Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982.
5
Þremenningamir sem geröu myndina um Pólland, en í benni er f jallað um sögu landsins aiit frá stofnun þess og ástand
mála í dag. Eins og sjá má á myndinni er enn verið að vinna að kiippingu myndarinnar en væntanlega verður myndin
tilbúin til sýninga mjög bráðlega. Jenný er lengst til vinstri og við klippiborðið situr Hanna Halidóra. Viðmælandi
þeirra í myndinni er Tomas Tomczyk, sem sést aðstoða skólasystur sina við lokavinnsluna. Hann er pólskættaður í
báðar ættir og fluttist hingað til lands fyrir réttum þremur árum.
Það heyrir fremur til undantekninga
aö nemendur grunnskóla taki sig til og
ráðist í gerð kvikmyndar. Slíkt var þó
gert í Álftamýrarskóla í Reykjavík á
yfirstandandi skólaári — og er
árangurinn að líta dagsins ljós einmitt
um þessar mundir.
Um er að ræða tvær stuttar fræðslu-
myndir, sem hver um sig tekur um
rúmlega tíu mínútur í sýningu. Fjallar
önnur þeirra um líf og störf Charles
Darwins og þróunarkenningu hans, en
hin um ástand mála í Póllandi, stofnun
ríkisins og sögu þess allt fram til okkar
daga.
Darwin og
þróunarkenningin
Við litum inn í skólann á dögunum og
fengum að fylgjast með endanlegri
vinnslu myndanna og ræddum þar að
auki við aðstandendur þeirra.
Kvikmyndina um Darwin hafa fimm
stöllur úr áttunda bekk skólans unnið,
en þær heita Sigrún Eiríksdóttir, Helga
María Rúnarsdóttir, Eva Ágústsdóttir,
Vilborg Ævarsdóttir og Solveig
Sigurðardóttir.
Þær tjáðu blaðamanni að myndin
væri unnin út frá því námsefni sem
þær heföu numið í líffræði um veturinn.
I fyrstunni hefði hér aðeins verið um
leikþátt að ræða sem þær hefðu sett
saman og sýnt fyrir bekkjarfélaga
sína. Að lokinni sýningu hans hefðu
þær síðan afráðið í samráði við einn
starfsmann skólans, Martein Sigur-
geirsson bókavörð.að festa verkiö á
filmu sem þannig gæti betur notazt til
kennslu í þessu námsefni í framtíðinni.
hugsa að þessi kvikmynd okkar á eftir
að nýtast skólanum og nemendum
hans um ókomna framtíö við kennslu í
Við höfum raunar áður unniö svip-
aða kvikmynd og þá er hér um ræðir.
Þar var viðfangsefnið Nepal og sú þjóð
mikiö af gerð þessarar myndar. Bæði
hvað varöar sjálft námsefnið og svo
kvikmyndun. Þetta er vissulega mjög
Tomas Tomczyk, pólskættaði drengur-
inn sem sp jallað er við i myndinni tók
undir þessi orð Hönnu og sagöi enn-
fremur: ,,Ég hef vissulega haft mjög
gaman af þessu og það er ekki sízt
skemmtilegt að geta miðlað einhverju
af manns fróöleik til bekkjarfélaga
sinna með þessu sérstæða móti, sem
þessifræðslumynd er.”
„Nei, alveg örugglega ekki”, voru
orð krakkanna þegar þeir voru
spurðir hvort einhver þeirra hefði hugsað
sér störf viö kvikmyndir sem framtiðar-
vinnu.
„Þaö er gaman að þessu á meðan á
því stendur, en ætli menn verði ekki
þreyttir á þessu ef þeir ílendast í grein-
inni.
Jákvætt andsvar
viðskortiá
námsgögnum
„Við víkjum talinu að Marteini
Sigurgeirssyni, sem aðstoðað hefur
nemendur skólans við gerð myndanna.
Hann hafði þetta um afurð ungling-
annaaðsegja:
„Við vitum það flest sem sækjum
okkar störf til skólanna að skortur á
námsefni og gögnum er og hefur alltaf
verið mikill. Það er því mjög jákvætt
að nemendur eigi kost á því að geta
gripið inn í þau efni og bætt úr.
Það er líka næsta öruggt að svona
námsefni sem unniö er innan skólans
leggst miklu betur í nemendur heldur
en námsbækurnar sjálfar eða álika
kvikmyndir sem fluttar eru inn frá
öðrum löndum. Svo er þaö lika mjög
mikið atriði aö veita krökkunum tæki-
færi til að geta tjáð sig á þennan
Nemendur vid Alftamýrarskóla í Itevkjavík:
Vlnna kvfkmyndír
úé frá námsefní sínu
— tvær stnttar nm þróunarkennfngu Darwfns og
Póffand tilbúnar
Aður en ráðizt var í kvikmyndunina,
var verkið endurbætt til muna. Sjálf
vinnsla myndarinnar hefði síðan tekið
um fjórar vikur, en þær stöllur voru
allt í öllu við gerð hennar: Kvikmynd-
uðu sjálfar, leikstýrðu, léku, klipptu og
sömdu handrit þess svo að sjálfsögðu.
Kváðust þær vera mjög ánægðar með
verkið. Það hefði svo sem ekki verið
Marteinn Sigurgeirsson, bókavörður i
Álftamýrarskóla, sem befur leiðbeint
ki ökkunum við gerð myndanna.
mjög erfitt í vinnslu, en óhætt væri að
fullyrða að þær kynnu þennan þátt líf-
fræðinámsins miklu betur en ella hefði
verið.
Kvikmyndin á eftir
að nýtast skólanum
um ókomna framtið
„Þaö er líka þægilegt til þess að
líffræði,” sagöi ein stúlkan, og önnur
þeirra bætti við. ,,Ég held að það sé
líka ólíkt skemmtilegra að geta numið
þennan lærdóm með hjálp heima-
tilbúinnar kvikmyndar í stað einhvers
annars sem enginn heföi hugmynd um
hvernig til hefði orðið. ”
Fræðslumyndin um Pólland er síöan
unnin af tveimur stúlkum úr níunda
bekk skólans. Þær heita Þóra Jenný
Gunnarsdóttir og Hanna Halldóra
Leifsdóttir. Kvikmynd þeirra er unnin
sem verkefni í samfélagsfræði, en þar
var nemendum gert að taka eitt þjóð-
land fyrir og skrifa ritgerð um. Þær
stöllur ákváöu svo rétt eins og fyrr-
nefndi hópurinn að yfirfæra verkefni
sitt í form kvikmyndar sem síðar var
gert og tók verkið um fjórar vikur í
vinnslu.
Ekkert ósvipað og
Fréttaspegillinn
í sjónvarpinu
„Þessi mynd okkar er byggð upp
ekkert ósvipað og Fréttaspegillinn í
sjónvarpinu, ” sagði Jennýokkur.
„I skólanum okkar er einn nemandi
sem er pólsk-ættaður í báðar ættir og
fluttist hingað til lands fyrir rúmlega
þremurárum.
Myndin hefst með því að hann segir
okkur frá sögu þjóðar sinnar í grófum
dráttum, allt frá stofnun þess rétt fyrir
árið þúsund, allt þangað til kommún-
istar komust þar til valda.
Seinni hluti myndarinnar fer svo
mest í spjall um ástand mála eins og
þau eru nú um þessar mundir í landinu
og við reynum að gera fólki grein fyrir
því hverskonar þjóð Pólverjar eru og
hver framtíö þjóðarinnar verður. Við
vonum allavega að þessi umfjöllun
okkar um landiö sé nokkuð tæmandi og
geti notazt vel við frekari kennslu í
samfélagsfræðum við skólann.
sem það land byggir. Sú mynd tókst
vonum framar, og það var kannski
mest þess vegna sem við réðumst í
gerð Póllandsmyndarinnar. ”
Skemmtileg aðferð
tilaðlæra
námsefnið
Hanna tekur nú orðið af vinkonu
sinni: „Við höfum fræðzt alveg heil-
skemmtileg aðferð til að læra
námsefnið og ég held ég megi fullyrða
að við höfum öðlazt miklu meiri og víð-
tækari skilning á því sem er að gerast í
Póllandi með gerð kvikmyndarinnar í
stað þess ef viö hefðum numið staöar í
ritgerðinni. Áhuginn fyrir sjálfum
heimsmálunum og öllu því sem þar er
að gerast hefur jafnvel aukizt og það
held ég að sé okkur mjög til góðs,” og
áhirfaríka máta, sem kvikmyndin er
sem miðill.
Þess má svo loks geta að í framlíð-
inni kemur námsefnið til með að vera
flutt mestmegnis af video-spólum, og
raunar er þegar farið að gera slíkt. Við
erum því raunar að stiga spor i þá átt
sem hvort eð er verður farin fyrr eða
síðar.”
-SER.
Stölluraar er unnu að gerð kvikmyndarinnar um Charles Darwin og þróunarkenninguna hans. Sýning þeirrar myndar
tekur réttar tíu mínútur. Stúlkuraar eru, talið frá vinstri, Eva, Helga, Vilborg og Sigrún.
DV-myndir Einar Ölason.