Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Alls kr.
Jf
Fiskbakkar frá Fylltum fiski sf hafa að
geyma iinuýsu meO ostefyllingum sem
hafa m.e. aO geyma rækjur eOa skinku.
Þær ódýrustu
kosta þriðjung
þeirra dýrustu
Raftækjaverzlanir hafa aö undan-
fömu auglýst mjög hvers konar tæki
til hljómflutnings. Utvörp, segulbönd
og grammófóna. Eflaust hefur verið
mikiö keypt af slíku til fermingar-
gjafa og jafnvel til stúdentagjafa. En
þegar búiö er aö velja úr öllum þeim
ótal gerðum segulbanda sem til em á
markaðnum er enn eftir erfitt val.
Það er aö velja snældur í tækin. Þó
mikið sé til af tækjum er úrvalið af
snældum samt ennþá f jölskrúðugra.
Við rákumst nýlega á grein í Norska
dagblaðinu um snældur. Þar er út-
skýrður munur á f jórum aðaltegund-
um snælda. Þær em alltaf fáanlegar
hér á landi utan kannski ein hliðar-
tegund, þaö er snældur úr krómliki.
Því látum við greinina fara hér á
eftir nokkuð stytta. Upplýsingar um
verð era fengnar í Fálkanum.
Það er ekki sama hvaða gerö af
snældum er keypt í hvaða tæki.
Snældunum má skipta í fjóra grófa
flokka. Fyrst skal telja það sem kall-
að er (því miöur eru öll orðin sem hér
á landi eru notuð útlend) „normal”
snælda. I henni er annað hvort jám-
oxíð eöa önnur járnblanda (seinni
gerðin er yfirleitt kölluð ferró til aö
greiningar frá þeirri fyrri). Þá má
nefna krómdíoxíö og líki þess í
öðrum flokki. I þriðja flokki era
síðan snældur úr blöndu úr jámi og
krómi. Fjórði flokkurinn era síðan
„metal” eöa málm snældurnar. Þær
eru nefndar svo því auðvitað séu
allar hinar úr málmi.
Hvað á að kaupa?
Það sem mestu ræður um það
hvernig snældu bezt er að kaupa er
tækiö sem nota á hana í. Einfalt
segulband af ódýrri gerð sem nota
má í bílinn eða úti við hefur ekkert að
gera við fína og dýra krómkassettu. I
slík tæki er best að kaupa „normal”
snældu. Þær kosta þetta 50—70
krónur eftir vöramerkjum. Er þá
miðaö við klukkutíma langa snældu.
A þessar snældur er einnig gott að
taka upp í flóknari tæki tal og
einfalda tónlist. Sé tekin upp marg-
brotin tónlist vill hins vegar verða
nokkur björgun á þessum snældum.
Það fer eftir vörumerkjum og er oft-
ast hægt að marka af verði hversu
mikilhún verður.
Hæfni snældu felst nefnilega í því
hversu vel hún getur skilað því út
sem inn fór. Flestar snældur sem
keyptar era áleiknar era af óvand-
aðri gerð. Þær eru yfirleitt af
„Normal” gerðinni og úr ódýrasta
verðflokki. Það kemur ekki að sök í
einföldum tækjum. En fæstum finnst
gaman að því að hlusta á slíkar
snældur í dýrum og fínum tækjum.
Það er svo sem allt í lagi ef keypt er
popptónlist sem hvort sem er er
hlustaö á í einföldu tækjunum og það
aöeins í vissan tíma. En vilji menn
kaupa snældur með vandaðri tónlist
á ættu þeir að kanna hvort ekki fást
betri snældur en þessar ódýru.
Krómsnældur
Krómsnældur koma næst í verði á
eftir „normal” snældunum. Klukku-
tíma snælda kostar svona 90—100
krónur. I Noregi er hægt að fá snæld-
ur úr efnum líkum krómi en viö vit-
um ekki til þess aö þær fáist hér.
Aðeins fá fyrirtæki í heiminum hafa
fengiö leyfi til framleiðslu á króm-
snældum. Hin hafa farið út í þessar
likingar. Mörg tæki era með sér-
staka stillingu til upptöku og spilun-
ar á þessum snældum. Era þeir
merktir ýmist með „Cr” eða
„High”.
úr blöndu af krómi og járni. Þessir
tveir flokkar eiga það sameiginlegt
aö frá þeim kemur minnstur hávaði
af eigin völdum. Há tíðni er einkenni
krómsnældanna en lág jámsnæld-
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þáltlak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé mcðaltal heimiliskostnaðar
fjolskvIdu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
læki.
Nafn áskrifanda .
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í maímánuði 1982
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
anna. Því er blanda úr þessu tvennu
sniöug til að ná öllu tíðnisviðinu.
„Metal" snældur
Nýjasti flokkurinn í snældu
hópnum eru „metal” snældumar.
Þær komu á markaö með brauki og
bramli fyrir nokkram árum síðan.
En í ljós kemur að þessar snældur
standast ekki þær miklu kröfur sem
til þeirra hafa veriö gerðar. Sífellt
hefur hins vegar verið unnið að end-
urbótum. Og það skrýtna er að þar
eru menn sífellt að færast nær upp-
ranalegum snældum sem voru fyrst
fjöldaframleiddar árið 1934. Nýjustu
metalsnældurnar skila því mjög vel
sem inn á þær fór. En á þeim er einn
stór galli. Þær era dýrar. Klukku-
tíma snælda kostar hér á landi um
180 krónur. Þessar snældur slitna
fljótt og frá þeim er nokkur eigin
hávaði eða suö. Þaö liggur að síðustu
í hlutarins eöli að ef þessar spólur
era geymdar lengi, ég tala nú ekki
um í raka, geta þær hreinlega ryðg-
að. Að síðstu má telja fram enn einn
galla. Það er ekki hægt að nota
metalsnældurnar í hvaöa tæki sem
er. Á tækinu þarf að vera sérstök
stilling til þess, yfirleitt merkt
„metal”. Reyndar er hægt aö leika
Þegar búið er að velja sór segulbandstæki á enn eftir aö
velja snældurnar í það.
af þessum snældum á „króm” still-
ingu með slæmum árangri en alls
ekkiaötaka upp.
Eins og sjá má er hægt að fá
„normal” snældur fyrir innan við
þriöjung af verði „metal” snældu.
Krómböndin koma þarna eiginlega
mittámilli. DS/þýttogstaðfært.
Fiskskammtar
með ostafyllingum
— nýttfráFylltum
fiski SF.
Fylltir fiskskammtar eru nýir fisk-
réttir sem nú eru fáanlegir víða í
verzlunum. Fiskskammtarnir era út-
búnir hjá fyrirtækinu Fylltum fiski sf,
Hraunbæ 102, og eru fjórar tegundir
komnar á markað sem eru allar með
ostafyliingum.
Ný línuýsa er notuð í réttina, öll bein
tekin burt, fiskinum velt úr brauð-
mylsnu, síðan er hann kryddaður.
Fiskréttirnir bera heitin: Skinku og
ostafylling, þá er skinka og ostur hakk-
aö saman og látið inn í fiskinn. Rækju
og ostafylling er rækjur og rækju-
smurostur. Hvítlauksfylling hefur að
geyma hvítlauksost sem er kryddaður
með hvítlauksdufti og sítrónupipar en
hann er settur á alla réttina. Fjórði
skammturinn ber heitið Camembert
ostafylling.
I hverjum pakka eru 5 fiskstykki, og
vegur pakkinn um 6—700 gr. Kílóið
kostar 60 krónur þar af leiðandi er hver
fiskbakki á verðinu 35—40 krónur.
Fiskurinn er tilbúinn beint á pönnuna,
steiktur á venjulegan hátt úr smjörlíki
eða matarolíu, framreiddur með
kartöflum, heitri sósu og hrásalati.
-RR
Heill frumskógur af segulbandssnældum: