Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. 9 hafður er forhitari eða beint tengt þarf aö vera hitamælir á vatninu sem stjórnar þvi hversu heitt vatniö i pottinum veröur. Það er litiö varið i aö sit ja í heitum og köldum gusum til skiptis. Mikiö hreinlæti nauðsynlegt Ekki er nóg aö demba sér beint ofan i heita pottinn Jþegar komiö er heim úr vinnunni. Heitir pottar eru ekki baðker og því er nauðsynlegt aö fara í sturtu og þvo sér vel meö sápu áöur en farið er ofan i. Ekki sakar heldur aö fara aftur i sturtu eftir aö komiö er upp úr til þess aö þvo af sér klórið. Þvi meira hreinlæti sem viö er haft þvi betra. Margir hugsa sér ugglaust aö halda gleðskap i svona pottum. Þaö er i lagi ef áfengis er ekki neytt. En þaö getur veriö beinlinis stórhættulegt aö drekka vin áöur en farið er ofan i pottinn. Viö aö sitja i heitu vatninu eykst hjart- slátturinn og blóöið rennur örar um líkamann. Áfengisáhrifin kunna þvi aö koma mjög skyndilega, s vo skyndilega aö menn hreinlega veröi veikir. Þetta er ekki ósvipaö þvi aö drekka áfengi óöur en farið er í gufubað. Annað sem aldrei stti aö gera er að láta börn vera eftirlitslaus i svona pottum. Þó þeir séu mjög grunnir þarf ekki aö koma annaö til en þaö að bamiö detti, reki höfuðið i og rotist og þá hreinlega drukknar það. Botnar kerjanna veröa hálir i vatninu. Hvaðkostar dýrðin? Llítum fyrstó islenzku pottana. Eins og fyrr sagöi vitum viö um þrjá aðila sem framleiöa þá. Trefjaplast á Blönduósi er með 3stæröir: 2X2X0,60, 2X2X1,10 og átthyrning sem er 3,80 metrar i þvermál og tekur 15 tonn af vatni. I þessum pottum er tref japlast. I miðkerinu og stóra kerinu eru set- bekkir en þaö litla er svo gmnnt aö setiö er á botni þess. Kerin kosta 4.800, 6 J00 og 36.000 krónur. Einfalt mun að setja í þau nuddbúnað en hann fylgir ekki. Einnig mun einfalt að setja kerin upp. Trefjar i Hafnarfirði em með eina stærö. Hún er 2X2X0,70 metrar og er áætluð fyrir fimm. I kerinu er trefja- plast. I þvi er legubekkur fyrir einn og sæti fyrir fjóra. Þaö kostar um 10 þúsund krónur. Nuddbúnaöur fylgir ekki en einfalt mun aö setja hann í. Fyrir þúsund krónur í viöbót em settir í keriö stútar fyrir loftnudd. Auðvelt er taliö að setja kerið upp. Fossplast á Selfossi er meö tvær stæröir. Þær eru 2x2x0,55 og 2X1,40X0,45.1 kerjunumem glertrefj- ar meö pólýesterblöndu. Þau kosta 4532 og 7295 krónur. Ekki er nuddbúnaður i þessum pottum frekar en hinum íslenzku pottunum, en hins vegar er hægt aö setja hann í. Auövelt er aö setja keriö upp. Það ber sig sjálft þannig aö ekki þarf aö grafa þaö niður eða fylla upp meö þvi. Gunnar Ásgeirsson ótti þrjór geröir nuddkerja og eina gerð kers ón nudds þegar litiö var inn til hans. Kerin (nema þetta án nuddsins) em úr akrýl með blöndu úr tref japlasti. Hægt er aö fá hvort sem er bara loftnudd á kerin eða bæöi vatns- og loftnudd. Stærsta kerið er reyndar kallaö sundlaug. Það er úr sérstökum plastdúk. Ákrýlkerin voru, eins og fyrr sagði, til í þrem stæröum. Pacific er 1,40X2,010X0,61 metri aö stærö. Þaö er ætlað fyrir tvo. Fyrir loftnudd kostar það 19; 500 en fyrir loft- og vatnsnudd kostar það 23,500. Miðstærðin heitir Family og er ætluð fyrir 4. Keriö er kringlótt, 1,69 metrar í þvermól og 0,90 metra djúpt. Það kostar fyrir loftnudd 22,500 og fyrir vatnsnudd 26.800. Party heitir svo stærsta keriö. Það er ferhyrnt, 1,84x1,84x1,0. Þaö kostar 34.500 fyrir loft- og vatnsnudd en 27.500 fyrir loftnudd eingöngu. Oll em kerin meö ýmiss konar sætum og því misdjúp. Uppgefin dýpt er miðuö við lægsta punkt. Stærsta kerið hjá Gunnari er eins og fyrr sagöi kallað sundlaug. Þaö er 3 metrar i þvermál, þannig aö lítiö er hægt aö synda, en með því að bæta við vainsnuddtækjum og mynda þannig straum i vatninu er hægt aö synda „á staðnum”. Keriö kostar 9.955. Hægt er aö fó stærri slík ker og heilu sundlaugarnar. Þaö verð sem héma er gefiö upp frá Gunnari er i rauninni ekki öll sagan. Tökum ódýrasta keriö sem dæmi. 19.500 kostar tækiö allslaust meö loft- nuddstútum. Þegar bætt er viö dælu, vatnsnuddi, forhitara, hreinsitækjum og stilliboröi getur verðiö fariö upp í hundraö þúsund. Sama gildir auðvitað um tæki frá hinum aðilunum. Herkúles í Mosfellssveit flytur inn ameríska potta úr trefjaplasti. Aöal- lega er um tvær stæröir að ræöa, 2,30X2,30X0,90 og 2X2X0,75. Bekkir eru í stærri pottinum. Hann kostar 33 þúsund og sá minni 30 þúsund. I þessu veröi f ylgir nuddkerf i og dæla. Gefíð ykkur tima Þegar pottur er keyptur í garöinn og siöar notaður er um að gera að gefa sér góöan tíma, góöan tima til að líta á þaö sem til er, hugsa um veröiö og alla skipulagningu. Stund i pottinum uppkomnum á síðan aö vera hvíldar- stund í ró og næði en ekki einhver hasar. ns <C Herkúles flYtur inn þennan pott og annan mjög svipaöan að stærð og búnaði. i Gróöurhúsiö v/Sigtún simi 36770 ÍP ín. !, í'^i i m iamb pf'lftlíf jpí i| ci i\ iiS1 \ j itev

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.