Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Tvískinnungur
stjórnvalda í
garð f riðar-
hreyfinga
Suður-Kórea:
SLAKAÐ Á RITSKODUN
I janúar síöastliðiö ár var rit-
skoöun á dagblööum aö mestu hætt í
Suður-Kóreu. Ritskoðun hefur veriö í
gildi þar í landi skv. herlögum síðan
Park Chung-Hee forseti var myrtur
áriö 1977. I staö ritskoðunar koma
eins konar reglur um störf blaöa-
mannaog stjómvaldaumhvaðmegi
fjalla oghvaö beriaðforðast.
I raun hefur verið komiö á nokkurs
konar „sjálfs ritskoöun” blaöanna.
Rauði þráðurinn í „leiöbeiningum”
er að blöðin skuli ekki birta neitt sem
stofnaö geti öryggi þjóðarinnar i
hættu með hliösjón af þeim mögu-
leika aö Norður-Kórea ráðist suður
yfir landamærin. Suður-Kóreanskur
•
blaðamaður sagði við kollega sinn
hjá Reuter „að vitaskuld gæti
stjórnin tengt svo að segja hvað sem
væri við þjóðaröryggi.” Fjölmiðlar
þar í landi telja þó slökun á ritskoöun
vera raunverulega, því að stjómin
hefur verið nokkuð hófsöm á bönn.
Nokkur dæmi má nefna um hvað
má fjalla um og hvað ekki. Gjarnan
má fjalla um liðhlaup og flótta
norðanmanna til suðurs og sömu-
leiðis má gjaman birta fregnir um
fangabúðir í norðri. Blátt bann er
hins vegar lagt við fréttaflutningi af
iiöhlaupi til norðurs og sömu sögu er
að segja um fréttaflutning af vinnu-
búðum fyrir pólitíska fanga í Suður-
Kóreu. önnur viðkvæm mál em til
dæmis viðskipti landsins við Kína og
kommúnistaríki í Austur-Evrópu.
Suður-kóreanskir blaðamenn eru
hvergi bangnir og segjast kunna aö
sigla milli skers og bám. Allt gengur
vel ef ekki er um aö ræða gagnrýni á
stjórn Chun, forseta seg ja þeir. Þó að
langt sé í frá að ritfrelsi riki hefur
ástandiö skánað mikiö. Þaö þótti
tíöundum sæta nýlega, er blöö birtu
greinar um mútuþægni frænda eigin-
konuforsetans.
Frændinn, Lee-Kyu Kwang fyrrv.
hershöfðingi var handtekinn fyrir að
taka við mútum frá fjárplógsmanni
nokkrum sem stundaði lánastarfsanL
Þetta mál var allt hið óþægilegasta
fyrir bæði forsetann og hinn ríkjandi
flokk: Lýðræðislega Réttlætis-
flokkinn. Það var prófsteinn á slökun
og á ritskoöun og Chun forseti leyfði
umfjöllun um málið í blööum. Fjár-
plógsmaðurinn sem hneykslinu olli
er fyrrverandi varaforstjóri kóre-
önsku leyniþjónustunnar og því mjög
tengdur hinum rikjandi aöiljum.
Enda þótt ríkissaksóknarinn hafi
hreinsað Réttlætisflokkinn af öllum
áburði um að vera flæktur i máliö, þá
viðurkennir talsmaður hans að málið
hafi skaöaö flokkinn. Stjómarand-
staöan hefur krafizt afsagnar þeirra
ráðherra sem ábyrgð bera á málinu
en fjárplógsmaðurinn komst yfir
ævintýralega fjárhæð eða milljarð
dala með svindli sem tókst vegna
veikleika í bankakerfinu.
Sala á erlendum tímaritum hefur
verið leyfð innan vissra marka.
Nýlega birti bandariska vikuritiö
„Newsweek” grein um að Chun
forseti hefði kæft hallarbyltingu í
fæðingu. Háværar raddir voru uppi
um það í stjórninni að banna sölu
ritsins í landinu en eftir að sölu þess
hafði verið frestað í nokkra daga
leyfði stjórnin sölu þess, á þeim for-
sendum að ef það væri bannað þá
gæfi stjórnin í skyn að eitthvað væri
hæftígreininni. -ÁS —Reuter—■
Austur-Þýzkaland:
Tékn friðarhrayfingar/Austur-Þýzkatandl: Ungur maðurbnytír sverðiiplóg.
þetta slagorð fellur um sjálft sig.
Einn þeirra lét hafa eftir sér að
„Dagblöð okkar” þ.e. Austur-þýzku
stjómvaldanna” hefði sagt frá því
undanfarin tvö ár að friðarhreyf-
ingin í vestur-hlutanum, sé fram-
sækin í eðli sínu. Af hverju á þá að
hindra okkur í að verja sömu sjónar-
mið og hún gerir í vestrinu?.... og
krefjast einnig, hér hjá okkur;
aðgerða í þágu afvopnunar.” I
Leipzig tóku þúsundir ungmenna
þátt í dagskrá „Rokk í þágu friðar”
Og þar hljómaði slagorðið:
Vopnlausan frið! I kirkjum
landsins ber það æ oftar við aö ung-
menni rísi upp og kveöji sér hljóðs
hjá kirkjugestum og lýsi yfir að
„AUir sem saman séu komnir í kirkj-
unni séu baráttumenn fyrir friði,
raunvemlegum, vopnlausum friöi...
>1
Einnig hefur veriö dreift í kirkjum
plaggi sem ber þann boðskap að
krefjast skuli „borgaralegrar þegn-
vinnu í stað herþjónustu” og einnig
að hætt verði að lesa í skólum rit sem
beri lof á vopnaburð. Af þess konar
lestrarefni er gnægð í austur-þýzku
skólakerfi. Það er ætíð sama sagan
ef atburðir eins og þeir sem greint er
frá hér á undan eiga sér stað, þá er
viðkomandi prestur yfirheyrður af
lögreglunni. En prestamir vita
aldrei neitt, gefa engin nöfn. Yfir-
völd kirkjunnar hafa verið vöruð við
af stjómvöldum og hafa hvatt til
stillingar. „Við óttumst að þetta
verði bælt niöur,” segir kirkjunnar
þjónn „því ef þessu heldur áfram
veröur það óhjákvæmilegt, því að
austur-þýzkum yfirvöldum geöjast
ekki að friðarhreyfingu, — í austri.
„Dóttir hins þekkta stjórnarand-
stæðings, kommúnistans Roberts
Havermanns (semer nýlátinn), fékk
að finna fyrir því.
Franziska, níu ára gömul var
beðin um að mála skriðdreka. Hún
gerði eins og fyrir hana var lagt og
málaöi skriðdreka í öllum regn-
bogans litum, og bætti við fyrir
neðan: Með skriðdrekanum em
menn drepnir. Kennslukonan skipaði
henni að strika út þessi orð.
Franziska litla neitaði.
-ÁS.
Byggt á Nouvel Observateur.
Friðarhreyfingu hefur skotiö upp í
Austur-Þýzkalandi þó í smáum stíl
sé, enn sem komið er. Nokkuð hefur
borið á ungu fólki sem ber merki í
barminum sem á er letrað
„Breytiö sverðum í plógjárn”. Þessi
setning sem tekin er úr bibUunni er
orðin slagorð þar í landi. Þaö er ekki
vitað með vissu hver hefur framleitt
þessi barmmerki og svar ungmenna
sem VOPOS (leynilögreglan) hand-
tekur og yfirheyrir vegna merkisins,
er gjarnan „Vinur minn gaf mér
það.” Yfirvöld telja að útgáfu
þessara merkja og ýmsa aðra starf-
semi í þágu friðar megi rekja til
evangeUsku kirkjunnar í Austur-
Þýzkalandi. Víst er um það að ýmsir
kirkjunnar þjónar taka þátt í friðar-
hreyfingunni sem nýtur ekki náðar
stjórnvalda. Má þar nefna Reiner
Eppelmann, prest. Hann samdi
„Berlínar-áskorunina” en inntak
hennar er: Vopnlaus friður. Á
skömmum tíma safnaði hann
þúsundum undirskrifta. Klerkur var
handtekinn og yfirheyrður varðandi
þessa undirskriftasöfnun.
Á sama tíma hömuðust æskulýðs-
samtök hins opinbera: „Frjáls æska
Þýzkalands” undir slagorðinu
„Vopnaður friður”. En starfsmenn
stjórnarinnar gera sér grein fyrir að
K
Sjálfsagt er útílokað að raunveruleg
friðarhroyfing nái nokkru sinni viðiika
áhrifum í austurhluta Þýzkalands og i
vesturhlutanum.