Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982.
Garðyrhjufélag íslands:
jr
Ohelnt kotttid á betri görðum99
— segir Jón Pálsson formaður
„Hlutverk félagsins er í rauninni
þaö aö vinna aö betri og hagkvæmari
garðyrkju,” sagöi Jón Pálsson, for-
maöur Garðyrkjufélags Islands.
Félagiö er landsfélag nokkurra
deilda og auk þess eru umboðsmenn
víöa um land. Deildimar eru á Akra-
nesi, Borgarnesi, Isafiröi, Siglufiröi,
Dalvík, Akureyri, í Aðaldal, á Húsa-
vík, Neskaupstaö, Egilsstöðum,
Vestmannaeyjum, Keflavík og
Suðurnesjum. Rúmlega 6 þúsund
manns eru í félaginu og fjölgar þeim
stööugt.
„Þaö er óhætt aö segja aö áhuginn
á garörækt fer alltaf vaxandi,” sagöi
Jón. Ekki treysti hann sér til þess aö
segja á hvaöa staö á landinu flest
væri af fólki hlutfallslega. „Þaö er
líklega á einhverjum af allra
minnstu. stööunum,”sagöihann.
Félagiö gefur út ársrit og tímaritið
Garöinn 4—5 sinnum á ári. I þessum
ritum er rekinn mikill áróöur fyrir
fallegri göröum og meö því reynt aö
hvetja menn til dáöa.
En félagið reynir líka aö stuöla
beint að því að garðar manna veröi
fallegri. Þannig hefur þaö stofnað
nokkurs konar fræbanka. Félags-
menn senda inn fræ sem aörir geta
svo fengið. Jafnframt er fræ og lauk-
ar pantaö inn frá útlöndum. Slikt er
selt félagsmönnum á kostnaöar-
verði. Er alltaf greint frá því í ritum
félagsins hvaö hægt er aö fá á hverj-
umtíma.
Garöyrkjufélagiö gengst einnig
fyrir því aö garöar félagsmanna séu
opnir þeim sem þá vilja skoöa. Fariö
er í garðaskoöun á vorin og reynt aö
fá fólk til aö sýna garðana sína. Slíkt
getur verið vandi því oft koma svo
margir aö garðurinn kann aö
skemmast. Sagöi Jón þetta samt
ganga furöu vel.
Jón sagði Garðyrkjufélagið að
mestu leyti hafa starfað í kyrrþey. Á
árum áður fékk félagið örlítinn styrk
frá Reykjavíkurborg. En fyrrver-
andi borgarstjómarmeirihluti felldi
hann niöur og sá núverandi hefur
ekki tekiö hann upp aftur. Að ööru
leyti hafa félagsmenn séö um rekst-
ur félagsins.
„Við álitum aö þetta félag hafi haft
örvandi áhrif á fólk. Þegar fólk sér
hvaö hægt er aö gera vill þaö reyna
og tekst oft vel. Félagiö hefur því
óbeint stuðlaö aö betri görðum,”
sagði Jón.
DS
Markmiö Garðyrkjufólags íslands erað stuðla að faUegri görðum.