Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Page 1
7 Laugardalsgarðinum á köldum en i ' ' t björtum sumardegi. DV-mynd Einar Ólason. ÆfUöitg hamlngja fólgin í garðrækt — segir fornt máltæhi Leiðirnar til þess að öðlast hamingju eru margar. Fornt spakmæli, að mig minnir kínverskt, segir eitthvað á þá leið að til að öðlast daglanga hamingju sé gott að drekka flösku af hrísgrjónavíni. Til að öðlast hamingju í eitt ár sé gott að gifta sig. En til þess að öðlast ævilanga hamingju sé ekki nema eitt ráð, að rækta garðinn sinn. Þetta foma spakmæli virðist ekki síður satt hér á landi. Þrátt fyrir umhleypinga, frost og norðangarra, sem gerðu landsmönnum gramt í geði í fyrri hluta maí, voru garðeigendur að dútla eitthvað. Reyndar fengu margir þeirra tár í augun þegar frostið drap páskaliljurnar komnar að því að springa út. En menn bitu á jaxlinn og bölvuðu í hljóði. Þeir garðeigendur sem við hittum á ferð okkar um bæinn voru sammála um eitt. Þrátt fyrir allan tímann sem í garðinn færi, alla þolinmæðina sem nauðsynleg væri og þau vonbrigði sem stundum yrðu, bættu plönt- urnar þeirra það allt upp. Þær væru þeir vinir sem engan svikju eins og einn viðmælanda okkar komst að orði. Menn virðast komast eitthvað nær hamingjunni við það að sá til plantna, sjá þær vaxa og síðar falla. Skilja kannski tilgang lífsins betur. Hvað sem veldur er garðyrkja greinilega tómstunda- gaman sem er þess virði að því sé sinnt. Þeim sem það gera, ætla að gera, eða fylgjast með verkinu af áhuga úr fjarlægð, helgum við þetta blað. Dóra Stefánsdóttir. Garðar borg- arinnar - Viðtalvið Hafliða Jónsson bls.10 Blómin svíkja aldrei neinn — Litið inn í garð til Svövu Erlenúsdóttur og Hjalta Jónatans- Munaður bæðii verði og þægindum — Grein um heita potta bl s.tt Fðlkbyrjar ofseint að hugsa — Viðtal við Æuð i Sveins- dóttur lands- laqsarkiteht bls. 6 Býðirekki að reka á eftir náttáriumi - Viðtalvið ÓlafGuð- mundsson bls. 12 sonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.