Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Síða 1
124. TBL. — 72. og 8. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ1982. frfálst, úháð dagblað Þaðvarfítið við að vera hjá starfsmönnum útvarps í morgun. Ævar Kjartansson þulur, Stefán Jón Hafstain fráttamaður, Magnús Hjá/marsson tæknimaður og Pótur Pótursson þuiur. (DV-mynd GVA) ísraelskur sendiherra helsærður í London: Islenzki sendiherrann fór rétt áður heim —úr árlegu kvöldverðarboði sendiherrans Frá Þórí Guðmundssyni/ fróttarit- ara DVi London: Israelski sendiherrann í Bretlandi, Shlomo Argov, berst nú fyrir lífi sinu í sjúkrahúsi í London eftir aö maður skaut hann í höfuðiö í gærkvöldi. Árásarmanninum er lýst sem mið- austurlenzkum í útliti. Tveir lífverðir skutu hann þegar hann hljóp í burtu frá árásarstaðnum. Hann er í alvar- legri lifshættu eins og sendiherrann. Sendiherrann var skotinn þegar hann var á leið út úr Dorchester hótel- inu í London eftir árlegan kvöldverð en skotárásin byrjaði. Hann fór heim með öðrum sendiherrum og stjórn- strax eftir kvöldmatinn, um kl. 10.30. málamönnum í boði DeLa rue fyrir- Strax og þangað kom heyrði hann að tækisins. Islenzki sendiherrann, Sig- ísraelski sendiherrann hefði verið urður Bjarnason, varmeðalgesta. skotinn. Sigurður sagðist hafa yfirgefið hótelið aðeins örfáum mínútum áður -JH/ÞG. London Föstudagsmyndin — sjábls.2 Þingmennbregda sérábak — sjábls.37 Tveggja daga verkfallið: Kemur þyngst niðuráfisk- verkunarfólki — segirKarlSteinar „Viðhorf gagnvart tveggja daga verkfalli hlýtur að vera annað í sjávarplássi, þar sem menn treysta algerlega á togara- afla,” sagði Karl Steinar Guðna- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, í morg- un. Athygli hefur vakið að félagiö tekur ekki þátt í verkföllum þeim sem boðuð hafa verið 10. og 11. júni. „Vinnuvikan myndi tapazt ef verkfallið bættist við helgar- vinnubann. Það yrði til þess að togaramir sigldu með aflann eða færu ekki út. Verkafólk hér vill gjarnan gera sjálfu sér og öðrum sem minnstan skaða með sem mestum árangri. Fiskverkunar- fólk yrði atvinnulaust dagana fyrir og eftir verkfallið. I vetur voru á þriðja hundrað manna at- vinnulausir hér. Fólk er því ófúst að ganga út vegna ótta við at- vinnuleysið. Menn eru hins vegar tilbúnir að sýna samstöðu í alls- herjarverkfalli. Tveggja daga vinnustöðvun kemur þyngst niður á fiskverk- unarfólki. Verzlunar- og iðnaðar- menn geta aftur á móti gengið úr störfum sínum og beint í þau aftur að verkfalli loknu.” .jh. ASÍ:VSI Fundurídag Samninganefndir Alþýöusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins hittast hjá sáttasemj- ara kl. 14 í dag. Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari sagöi í morgun aö engu væri hægt að spá fyrir fundinn. Þá sagði hann að ekki væri von á tillögu frá sáttanefnd og hefði ekkert um slíka tillögu verið rætt. Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambandsins samþykkti í gær að boða til verkbanns frá og með 18. júní hjá þeim verkalýös- félögum sem boðað hafa verkfall frásamatíma. -JH. Starfsemi útvarps lömuð eftir að tæknimenn gengu út: Útvarpsmenn óttast langvinnt verkfall Hvorki gengur né rekur í deilu tækni- manna útvarps og viðsemjenda þeirra. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður en eins og kunnugt er lögðu tæknimenn niður vinnu í gærkvöld og þar með var tekið fyrir útsendingar út- varps. 1 morgun var heldur rólegt um að litast í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Menn sátu, sötruöu kaffi, borðuöu vinarbrauð og spjölluöu saman. Á tæknideildinni voru fjórir af nítján starfsmönnum mættir til starfa. Það voru deildarstjóri, varadeildarstjóri, verkfræðingur og einn tæknimaður. „Eg er hér til að sjá um að útvarpa veðurfregnum en þeim er útvarpað átta sinnum á sólarhring. Svo ef upp koma neyðartilkynningar frá lögreglu, almannavörnum eða Tilkynningar- skyldu, verð ég að vera til taks,” sagði tæknimaðurinn, Magnús Hjálmarsson. Tæknimenn hittust í morgun klukk- an 9 í húsakynnum BSRB við Grettis- götu til skrafs og ráðagerða. Klukkan 10 var svo fundur hjá Starfsmanna- félagi Ríkisútvarpsins. I samtölum við starfsmenn útvarps kom fram að heldur voru menn svart- sýnir, óttuðust langt verkfall. Og veltu fy rir sér afleiöingum þessa. Þórir Steingrímsson, talsmaöur tæknimannanna, sagöi i morgun aö hann vonaðist til að fundur yrði boðaður í dag. Hvort hann hefði eitt- hvað fyrir sér í því? „Eg bara vona það,” svaraði Þórir. Einu sinni áður hefur komiö til verk- falls, þannig að útsendingar útvarps hafa stöðvazt. Það var í allsherjar- verkfalli BSRB 1977. Það verkfall stóð í hálfan mánuö, 11. til 25. október, og á meðan var ekkert útvarp. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.