Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Síða 12
28 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JtJNl 1982. „Skemmdarfýsn, þjófnaðir, svefn- leysi, óþrifnaður, vannæring”. Þetta er ekki lýsing á bömum í fátækrahverfi New York borgar. Þetta er lýsing á ís- lenzkum skólaböraum og orðin eru tek- in úr greinargerðum kennara úr skól- um vítt og breitt um landið. Þetta eru þau einkenni sem kennarar verða var- ir við hjá nemendum, svonefnd van- sældareinkenni. Greinargerðar þessar voru unnar í hópvinnu að loknum námskeiðum, sem Stefán Jóhannsson, erindreki Afengis- varnarráös, hélt fyrir kennara um for- varnarstarf í skólum og fræðslu um áfengis- og fíkniefnamál. Og lýsing- amar eru fleiri: „Stöðnun í námi, nem- andi er útiiokaður vegna vansældar sinnar, minnimáttarkennd, óeðlilegar geðsveiflur, mikilmennska, lokuð börn, athugunarleysi, búa til sögur, lifa í eigin heimi, pissa á sig, tauga- veikluð, hrædd, ósjálfstæö, mæta undir áhrifum í kennslustundir.” og andlegar. Orðið „misþyrming” kann að hljóma fullsterkt en veröur notaö hér engu að síöur. Misþyrming á börnum getur komið í veg fyrir annars góðan námsárangur og getur auk þess leitt til alvarlegri hluta síðar á lífsleið- inni. Þessum bömum er hættara við að leiðast út í ofnotkun áfengis og annarra vímuefna sem síðar getur leitt til af- brota. I skýrslum lækna varðandi afbrotamenn, kemur ítrekað fram, að viðkomandi hefur átt erfiða bemsku, hann hefur búið á heimili þar sem áfengisneyzla hefur spillt hinu eölilega heimilislífi, honum hefur aldrei verið sýnd ástúð og fleira mætti telja. Blm. DV sat námsstefnu hjá kennaranemum við Kennaraháskóla Islands, undir umsjón Stefáns Berg- manns en aðalfyrirlesari var Stefán Jóhannsson. Á námsstefnunni nefndi ekki skipta sér af einkalífi annarra. Varðandi spurninguna um friðhelgi heimilisins, leitaði undirrituð álits lög- fræðinga og töldu þeir að þegar um væri aö ræða nemanda sem ekki hefur aldur til að annast sig sjálfur, væri þaö skylda kennara að tala við foreldra og ef slíkt væri ógemingur þá væri hægt að snúa sér til bamaverndarnefndar viðkomandi staðar. Vandamálið verð- ur aftur á móti erfiðara viðureignar, þegar komið er að nemendum í eldri bekkjunum t.d. í skólum þar sem nemendur em komnir á fullorðinsár. „Aðgát skal höfð ínærveru sálar" Hugsanlegar misþyrmingar á böm- um geta verið margþættar, líkamlegar „ Vansæ/dar- einkenni í öllum skólum Það, sem er eftirtektarvert við þess- ar greinargeröir er það, að munurinn á milli skóla, t.d. bamaskóla og skóla, þar sem fullorðnir stunda nám, (fag- skólar, menntaskólar) er aðeins sá að í barnaskóla pissa nemendur á sig í hin- um skólunum mæta þeir undir áhrifum eöa mæta ekki á mánudögum. öll önn- ur vansældareinkenni koma fram í öll- um skólum. Það er ljóst aö einhverju er ábótavant á heimilum þessara nem- enda. Spuiningin er þvi, hvað geta kennaramir gcrt til að ná til þeirra nemenda sem bera merki vansældar? Þaö er aö sjálfsögöu ekki ætlazt til að kennari geti nokkum tíma komiö í stað foreldra en hann getur aftur á móti gripið í taumana þegar hann verður var við vansældareinkenni hjá nem- anda sínum. Hann getur talaö við for- eldra nemandans því nauðsynlegt er að koma á betri tengslum milli skóla og heimila. I áðurnefndum greinar- gerðum kemur fram ótti hjá kennur- um, um að þeir verði að viröa friöhelgi heimilisins og megi þar af leiðandi Þræll áfengislns. Skemmtilegt plakat, bannað af nemendum í 7. bekk Hvassa- leitisskóla. (DV-mynd: GVA) Stefán Jóhannsson m.a. nokkur dæmi um misþyrmingar á bömum sem munu verða talin hér upp: 1. Líkamlegar misþyrmingar. Hvemig aga foreldrar böm sín og hvemig er bömum hegnt? Bent var á að óverðskuldaður löörungur getur verið lengri tíma að gróa heldur en beinbrot. 2. Líkamleg vanræksla til dæmis skortur á hollum mat. Böm eru illa klædd og þau skortir athvarf. Oþrifin og skítug börn eru algeng sjón í skól- um. Einnig voru nefnd dæmi um böm sem sofa inni hjá foreldrum sínum til fuUoröinsára. 3. Munnlegar misþyrmingar. For- eldrar geta auðveldlega brotiö niður sjálfsvirðingu bama sinna, með ýmsu móti, til dæmis með því að segja barn- inu nógu oft hversu heimskt það sé, óþekkto.s.frv. 4. Tilfinningaleg vanræksla. Böm fá hvorki jákvæð né neikvæð viöbrögð frá foreldrum sínum, eða þau fá eingöngu skammir, þegar þau gera eitthvað rangt en aldrei hrós fyrir það sem vel er gert. I þetta dæmi fléttast einnig þegar börnum er aldrei sýnd ástúð og finna aldrei að nokkur sé til sem elskar þau. Undirrituð þekkir af eigin reynslu að þaö þarf ekki alltaf að vera um ofnotk- un áfengis eða annarra vímuefna að ræða, til að börnum sé ekki sinnt sem skyldi. Því miður þá eru þau allt í kringum okkur bömin, sem eiga svo önnum kafna foreldra að þeir mega ekki vera að því að sinna börnum sín- um. Og þegar sumir fullyrða, að þau böm, sem eru alin upp á fátækum heimilum séu bömin sem ganga sjálf- ala á götunum, finnst mér þaö lýsa heimsku viökomandi. Litið á læstu dyrnar á einbýlishúsunum í dým hverfunum. Hvar em þeir foreldrar? Sennilega að sinna hestunum sínum eða öðm dýru tómstundagamni. Hvar haldið þið að þessi litlu börn endi sem ala sig að mestu upp sjálf á götunum, vegna þess að gatan verður þeirra heimili? Það skal engan undra, þótt eitthvað fari úrskeiðis síðar í líf- inu. „Fyrirutan þríhyrninginn ' Þegar vandamál koma upp i skólum, verður það oft svo að foreldrar varpa ,,Vid skulum byr^ja brunninn áður en barnið dettur ofan í”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.