Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR29. MAl 1982. 19 sem stendur í Bella Center allt árið. Þaö var samdóma álit flestra sem sýninguna sóttu bæði íslenzkra og er- lendra, að í ár væri heldur lítið um nýj- ungar frá árinu áður fyrir utan nokkr- ar undantekningar. Þar á meðal voru íslenzku fyrirtækin en þau voru öll að sýna hluti sem ekki hafa sézt á Bella Center áður. Árfell sýndi Árfellsskilrúmin sem eigandinn Árni Guðjónsson hefur hannað og haft á markaöi hér á Islandi í 5 ár. Árfellsskilrúmin er bæði hægt að setja upp sem vegghillur og sem frí- standandi skilveggi á mismunandi vegu. Skilrúmin sem Árfell var með á sýningunni voru úr bæsaðrí eik og vöktu mikla athygli. Beiðni um við- skiptasambönd komu frá 10 aðilum þar af 4 mjög áhugasömúm Ingvar og Gylfi sýndu nýja gerð af hjónarúmum og snyrtiborðum sem þeir eru nýbúnir að setja á markað hér heima úr bæsaðri eik. Þessi rúm og borð eru hönnuð af starfsmönnum Ingvars og Gylfa. Ásamt fjölda fyrir- spuma voru þeir m.a. beðnir um að gera tilboð í 45 sett til E vrópu. Trésmiðjan Víðir hf. mætti á S.F.F. með nýju Víðislínuna sem búin er að vera í þróun hjá fyrirtækinu í rúmt ár, þó var ekki sýnt nema hluti þeirra hús- gagna þ.e. borðstofuhúsgögn, vegg- samstæður og sófasett úr beyki, en í nýju línu Víðis eru jafnframt unglinga- húsgögn úr beyki og hvitlökkuö og stofu- og borðstofuhúsgögnin verða einnig fáanleg bæsuö og hvítlökkuð. Nýja Víðis-línan var hönnuð af próf. Ahti Taskinen og starfsmönnum Víðis, og eru fyrstu settin að koma úr fram- leiöslu þessa dagana. Það var álit margra, bæði blaðamanna og fulltrúa erl. fyrirtækja að Víðis-básinn hefði verið til fyrirmyndar bæði varðandi út- lit og gæði vörunnar, uppsetningu á básnum, myndalista og video kynn- ingu, en í vetur lét fyrirtækið gera kynningarmynd um það hvemig hús- gögn verða til á Islandi og vakti mynd- in mikla athygli á sýningunni eins og áður sagði. Um hundrað fyrirtæki gerðu fyrirspurnir um Víðis-Iínuna og af þeim báðu 34 um verðtilboð í ákveðið magn. Víðir seldi einnig tilraunasend- ingu til Svíþjóðar. Fyrir utan bein sölu- sambönd á Víöislinunni sýndi erlent stórfyrirtæki í fjarlægum heimshluta mikinn áhuga á kaupum á f ramleiðslu- rétti á Víðis húsgögnunum til fram- leiðslu á þeim markaöi. Hér heimahef- ur hluti af Víðis-línunni verið valinn til sýningar á Listahátið á Kjarvalsstöð- um í byrjun júní ásamt hlutum frá 7 öðrum húsgagnafyrirtækjum. Fyrir utan þessi þrjú islenzku fyrir- tæki sem sýndu á S.F.F. í ár varStacco stóllinn frá Stálhúsgagnagerð Steinars sýndur en í dönsku deildinni í bás Labofa í samvinnu við Stálhúsgagna- gerð Steinars, en Labofa keypti fram- leiðsluréttinn af Stálhúsgagnagerð Steinars fyrir ákveðna markaði. Stacco stóllinn sló í gegn á Bella Center sýningunni í fyrra. Hönnuður Stacco stólsins er Pétur Lúthersson. Labofa seldi um 1000 stóla á sýningunni í ár og fjöldann allan af fylgihlutum í hús- gagnaverzlanir til ýmissa landa. allt frá Kuwait til Bandarikjanna. , Vala Matthíasdóttir nami i arkitektúr i Kaupmannahöfn var tíi aöstoöar í íslenzku básunum. Hór er hún aö laga til skreytíngar íÁrfellsskilrúmunum. Mynd: Ólafur Guömundsson. Básinn hjá Trósmiðjunni VÍOi vaktí mikla athygli fyrir smekklegt og stílhreint útíit og vörur í háum gæðaflokki. Mynd: Ólafur Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.