar yfir.”
„Nei, hvur þremillinn, langar þig í
kaffi? Ég á bara hvorki kaffivél né
kaffi. En kannski þú þiggir smávegis
af heimatilbúna hvítvíninu mínu. Að
vísu er það nær ekkert áfengt, en vel
drekkandi samt,” segir kauði og
skokkar fram í eldhús með já-svar mitt
i meðvitundinni.
Þegar hann kemur með guðaveigarn-
ar út úr eldhúsinu hef ég upp þaulhugs-
aða spurningu: „Segðu mér, þú andans
maðurinn Gulli Ara býrð í steinsteyptri
blokk. Fer þaðekki illa saman?
„Nei, það smellur alveg saman. Mér
hefur alltaf Iiðið mjög vel í blokkum —
og þó aldrei betur en einmitt hérna I
Glerárþorpinu. Ég hef að vísu aldrei
prófað að vera grafinn niður í jörðina
og búið kjallaraíbúð. Ég vil helzt búa
hátt uppi. Annars fer þetta líka mjög
mikið eftir nágrönnum manns. Góður
mórall verður að ríkja og hann er fyrir
hendi hér.”
Og svo freistumst við báðir til að líta
út um stofugluggann — og þá er ekki
að sökumað spyrja. Næsta korter líður
án orða.
. .aö drayma
um trillubát"
En nú er það Gulli sem rýfur þögnina
og segir: „Maður þarf ekki að sitja
lengi við gluggann til að sjá hvað þetta
er rík þjóð sem við lifum meðal. Sjáðu
til dæmis Slippstöðina þarna niðri á
eyrartanganum. öll þessi gríðarstóru
skip. Líttu svo á allar stóru sem smáu
fiugvélarnar sem eiga leið hérna um.
Þær kosta nú varla lítið. Eða bílarnir
sem þjóta hérna fram og aftur Hörgár-
brautina. Það liggur nú einhver pening-
ur í þeim. Oh, það er viss lífsfylling að
fylgjast með þessum suðupunkti.”
Og svo tekur þögnin við um sinn.
„Migerfarið aðdreymaum trillubát
og gera út hérna niður frá fjör-
unni,” segir rithöfundurinn aiit í einu
án þess að gefa nánari skýringar á þess-
um draumum sinum.
„Af hverju dreymir þig trillubát?”
spyr ég skömmu síðar.
„Ja, þú sérð það í hendi þér að það
er miklu meiri möguleiki að menn geti
greitt tilkostnaðinn við trilluútgerð en
til dæmis ef maður heldur uppi bifreið.
Það verður seint hægt að veiða i soðið
á einhverri bíldruslu.
Ég held það sé ekki hægt að hugsa
sér meiri unað en að vera úti á sjó í
góðu veðri og mokfiskiríi. Koma svo
að landi um miðaftan með drekkhlað-
inn bát. Ég held að það hljóti að vera
toppurinn á tilverunni. ”
— Þú kynntist líka gangi öldunnar
allnokkuð á þínum unglingsárum?
„Já, það er vist óhætt að fullyrða
það. Allt til ársins nitján hundruð sjö-
tíu og fjögur stundaði ég sjóinn á sumr-
um og oftast eitthvert nám á veturna.
Ég gæti trúað að ég hafi stundað sjóinn
svona meira og minna í rúman áratug
ef allt er tekið saman. ”
— Hvemig var að alast upp á Dal-
vík?
„Ég get ekki hugsað mér betri stað
til þess að verja unglingsárunum á en
einmitt Dalvík. Það hef ég alltaf sagt.
1 sjálfu sér er Dalvík kannski ekkert
frábmgðin öðmm viðlíka stórum sjáv-
arplássum hvað ágæti snertir.
Hitt er víst að aldrei myndi ég bjóða
barni mínu upp á uppeldi í Reykjavík.
Staður sem slíkur gerir einfaldlega ekki
ráð fyrir því að börn séu til. Þetta er
líka spurning um það hvað maður vill
gera mikið fyrir börn sín. Ég vil geta
leitt þau inn í heim alþýðufólksins. Far-
ið með þau niður á bryggju og leyft
þeim að kynnast leyndardómum henn-
ar. Leyfa þeim að komast í snertingu
við sjómennskuna, hafið. fjöllin og
fjömna. Það era þessi tengsl við
bryggjumenninguna sem mér finnst
svo mikilvæg, enda mótuðu þau mitt
uppeldi á Dalvík.”
. .ílartaö
andagSftkmi"
— Að því loknu fetaðir þú í fótspor
islenzku skáldjöfranna og hélzt utan
til Kaupmannahafnar I leit að andagift-
inni. Fannst hún þar suðurfra?
„Já, ég held ég megi segja það. Ég
fór með uppkast af Vindinum til Hafn-
ar. Lauk honum þar auk bókanna
Víkursamfélagið og Eldhúsmellur.
En það var kannski ekki bara anda-
giftin sem dró mig til Kaupmannahafn-
ar. Árið nitján hundmð sjötíu og íjög-
ur var umrótaár í íslenzkri sögu. Kosn-
ingaúrslitin og sigur Varins lands-
manna í herstöðvamálinu urðu þess
valdandi að ég afréð fremur að halda
utan en að horfa í ásjónu samlanda
minna eftir ótvíræðan sigur peninga-
valdsins. Ég einsetti mér meira að segja
að snúa ekki aftur heim fyrr en herinn
væri alfarinn úr landinu.”
— Mikill hugsjónamaður?
„Ja, allavega meiri hugsjónamaður
en þessir svonefndu Varins lands-
menn. Þeir eiga enga hugsjón nema þá
helzt peningahugsjónina. Þessir menn
reka áróður fyrir veru hersins hér á
landi einungis vegna þess að þeir hafa
hagsmuna að gæta í rekstri basans. Svo
klæða þeir áróður sinn upp í upplitað-
an þjóðbúning með hjálp rússagrýlunn-
ar. Og margir láta því miöur glepjast.
Alltof margir.
Að baki þessa alls standa svo náttúr-
lega menn sem hafa rnikilla hagsmuna
að gæta að her sé rekinn og framleidd-
ar séu vígvélar.”
— Svo vikið sé að öðm. Þú ert ein-
stætt foreldri og býrð hér nyrðra með
syni þinum, Bjarma.
„Já, Bjarmi var raunar ein af
ástæðunum að ég flutti norður. Ég
skildi fyrir þremur árum og síðastliðið
haust fékk ég umráðarétt yfir syni mín-
um, eftir nær þriggja ára baráttu. Það
er nú eins og gengur oggerist Jafnréttið
er ekki meira í reynd en það að nær
ómögulegt er fyrir föðurinn að fá barn
sitt eftir skilnað.
En hvað sem því h'ður, mér tókst
þetta — og við Bjarmi ákváðum það í
sameiningu að hvergi væri eins vont að
alast upp og í Reykjavík. Hann langaði
alla leið til Dalvíkur, sem er hans
paradís, en það var farið milhveginn og
setzt að á Akureyri. Sá staður er því í
hans skilningi svona í hlaðvarpanum á
paradísinni.”
VIÐ ERUM EITTHVAÐ
SVO SAMSTILLTIR
ÉG OG SIÓRINN