Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Síða 1
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. mim Alltum g íþróttir | helgarinnar 1 °0 Mikill darraðardans þegar Islendingar unnu Egypta —73:72 íEdinborg: Valur er með staltaugar” — sagði Einar Bollason, eftir að Valur Ingimundarson hafði skorað sigurkörf urnar úr vítaköstum rétt fyrir leikslok Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Eúinborg. — Njarðvikingurinn Valur Ingimundar- son var hetja íslenzka landsliðsins þegar það vann sætan sigur (73:72) yfir Egyptum hér i Edinborg í gær. Þessum 19 ára leikmanni brást ekki bogalistin, þegar hann fékk tvö vítaskot þegar 40 sek. voru til leiksloka og staðan 72:71 fyrir Egypta. Hann skoraði úr báðum vitaskotunum og tryggði íslandi sigur. — „Valur er með stáltaugar,” sagði Einar Bollason eftir leikinn. Leikurinn var æsispennandi — staðan 64:64 þegar 3 mín. voru til leiks- loka. Þegar 1,20 mín. voru til leiksloka voru Egyptar með 72:69. Þá skoraði Tekur Sigurlás stöðu Van der Berg hjá Lierse? Frá Kristjáni Bernburg — frétta- manni DVI Belgíu: — Sigurlás Þorleifsson, lands- liðsmiðherji I knatlspyrnu frá Vestmannaeyjum, er nú að kynna sér aðstæður hjá Liersc, sem vantar markaskorara fyrir Erwin van der Símon sjötti stigahæstur Frá Kjartani Pálssyni, Edinborg. Símon Ólafsson varð sjötti stiga- hæsti leikmaðurinn á Evrópumeistara- mótinu i Edinborg með 85 stig. Torfi Magnússon i níunda sæti með 66 stig. Þessir urðu stigahæstir. 1. Soliman, Egyptalandi, 142 2. Lesontzy, Ungverjal. 126 3. Haselbacker, Austurr. 99 4. Maloy, Austurriki, 90 5. Paul Stewart, Skotl. 86 6. Simon Ólafsson, íslandi, 85 Ungverjinn Lesontzy var kjörinn bezti leikmaður keppninnar. klp Berg, sem hefur ákveðið að hætta hjá félaginu. Lierse leitar nú logandi Ijósi eftir marksæknum leikmanni sem getur tekið stöðu Van der Berg en hann hefur verið mesti markaskorari Belgiu undanfarin ár. -KB/-SOS Ríkharður Hrafnkelsson 72:71 og var mikill darraðardans stiginn. Jón Sigurðsson náði að fiska knöttinn frá einum leikmanni Egypta og brunuðu íslendingar fram og þá var brotið á Val Ingimundarsyni, sem fékk tvö vítaskot. Egyptar reyndu svo örvæntingarfulla tilraun til að knýja fram sigur og átti bezti leikmaður þeirra skot að körfu íslendinga þegar 5 sek. voru til leiks- loka, Viðar Vignisson frá Keflavík — minnsti miðherji keppninnar, sýndi þá hvaði honum býr — stökk upp og náði að blokkera skotið, þannig að sigur Íslandsvaríhöfn. — Þetta var bezti leikur okkar hér í Edinborg og það var sætt að leggja Egypta að velli, en þeir unnu t.d. Austurríkismenn, sagði Einar Bolla- son, þjálfari íslenzka landslíðsins. Einar sagði að þetta hefði verið góður endir á ferð sem hefði verið keðja af óhöppum. „Mikið baráttulið" — Ég hef aldrei séð eins mikið baráttulið og það íslenzka, sagði Fouadab, þjálfari Egypta, eftir leikinn. Hann sagði að leikmenn íslenzka liðsins hefðu aldrei gefizt upp og allir leikmenn liðsins hefðu barizt til sigurs. Valur Ingimundarson átti mjög góðan leik skoraði 20 stig en aðrir sem skoruðu voru: Kristján 14, Símon 11, Ríkharður 8, Axel 7, Jón S. 6, Gunnsteinn4, Viðar 2 ogTorfi 1. -klp-/-SOS Landsliðið til Egyptalands? — í sterkt mót þar í september Forráðamenn Egyptalands komu til íslendinga hér i lokahófi Evrópu- keppninnar i gær og buðu landsliði íslands formlega að koma til Egyptalands í september og taka þar þátt i sterku körfuknattleiks- móti sem t.d. Júgóslavar taka þátt i. Egyptar sögðu að Islendingar þyrftu ekki að hugsa um peninga- hliðina — þeir myndu borga ferðir landsliðsins og uppihald I Egyptalandi. -klp- Valur Ingimundarson — sem landsliðsþ játfara Einar Bollason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, er nú með atvinnu- tilboð frá írlandi upp á vasann. Forráðamenn írska landsliðsins ræddu við Einar áður en þeir fóru. frá Edinborg í gær og buðu honum að koma til írlands og taka við irska landsliðinu — jafnframt því sem hann myndi þjálfa eitt af sterkustu félagsliðum írlands. — Ég vil ekkert segja um þetta að svo komnu máli enda í mörg horn að lita áður en maður rifi sig upp frá íslandi til að gerast þjálfari erlendis. .Wp. Ásgeir til Stuttgart — i skiptum fyrir Bernd Martin? V-Þýzka blaðið Bild sagði frá þvi um helgina að nú væri nokkuð öruggt að Ásgeir Sigurvinsson færi frá Bayern Munchen til Stuttgart, til að taka stöðu Hansa Muller, sem fer til Inter Milan á ítaliu. Blaðið sagði frá því að Bernd Martin bakvörður sem hefur leikið einn landsleik fyrir V-Þjóðverja, yrði látinn í skiptum fyrir Asgcir. Viðræður standa nú yfir á milli Bayern og Stuttgart. Forráðamenn Stuttgart hafa rætt við Ásgeir sem hefur sýnt áhuga á að ganga til liðs við Stuttgart. -SOS ísland varð í fjórða sæti Frá Kjartani Pálssyni, Edinborg. Úrslit i lcikjunum í C-keppninni í körfuknattleik á Evrópumeistara- mótinu hér I Edinborg urðu þessi siðustu daga. Föstudagur Egyptaland-írland 68—64 Ungverjal.-Austurriki 105—78 Skotland-fsland 77—64 Laugardagur Egyptaland-Austurríki 84—82 ísland-írland 74—68 Ungverjal.-Skotland 100—75 Sunnudagur Ungverjaland-írland 61—47 Ísland-Egyptaland 73—72 Austurríki-Skotland 75—64 Slgurður P. Sigmundsson Lokastaðan i mótinu varð þannig: Ungverjar Austurríki Skotland ísland Egyptaland írland 0 477—376 2 395—388 2 356—356 3 378—422 3 184—402 5 280—326 ísland hlaut fjórða sætið, Austurríki annað sætið vegna innbyrðissigra á Egyptum og Skotum. klp. Frá Kjartani L Pálssyni íEdinborg EM-keppnín í körfuknattleik Si igu ir ði ui r P. h ili p 201 ki m i — til að sjá íslenzka landsliðið leika í Edinborg Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV I Skotlandi. — Hafnfirðingurinn Sigurður P. Sigmundsson langhlaupari lætur sig ekki muna um það að hlaupa 20 km leið til að koma og sjá islenzka landsliðið leika hér i EM i Edinborg. Sigurður P., sem stundar hér nám i hagfræði, setti á dögunum nýtt íslandsmet i maraþonhlaupi — hljóp á tveimur timum 27,05 min. — Ég var mjög ánægður með hlaupið því að ég hef ekki gefið mér tíma til að æfa maraþonhlaup sérstak- lega og þá tók ég ekki þann matarkúr fyrir hlaupið sem æskilegt er, sagði Sigurður. Sigurður sagðist munu leggja aðaláherzluna á 5 og 10 km hlaup í sumar. — Ég mun gera atlögu að 7 ára gömlu meti Sigfúsar Jónssonar í 10 km hlaupi í London á brezka háskólameistaramótinu og þá ætla ég einnig að reyna að slá út met Ágústs Ásgeirssonar í 25 km hlaupi á móti í Bolton 23. maí.sagði Sigurður. Sigurður æfir vel hér í Edinborg — hleypur þetta 110 km á viku.-klp-/-SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.