Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. 31 Eg ætla aö hef ja þennan þátt á því aö birta hér vísur eftir Hjört Kristmunds- son, sem hann kallar „gamlar stökur”. Ég feri Ijódi fornar slódir, frœgi gódan vísnarann. Logar íhlódum, gamlar glóðir gneista um fródan kvœdamann. Þá var ríman rökkurskíman raunatímans höfudból. Bragaglíman, vísnavíman veitti Mímis-börnum skjól. Þótt í kvöld ég strjúki strenginn, stydji völdin bögunnar, rímnaöldin gamla ergengin greypt á spjöldin sögunnar. Stormur vakir, kaldur kyssir kvœdaakur, breytast svid. Gamla stakan máttinn missir, menntir taka nýjar vid. Séra HelgiSveinsson kvaö: Til að hljóta þjódarþögn þeir, sem adra véla, gefa bara agnarögn afþví, sem þeir stela. Móöurætt Aðalbjörns Benediktsson- ar frá Aðalbóli í Miðfirði var kennd viö bæinn Rófu og þótti nokkuð nefstór, þetta voru sem sagt ættareinkenni. Aðalbjörn kvað: Margt erþad, sem manni erhollt, úr módurkvidi gefid. Okkar mesta œttarstolt erþó Itófunefid. Isleifur Gíslason á Sauöárkróki kvað: Kærleiksambod upp hann tók, ástargambri hreyfði, en hárkambaeyjan klók engin sambönd leyfði. Um krata í þorpi úti á landi, sem gekk allur haltur og skakkur, var þetta kveðið. Ekki veit ég nafn hans né höfund vísunnar: Langtum betur Ijósum orðum lýsir skrokkurinn, að hann genginn er úr skorðum eins og flokkurinn. Þessi vísa mun hafa verið ort líklega um 1930. Ekki veit ég höfundinn: Hleypur þjóð í felur frekt, fœlist lygasóninn, þegar Hermann hefur trekkt Hriflu-grammófóninn. Eftirfarandi vísu heyrði ég Benedikt Jónsson frá Aðalbóli í Miðfirði kveöa, er hann var nokkuð við skál; hann kvað þetta undir laginu „Efst á Arnar- vatnshæðum”.: Ég þekki þessa kalla, þeir eru fyllisvin. Ég míg yfir þá alla og eins gerir kerlingin mín. Haraldur Hjálmarsson kvað: Ég er lúinn, það er afþví, adþung er brúna taskan. Svona getur sigið í svartadauðaflaskan. Stefán Stefánsson frá Móskógum kvað: Ástin kyndir elda sína ásamt girndinni. Ég hef yndi afþér Stina eins og syndinni. Og Stefán kvað einnig þessa: Afþví hún var gleðigjörn, girnileg og fögur, eignaðist hún átta börn og óteljandi sögur. Oft glettast skáld okkar hvert við annað. Þegar Tómas Guðmundsson skáld varð fimmtugur, kvað Steinn Steinarr: Hér situr Tómas skáld með bros á brá, bjartur og hreinn sem fyrsta morgunsárid. Ó, hve mig, vinur, tekur sárt að sjá, ad sálin hefur gránað fyrr en hárið. Þegar menntaskólamir voru aðeins tveir, þ.e. í Reykjavík og á Akureyri voru oft glettur með sunnan- og norðanstúdentum, þótt aldrei væri rígur þeirra á milli. Sunnanstúdentar reyndu að stríöa norðanstúdentum með því að kalla þá Möðruvallagagn- fræðinga. Þá orti einn sunnanstúdent- anna, því miður veit ég ekki, hvaö hannhéteðaheitir: Montinn rakki argur enn eyru sperrir, skottid hringar. Þykjast ödrum meiri menn Möðruvallagagnfrœðingar. Eitt sinn sátu þeir saman ásamt fleirum, sennilega aö sumbli, Steinn Steinarr og Ásgeir Jónsson, jám- smiöur í Reykjavík. Þá kvað Steinn til Ásgeirs: Þó að Herrans handaflaustur hafi ei vandað skapnað þinn, á þig negldist nógu traustur nesjamennskusvipurinn. EnÁsgeir svaraði: Vel tókst Drottni að gera gripinn, gleymdist varla nokkur lína, Dalamennsku sauðasvipinn sveið hann inn í ásýndþína. Eg hef ekki heyrt nema eina vísu, sem eignuö er þessum Ásgeiri. Hann átti að hafa setið að sumbli með kvænt- um manni. Sá kveið mjög fyrir að koma heim til konu sinnar eftir sumbl- ið, svo að Ásgeir fylgdi honum heim til þess að taka af mesta „stuöið”. Þegar heim til þess kvænta kom, fóru hjónin inn í svefnherbergið og hófst þar hörð rimma og skammir. En smám saman hljóðnaði í svefnherberginu, og að lokum datt á dúnalogn. Ekki voru svefnherberg- isdyrnar vel lokaðar, svo að Ás- geir gat gægzt inn til þess að vita, hvaö hefði valdið þessum umskiptum. Er hann leit inn í svefnherbergið blasti við honum sjón, sem hann lýsti með þessari vísu: Harða storma hefur lœgt, hér er saminn friður. Yfirsœngin hœgt og hœgt hreyfist upp og niður. Eg er viss um, aö margir telja mig fara rangt með þessa vísu, því svo margar útgáfur hef ég heyrt af henni. Fyrir u.þ.b. þrjátíu árum voru þau skáld, sem ortu óstuðlað, jafnan kölluö „atómskáld”. Eitt sinn var Stefán Hörður staddur í „partýi”, þar sem saman voru komin skáld og „mikil- menni”. Stúlka var þar utan af landi, greind vel, en haföi ekki mikið álit á þeim, er hún kallaði „atómskáld”. Hún var þekkt í Skemmtanalífinu, ekki sízt meðal heldri borgara. Hún ávarpaði Stefán „atómskáld”, en hann svaraði ekki slíku uppnefni og þagði sem fast- ast. En er líða tók á samkvæmið og Stefán hafði ekki látið neitt til sin heyra, ávarpaði stúlkan hann og sagði: „Gerðu nú vísu atómskáldið þitt.” Stefán Hörður svaraði þá án nokkurrar umhugsunar: Þóttú signir sóma þinn og sýnir tign á götu, dólgar hrygna lþig inn eins og migna skötu. Þorsteinn skáld frá Hamri kvaö um sjálfan sig: Ráð og vit er rœnuskert, reynast bitur œvigrið, ekkert ritað umtalsvert, enda sit ég kútinn við. Vísa Káins, sem birtist hér fyrir skömmu, hefur verið ort upp, líklega á Austurlandi, og ekki veit ég höfundinn að breytingunni: Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin þekku, öl og vín. Að ég drakk erþað að þakka, aðþú ert ekki konan mín. Takið eftir innríminu í vísunni breyttri. I „Helgarvísum” 15. maí birtust vísur eftir Jóhannes úr Kötlum og Svein Hannesson frá Elívogum. Prent- villa var í vísu Sveins, eins og hún birt- ist. Ég bað blaðamann hjá Dagblaðinu og Vísi að leiðrétta þetta í blaðinu 22. maí, en hann brást því loforði. Vísa Jóhannesar var svona: Drósir ganga, dreyrinn niðar, drjúpa skúrir. Eg sagði, a ö þarna sæjust f jórar ljóð- linur. Takið fremsta bókstafinn af hverju orði fyrri partsins, þá kemur seinni parturinn í ljós. Hið sama gildir um vísu Sveins og er hún rétt með farin svona: Sléttum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna. Eg gat þess, aö aðeins ein villa, n- villa, væri í síðari hluta vísunnar, í stað „ráðinn” á að vera „ráðin”. En það er líka einstök snilld við vísu Sveins, aö hana má lesa afturábak. Hún er sléttubandaafdráttarháttur. Nú byrjum við á aösendu efni. I „Helgarvísum” þann 15. maí birti ég vísur eftir Margréti Olafsdóttur, ágæt- ar vísur. Hún sendi eitt vísuerindi og bað mig að grennslast eftir, hvort þetta væri sjálfstætt erindi eða hluti af lengra kvæði. Um höfund spurði hún og því miður er hann enn ekki fundinn. En svo vildi til, að áttræð kona, Einara Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Húnavatns- sýslu, kona Hjartar Kristmundssonar skólastjóra, kannaðist við kvæðið, sem erindið var úr, og er kvæðið svona, þótt höfundur sé því miður enn ekki fund- inn: Ef viljirðu svívirða saklausan mann, þá segðu ’ ekki ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona i veðrinu vaka, að þú vitir, að hann hafi unnið til saka. Gakktuþá svona frá manni til manns, unz mannorð er flúið og virðingin hans og hann er i lyginnar helgreipar seldur, hrakinn og vinlaus í ógæfu seldur. Svo þegar allir hann erta og smá, með ánægju getur þú dregið þig frá. Láttuþá svo semþú verja hann riljir, vitir hans bresti og sökina skiljir. Mér þætti mikill fengur að, ef einhver vissi höfund þessara ljóðlína og gæfi „Helgarvísum” nafn hans upp. Eg sagöi nýlega í „Helgarvísum”, að Hjörtur Kristmundsson væri mesta níðskáld, sem ég hefði kynnzt. En Hjörtur lætur ekki mikið yfir sér og svarar þessum ummælum mínum þannig: Mín var lund i æsku ör, þótt elliblundinn nú ég kjósi. Þó níð mér stundum stökkvi af vör, ég stend ekki undirþínu hrósi. Það er galli á gjöf Njarðar, að þótt ég fái vísur sendar í bréfum, skrifa menn ekki fullt nafn sitt undir og svo er hitt, að þeir menn, kunningjar mínir, sem láta mér í té vísur, vilja ekki láta nafns síns getið. Eg hef orðið dálítið fyrir barðinu á þessu, því aö sumir kunningjar minir bera upp á mig, auðvitað að ósekju, að ég haf i ort þessa og hina vísuna, sem í „Helgarvísum” hafa birzt. Maður, sem nefnir sig t.d. aðeins „M”, sendir þennan botn: Þó að oft sé vonin veik, verður á henni að lifa. Una skal við önn og leik. Aldrei seglin rifa. Nú svo koma auðvitaö kosninga- vísur, þótt seint sé (ég verð alltaf að skila handritum í Heigarblaðið með 8 dagafyrirvara). Alþýðubandalagsmaöur, gamall kunningi minn, yrkir um krata, en ég má ekki kalla hann ööru nafni en Gvend J. En vísan er svona: Á krata- gengur lélegt -lidid, leifar: goggur, fóarnlétl. Fœrþví senn að fullu riðið fólkið, sem að hugsar rétt. Og ekki eru sjálfstæðismenn betri að hitta úti á götu, þegar þeir láta mig fá vísu eftir sig — eru hræddir við að vera dregnir í dilka með Geir eða Gunnari eða koma af stað enn meiri illindum í flokknum. Sá sem yrkir næstu vísu sagði, að ég mætti nefna sig S.T. Vísan ersvona: Sínum haga seglum kann sá, er hélt um stjórnvölinn. Þó að Geir sé glaður, vann Gunnar stærsta sigurinn. Gunnar Sigurðsson sendir þessa vísu: Ofl er sœlt að sitja í náðum, er sést á kommagreyjunum. En œtli þeir verði ekki bráðum óróir l sætunum. Og enn einn sjálfstæðismaður, auð- vitað má ég ekki gefa upp nafn hans, kveður: Barðist fólk mcð eld í æðum, á árangrinum varð ei bið. Sjálfstæðið á sigurhæðum sjónum allra blasir við. Siguröur Jónsson, ekki leynir sér, aö hann er Gunnarsmaður í Sjálfstæðis- flokknum, sendir þessa vísu: Þegar upp dagur þessi rann, þcyttu allir lúðurinn. Glæsilega Gunnar vann, Geir var bara trúðurinn. „Loki Laufeyjarson” sendir næstu vísu. (Eg veit að vísu hið rétta nafn þess, er notar þetta dulnefni, en hann hótar mér því aö láta mér enga vísu lengur í té, ef ég komi upp um hann). En vísa „Loka”ersvona: Upp við snauðan íhaldsmenn almúgann sig viðra. Svona var og erhún enn ,,upplýsingin syðra". Þaö er auðséö, að „Loki” hefur haft vísu Jóns á Bægisá í huga: (>, hvegledur íelandx þjóö upplýsingin syðra. Þeirhafa smíðað þessi Ijóð, þú mátt syngja Viðra. (Þessa vísu hef ég áður birt, en tík séra Jónshét Viðra), Jón Jónsson (hann gaf ekki upp heimilisfang) sendi þessa vísu: Framsókn ganíla stóð i slað, stórum mun það fróa' 'henni. Skyldi hún hjara, afþví að ekki taki ’ að lóga ’ ’henni. „Anonymus” sendir mér þessa vísu, sem hann segist hafa ort timbraður, en að gefnu tilefni: Þögull hugsa ’ég um það einn, sem aðrir kunna' að hjala, en þegar kastar steini Steinn, steinar fara 'að tala. „Anonymus” segist líka hafa ort þessa vísu aö gefnu tilefni fyrir all mörgum árum: Fyrir hennar þol ogþrótt þeim varð bættur skaðinn. Hún átti ’ að verða amma' í nótt, er svo mamma ’ í staðinn. Helgi vinur minn Hóseasson, tré- smiður, hefur nýlega gefið út fjölrit- aðar frægustu rímur, sem ortar hafa verið á 20. öld og af einhverjum fræg- asta Islendingi, sem nú er uppi. Sjálfur er Helgi ábyrgðarmaður. Helgi sendi mér þessa frægu rímu, en ég vil hvorki birta heiti rímunnar né höfundar. Því get ég hér aöeins birt tvær fyrstu man- söngsvísurnar, því að hin þriðja ljóstr- aði strax upp leyndarmálinu. En þess- ar vísurerusvona: Út skal hrinda úr óðar vör yggjar lind að blanda. Sælir vindar flýti för fram til yndisstranda. Burt af stað úr brælu’og reyk ber oss hraðan gola. Látum vaða ægis-eyk eins og graðan fola. Það er nú reyndar freistandi að birta þá þriöju, ég get ekki stillt mig um þaö: Þegar hallar bylgjan blá beinhákarls í tröðum, — megi allir minnast á mann frá Hallgilsstöðum. En þeir, sem áhuga hafa á að fá rímurnar allar, verða að snúa sér til Helga. Þar sem enn hafa engir botnar borizt viö síðustu fyrripörtum, tel ég ekki þurfa að koma með neina nýja að sinni. f’að er mér mikill léttir. En „Helgarvísum” verður að ljúka með einni snyrtilegri að vanda. Les- endur mættu gjarnan senda mér einhverjar snjallar vísur af því tæinu. En við skulum ljúka þættinum með þessari: Ég finn ei ylinn frá henni, flest mér hylur drósin. Er nú biluð á henni undirspiladósin ? Eg veit ekki höfund þessarar vísu, en ég held, aö hún hafi verið ort einhvern timann fyrir 1950. SKÚLIBEN. Helgarvísur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.