Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982.
_____Sérstæðir atburðir — Sérstæðir atburðir —__
SKELFINGARNÓTT
Klukkan var7 aökvöldi hins21. októ-
ber 1963 þegar einkarafstöö Moreno
fjölskyldunnar á búgarði hennar bil-
aði. Santa Teresa búgarðurinn, en svo
er búgarðurínn nefndur, er í um
þríggja kílómetra fjarlægð frá smá-
bænum Trancas í Tucumanhéraöi í
Argentínu.
Heimilisföðumum leizt ekki meira
en svo á að fara að standa í viðgerö i
niðamyrkri og ákvað að láta hana bíöa
til þess er birti af degi. Því var ákveðið
að ganga snemma til náöa þar sem all-
ur búgarðurinn var myrkvaður. Eftir
klukkan átta um kvöldið var enginn á
ferli utan hin 21 árs gamla Yolie de
Valle Moreno sem beiö þess að kom-
ungur sonur hennar sem enn var á
brjósti vaknaði svo hún gæti gefið hon-
Ljósin
Skyndilega var drepið á dymar á
svefnherbergi Yolie. Þar var komin 15
ára gömul vinnukona á heimilinu,
Dora Martina Guzman. Stúlkan var
hágrátandi og sagöist vera hrædd.
Yolie reyndi aö róa telpuna og taldi
víst að hún væri bara myrkfælin og
óvön þvi aö sofa ein. Eftir skamma
stund sneri telpan aftur til herbergis
síns og var þá öllu rólegri. En ekki liðu
nema örfáar sekúndur áður en stúlkan
var komin aftur og nú á harðahlaupum
og sagði að fyrir utan húsið væru ljós á
flökti þar semengin ljós ættu að vera.
Henni sagöist svo frá að þegar hún
hefði ætlað aö ganga út úr húsinu hefði
bjarma brugðið yfir svæðið fyrir fram-
an húsið í örfáar sekúndur.
I fyrstu datt þeim í hug að eldingu
hefði slegið niður en við nánari um-
hugsun sáu þær að það gat ekki komið
til greina því ekki var óveður í aösigi
og varla nokkur skýhnoðri á lofti.
Verurnar
Yolie vakti nú systur sína Yolöndu og
baö hana koma meö sér til þess aö
grennslast fyrir um hvað hér væri á
ferii. Þegar systurnar gengu út úr hús-
inu sáu þær ekkert markvert í fyrstu
en þegar þær gengu lengra frá bygg-
ingunni sáu þær eitthvað lýsa í nátt-
myrkrinu. Ljósið virtist vera við jám-
brautarteina sem lágu skammt austan
við búgaröinn. Smám saman greindu
þær betur það sem þær voru að virða
fyrirsér.
Þær sáu tvo disklaga hluti sem voru
tengdir saman með einhverskonar
upplýstri álmu. Yolinda sagði að fyrir-
bærið hefði líkzt mest af öllu litilli lest
sem hefði veriö óskaplega sterklega
lýst.
Systumar sáu fjölda vera sem virt-
ust vera á ferð á milli diskanna eftir
álmunni og taldist þeim til að verumar
hefðu verið á að gizka 40. Systrunum
virtust verurnar vera mannlegar og í
fyrstu héldu þær að viðgeröarflokkur
væri að vinna við brautina eða þá að
skæruliöar og skemmdarverkamenn
væru að koma f yrir spreng jum.
Vcrurnar
vfrtust vera mannlegar
en voru þær þad?
Þrátt fyrir ad fjöldi fólks dragi verulega í efa frásagnir
um tilveru fljúgandi furöuhluta og telji lýsingar sjónarvotta
hugarburö, þá eru sumar þessara frásagna svo sannfœrandi
og nákvæmar í öllum atriöum aö þœr eru þess veröar aö
þeim sé gefinn gaumur. Vissir þœttir í frásögn Moreno fjöl-
skyldunnar, sem búsett er á búgaröi rétt hjá Trancas í
Argentínu, krefjast þess aö málinu sé gefinn nánari gaum-
ur. Sér í lagi sá langi tími sem fjölskyldunni veittist til aö
viröa fyrir sér þá eöa þaö sem kom óboöiö inn á búgarö
þeirra októbernótt 1963.
Fyrirbærið skoðað nánar
Systurnar ákváöu aö komast aö
hverjir hér væm á ferð og sneru aftur
inn í húsið til þess að sækja sér yfir-
hafnir og Dora Martina sótti skamm-
byssu sem hún átti og hafði alltaf hjá
sér til öryggis þegar hún var ein á bú-
garðinum. Yolie vakti nú yngstu systur
sína, Argentínu, og baö hana líta eftir
barninu á meðan þær gengju út.
Þegar Argentína heyrði hvað systur
hennar höfðu í hyggju varaði hún þær í
fyrstu við því hvað skæruliðar gætu
gert þeim en smám saman varð for-
vitnin óttanum yfirsterkari og hún
gekk út til þess að lita fyrirbærið eigin
augum. Um leið og hún var komin rétt
frá húsinu rak hún upp skaöræðisöskur
og hrópaði síðan að einkennilegar
vélar væra í námunda við húsið. Þegar
hún svo flúði í dauðans ofboði steyptist
hún kylliflöt um múrsteinshrúgu sem
var þar á lóöinni.
Á sama tíma voru Yolie, Yolinda og
Dora lagöar af stað. Þegar þær gengu
meðfram suðurhliö hússins sáu þær
dauft grænlitt ljós við aðalhlið bú-
garösins. Þær héldu að þar væri á ferð-
inni einn af vinnumönnunum á bú-
garðinum á einum af bílum býlisins.
Dora Martina hljóp í átt til hliösins til
þess að opna það. A meöan hún hljóp
beindi Yolinda vasaljósi sínu að græna
ljósinu.
Fljúgandi diskur
Á sama augnabliki sáu þær disklaga
hlut sem hékk í lausu lofti fyrir framan
þær. Á honum virtust vera 6 glóandi
gluggar og hann var um 9 metra breið-
ur. Diskurinn var málmkenndur á að
líta og virtist vera boltaður saman úr
fjölda eininga sem allar voru eins. Að
ofanverðu var eins og væri hvolfþak
en þaö var allt dekkra. Diskurinn
sveiflaðist hljóðlaust fram og aftur.
Skyndilega var eins og marglitur
borði byrjaði að hringsnúast á bak við
gluggana, hvítur mökkur myndaðist
umhverfis diskinn og lágvært suð
heyrðist. Jafnframt urðu sjónarvott-
arnir varir við brennisteinsþef.
Furðuverurnar
bíta frá sér
Allt þetta bar fyrir augu kvennanna
á innan viö hálfri mínútu. Síöan eins og
hendi væri veifað gaus blossi frá furðu-
hlutnum, skall á Dóru og slengdi
henni og systrunum til jarðar. A sama
augnabliki kviknuðu ljós á þremur
diskum til viðbótar viö jámbrautina
hvíta mökkinn myndast og smám
saman umlykja diskinn þar til ekkert
sást annað en appelsinulitaö ský. Ljós-
rák skauzt úr hlutnum og lék um allt
húsið eins og verið væri að skoða það.
Tvöföldum ljósrákum var beint frá
þremur af hlutunum við jámbrautina.
Einu pari var beint aö hænsnakofa,
ööra að dráttarvélaskýli og hinu þriðja
að nágrannabýli. Endar þessara ljós-
svo nú voru þeir alls orðnir sex aö tölu.
Nú vora foreldramir komnir á fætur
en þeir höfðu vaknað við fyrirganginn í
Argentínu. Þau stóðu viö gluggann í her-
bergi Argentínu sem sneri í austur og
virtu fyrir sér þann furðuhlutinn sem
næstur var. Þau sáu þegar litrófsborð-
inn byrjaði aö snúast á ofsahraöa, sáu
fyrir því hvernig birtan komst inn í
húsið því hver krókur og kimi var upp-
lýstur. Likast því var aö geislarnir
kæmust í gegnum veggi hússins.
Ljósin höföu einkennileg áhrif á hús-
dýrin á bænum. Morenofjölskyldan
átti þrjá mjög grimma hunda og nú
veittu þau því aðhygli að í hvert sinn
sem ljós féll á þá lyppuöust þeir niður
en ef ljósið flökti eitthvað urðu þeir
alvegóðir.
Diskarnir halda á brott
Næst beindi hluturinn sem næst stóö
húsinu geisla sínum í átt til Trancas.
Geislinn teygði sig í átt til bæjarins í
einar 10 til 15 mínútur. Yolie taldi aö
hann heföi náð til úthverfa Trancas en
þá sveigði geislinn skyndilega og fór í
stórum boga aftur aö búgarðinum.
ráka fóru hægt yfir og í gegnum girö-
inguáleiösinni.
Það tók geislana nokkrar mínútur að
berast þá 180 metra sem era frá járn-
brautarteinunum að dráttarvélaskýl-
inuog síðan staðnæmdust þeir í
um tveggja metra fjarlægð frá skýl-
inu. Geislamir dreifðust ekkert, voru
alveg Sívalir og jafnir alla leiöina frá
teinunum að húsinu u.þ.b. þrír metrar
að þvermáli. Hvergi var neinn skugga
að sjá.
Óhugnaður
Án þess að hugsa um afleiðingarnar
rak Yolie annan handlegginn inn i
einn geislanna. Það hafði hvarflað að
henni að geislamir gætu verið vatns-
strókar sem á einhvern hátt væra upp-
lýstir. Það sem hún fann aftur á móti
var sterk hitakennd sem virtist þó
engin áhrif hafa á húð hennar. Yolie
hljóp inn í húsið. Þar hafði hitinn hækk-
að úr 16 gráðum upp í 40. Loftið var
mettað brennisteinsþefi og allir urðu
varir við brennandi kláða í húðinni.
Móðir hennar lá á bæn og Argentína og
Yolinda grátbændu fóður sinn um að
fara ekki út.
I húsinu var bjart eins og um miöjan
dag. Ekkert þeirra gerði sér grein
Síöan dró hluturinn hægt og sigandi til
sin geislann, sem var eins og hinir um
3 metrar í þvermál, þar til hann hvarf
meö öllu.
Hluturinn hélt nú í átt til hinna disk-
anna við jámbrautina. Tókust nú allir
hlutirnir á loft samtimis og liðu á braut
jafn hljóðlega og þeir höfðu komið.
Þeir flugu í lítilli hæð í austurátt í átfctil
fjallgarösins Sierra de Medina og
hurfu út í náttmyrkrið.
Frá því Moreno fjölskyldan hafði
fyrst orðið vör við furðuhlutina vora
liðnar 40 til 45 mínútur. I meira en
hálfa klukkustund eftir að hlutirnir
höfðu haldið á braut var appelsínulit-
aður bjarmi við s jóndeildarhringinn.
Þegar Moreno fjölskyldan hafði loks
A Sjónarvottar sjá furöu-
hlutina fyrsta sinni
B Furöuhiuturinn verður al-
bjartur — Ijósleiftur feiiir
sjónarvottana.
Umsátur £ urðuveraniia um afskekkta búgar ðinn
stúð aðeins tæpa klukkustund
en margt getur gerzt á skemmri tíma