Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 29. MAI1982. Til sölu Daihatsu Charade XTE árg. 1980, ekinn 25 þús. km. Aðeins ekinn innanbæjar. Uppl. í síma 74250. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í lagningu 8. áfanga dreifikerfis á Akranesi. 1 kerfinu eru einangraðar stálpípur 0 20—0 50 mm. Heildarpípulengd er tæpir 4,8 km. ÍJtboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skila- tryggingu á eftirtöldum stöðum: Fjarhitun hf. Borgartúni 17, Reykjavík. Verkfræði- og teiknistofunni sf. Rirkjubraut 40, Akranesi. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Berugötu 12, Borgarnesi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar þriðjudaginn 15. júní 1982 kl. 11.30. BMW520 BMW518 BMW 518 BMW 323 i BMW 320 BMW 320 BMW 318 i automatic BMW 318 automatic BMW316 BMW 316 Renault 20 TS Ronault 20 TS árg. 1980 árg. 1981 árg. 1980 árg. 1980 érg. 1981 árg. 1980 árg. 1981 árg. 1979 árg. 1978 érg. 1977 érg. 1980 árg. 1979 Renault20TS Renault 18 TS Renault 18TL Renault 14 7L Renauit 5 L Renault 5 TL Renault 4 Van Renault 4 Van Renault 4 Van Renault 4 Van Opið laugardag kl. 1—5 árg. 1978 árg. 1979 árg. 1980 árg. 1979 árg. 1979 árg. 1974 árg. 1981 árg. 1980 árg. 1979 érg.1974 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLAN DSBRAUT 20, SÍMI 86633 Innritun í framhaldsskóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00—18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja ljósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. 1 Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upplýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli (bóknámssvið, viðskiptasvið, heilbrigðis- og uppeldissvið) Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Iðnskólinn í Reykjavík, Rvennaskólinn í Reykjavík (uppeldissvið), Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Verslunarskóli Islands. Umsóknarfrestur rennur út 4. júní og verður ekki tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofan- greinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólann 1. og 2. júní næstkomandi. Fræðslustjóri. K Út um hvippinn og hvappinn — * „Erum fyrst núna farnar að njóta frægðarinnar” — segja stúlkumar f The Three Degrees sem hafa losað sig við fyrrum umboðsmann sinn sem stjómaði öllu þeirra Irfi frá sextán ára aldri Hver telur sig ekki kannast viö söng- flokkinn The Three Degrees, sem sungiö hefur sig inn í hjörtu ófárra unnenda léttrar dægurtónlistar. Þær stöllur heita annars Sheila Ferguson, Valerie Holiday og Helen Scott og uppljóstruöu í nýlegu blaðaviðtali i Daily Record þaö hörmungarlíf sem þær þurftu aö búa viö bak viö frægðar- glampa síöustu ára. Sakir ofstjómar fyrrum umboðs- manns sem þær hafa nú losaö sig viö gátu þær ekki notiö neins einkalifs, haft frjálsar hendur um gjöröir sínar, og máttu ekkert gera í fyllstu merk- ingu þess orös án samráðs við umboðs- mann sinn. Samskipti viö karlpening- inn voru að sjálfsögðu dauðadæmd á þessum tímum og eins og aö líkum læt- ur undu stúlkurnar litt þeim hag. En svo kom aö því að ein stúlknanna, Sheila, varö eftir einhverjum króka- leiðum alveg yfir sig hrifin af manni sem nefnist Chris Robinson. Sú ást var gagnkvæm og þar kom aö því aö heim- ur stúlknanna breyttist til muna. Sheila tók sig til án samráös viö um- boðsmanninn og giftist unnusta sínum og varð skömmu síöar ófrísk. Söng- flokkurinn varö þar af leiöandi aö taka sér frí frá tónleikahaldi og notaöi þá langþráð tækifæri og neitaöi aö skrifa undir áframhald samnings viö um- Stúlkurnar í The Three Degrees, teldar frá vinstri Valerie Holiday, Sheiia Ferguson með tvíburana sína og Helen Scott situr lengst til hægri. Hver þremflliiin er ml þetta? Mýrdælingar hafa löngum veriö orð- lagöir fyrir sérkennilegt skopskyn sitt — og birtist það í hinum ókennilegustu myndum allt um sveitir þeirra. Gefur hér aö líta eitt sýnishomiö sem blaöa- maöur DV rakst á á ferö sinni um hér- aöið fyrir skemmstu. Lesendur geta hinsvegar spreytt sig á aö geta upp á hvaö mannvirkið á myndinni á aö merkja, en til hjálpar skulu nefndir nokkrir möguleikar: Fyrsti möguleikinn er að þama sé leiði Hitlers fundiö. Annar gæti verið sá að hér sé um að ræða gamlan fundarstað íslenzkra þjóöemissinna. Þriöji mögu- leikinn er sá aö þetta sé útigrill fyrir guösmenn og aöra gangandi í hér- aðinu. Fólki til hugarhægðar skal þess getið aö síðastnefndi möguieikinn er sá rétti. Hér er um aö ræða útigrill á tjaldstæöi skammt fyrir utan Vik í Mýrdal. Aug- sýnilegt er aö smiöur þess hefur mark- að hakakrossinn í verkið af ásettu ráöi, en hversvegna vitum viö ekki. boösmann og ákváöu þess í staöaöger- ast umboðsmenn sjálfra sín. Nú eru þær aftur tekpar til við tón- leikahald og hljómplötugerð í Bret- landi eftir eins árs frí — og þegar þær eru spurðar út í fortíöina kemur aug- sýnilegur raunasvipur á þær. „Við vorum búnar aö dandalast meö þessum umboösmanni allt frá sextán ára aldri og hann haföi því algjörlega mótaö líf okkar. Hann var alltaf á þeirri skoöun að við væmm litlar og flekklausar stúlkur, sem nauösynlegt væri aö vemda frá hinum vonda heimi, ” segja þær meö undrunarsvip. „Hann fann okkur nafn, þjálfaði okk- ur, og kom okkur vissulega á toppinn, en það var bara greitt of háu verði. Við gátum einfaldlega ekki þolaö þaö álag sem á okkur var. Þannig töld- um viö réttast aö slíta samskiptunum við hann — og nú emm viö loks frjáls- ar. Valerie tekur nú orðiö af þeim stöll- um. ,,Ég held aö fáir hafi ímyndað sér hvernig ástatt var fyrir okkur. Allir héldu aö viö nytum frægöarinnar til fulls, væmm úti á hverju kvöldi aö skemmta okkur og í samkvæmum fram eftir nóttu. En það var öörunær. Viö sátum einar aö tjaldabaki eftir tónleika, i hæsta lagi spiluöum á spil okkur til skemmtunar, en að ööru leyti sátum viö þögular eins og litlar þægar skólastúlkur. Þaö var séö fyrir því aö fáir umgengjust okkur. Raunar var það aöeins umbinn sem einn manna talaði aö einhver ju leyti við okkur. Auövitað veltum viö því oft fyrir okk- ur hversvegna líf okkar þyrfti að vera svona frábrugðiö lífi annars fólks í skemmtanabransanum. Aðrar stúlkur í þessu starfi uröu ástfangnar, giftust og eignuöust börn. Og því skyldum við þurfa aö vera eitthvað öðravísi. ” En nú er sem sagt allur annar gang- ur kominn á líf stúlknanna í The Three Degrees. Þær eru sínir eigin herrar ef svo má aö orði komast, stjóma líf i sínu eftir eigin geðþótta og halda svo sína tónleika eöa gefa út plötur þegar þeim einum þykir henta. öðruvísi þeim áöur brá!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.