Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982.
19
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
Tónleikar Boris Christoff:
Viðburður sem
ekki verður
endurtekinn
Bassasöngvarinn frægi, Boris
Christoff, kom til landsins á
þriðjudag og mun halda tónleika í
Laugardalshöll á sunnudaginn.
Sinfóníuhljómsveitin mun leika á
tónleikunum og verður Gilbert Levin
stjórnandi hennar. Christoff mun á
tónleikunum syngja hluta úr þekkt-
ustu óperuhlutverkum sínum, meðal
annars, söng Filippusar II. úr
óperunni Don Carlos eftir Verdi og
dauða Boris keisara úr óperunni
Boris Godunov eftir Mussorgsky.
Boris Christoff er fæddur í Sofia í
Búlgaríu og er nýbúinn að halda
upp á sextíu og þriggja ára afmælið.
Afi Christoffs og faðir voru báöir
þekktir söngmenn og Boris hóf ungur
aö syngja í kór áhugamanna, Gosula
kórnum. Arið 1942 hóf hann svo
söngnám á ttalíu en varð aö hverfa
þaðan vegna stríðsástandsins. Hann
fór til Salzburg 1943 og hóf söngnám
þar en sneri aftur til Italíu og fyrri
kennara sins, Maestro Strachari,
þegar stríðinulauk.
Söngferill Christoffs má heita
óslitin sigurganga. Hann hefur
sungið í öllum helztu. óperuhúsum
Evrópu og Bandaríkjanna.
Gagnrýnendur hafa keppzt við að
hlaða á hann lofi og þótt hann eiga
fáa sina líka í söngmenntinni.
Islendingum gefst einstakt tæki-
færi til að hlýða á Boris Christoff á
sunnudagskvöldið í Laugardaishöll
klukkan 17:00. Á efnisskránni hjá
Christoff og Sinfóníuhljómsveit
Islands verða verk eftir Mozart,
Verdi, fyrir hlé, en eftir hlé er dag-
skráin helguð rússnesku tónskáldun-
um Glinka, sem kallaður hefur verið
faðir rússneskrar óperu, Tchai-
kovsky og Mussorgsky.
-SKJ.
Leiklist
Þjóðleikhúsið
um helgina:
Aðeins ein sýning verður í Þjóöleikhúsinu um
þessa helgi og verður það sýning á Meyja-
skemmunni, eftir Franz Schubert á laugar-
dagskvöldið. Eru þá aðeins tvær sýningar
eftir á þessari vinsælu óperettu, en búið er að
sýna verkið tuttugu sinnum. Með helztu hlut-
verkin í sýningunni fara Sigurður Björnsson,
Katrín Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvars-
son.
Tilkynningar
Norræna félagið
Eins og undanfarin ár verður í sumar haldið
Norrænt æskulýðsmót — Nordisk ungdoms-
treff 1982 —. Fer mótið aö þessu sinni fram í
Noregi dagana 7.—14. ágúst nk.
Mót þessi eru haldin og skipulögð af nor-
rænu æskulýðssamtökunum, og hafa lands-
samtök í sérhverju Norðurlandanna veg og
vanda af mótinu til skiptis. A síöastliðnu
sumri var slikt mót haldið í Finnlandi og þá i
fyrsta sinn með þátttöku frá Grænlandi svo og
öllum hinum Noröurlöndunum.
Á þessum æskulýðsmótum gefst gott tæki-
færi til kynna milli norræna ungmenna og er
þátttaka öllum heimil sem náö hafa 15 ára
aldri.
Mótsstaðurinn í ár er á strönd Þelamerkur-
fylkis í bænum Kragerö við vestanverðan
Oslófjörð. Ráðgerð er hópferð frá tslandi og
veitir skrifstofa Norræna félagsins í Norræna
húsinu v/Hringbraut allar nánari upplýsingar
en þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt
skrifstofunni fyrir20. júní nk. Sími 10165.
Norræna félagið
Vinabæjarferð til Finnlands 30. júní til 7. júlí
1982.
Á vegum Norræna félagsins verður farin
vinabæjarferö til Finnlands í sumar. Þangað
fara þátttakendur til 5 bæja sem eiga vina-
bæjatengsl hér. Hluti af hópnum mun dvelja i
Helsingfors, en flogið verður beint þangað.
Þá koma til landsins meö sömu ferð gestir
frá Finnlandi sem heimsækja 12 bæi hér á
landi sem eru i vinabæjartengslum við
finnska bæi.
Er þetta liður í að auka ferðalög um Norð-
urlönd, en árið 1982 er norrænt ferðaár.
Vegna forfalla eru enn nokkur sæti laus í
þessa ódýru og áhugaverðu ferð. Upplýsingar
eru gefnar á skrifstofu félagsins i síma 10165.
Húsmæðraorlof
Kópavogs
verður á Laugarvatni dagana 5.—12. júlí.
Tekið verður á móti greiðslu 25. júní í Félags-
heimili Kópavogs, 2. hæð, frá kl. 16—18.
Nánari upplýsingar veita Rannveig í síma
41111, Helga 40689 og Katrín 40576.
Leiksýning helgarinnar:
Beint úr óhrjálegum
veruleikanum
— „Skilnaður” eftir Kjartan Ragnars á Listahátíð
Á laugardagskvöld kL 20.30 veröur
frumsýnt í Iönó splunkunýtt leikrit
eftir Kjartan Ragnarsson, ,,Skilnað-
ur.” önnur sýning verður á sunnu-
dagskvöld, en síöan veröur leikritið
geymt til hausts og þá sýnt áfram í
Iönó.
Leikritiö er hörkuspennandi frá
upphafi til enda. Ekki er rétt að
ljóstra neinu upp um efni þess. Við
látum nægja að segja aö þarna ger-
ast óhrjálegir atburðir, en ekki eru
þeir heilaspuni höfundar heldur sótt-
ir beint í fjölmiöla. Leikurinn er inn-
legg í umræðu um beizkan veruleika
sem alltof margir kannast við.
Sviðsetningin er mjög nýstárleg.
Leikiö er á miöju gólfi áheyrendasal-
ar, en leikhúsgestir sitja allt um
kring í upphækkuöum sætum, einnig
á sviðinu þar sem sýningarnar fara
venjulega fram. Fjögra rása hljóð-
kerfi er hér notaö í fyrsta sinn viö
leiksýningu í Reykjavík. Gefur þaö
möguleika til að láta leikhljóð óma
úr öllum hornum salarins i einu.
Höfundur leikstýrir verkinu sjálf-
ur. Leikmynd og búninga hefur
Steinþór Sigurðsson gert og spáum
viö því aö hvort tveggja muni vekja
athygli, sem og fjórrödduö leikhljóö
Áskels Mássonar. Þá annast Daníel
Williamsson lýsingu.
Guörún Ásmundsdóttir og Jón
Hjartarson leika hjónin sem skilja,
en Sigrún Edda Bjömsdóttir dóttur
þeirra. Ennfremur fara Soffía
Jakobsdóttir, Aöalsteinn Bergdal og
Valgeröur Dan með stór hlutverk .ihh
Af æfingu á „Skilnaði” Kjartans Ragnarssonar.
Kvenfélagið Seltjörn
minnir á ferð til Þykkvabæjar með eldri
bæjarbúum laugardaginn 19. júní.
Ferðalög
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudaginn 20. júní:
a. kl. 8.00, Þórsmörk. Verð 250 kr.
b. kl. 13.00. 11. ferð á Reykjanesfólkvang:
Selatangar. Verð 150 kr. frítt f. böm m. full-
orðnum. Farið frá BSt, vestanverðu.
Mánudagur 21. júní kl. 20.00.
Sólstöðuferð í Viðey. Leiðsögumaður Lýður
Bjömsson, sagnfræðingur. Verð 90 kr. Frítt f.
böm m. fullorðnum. Brottför frá Sundahöfn
(komhlaðan).
Miðvikudagur 23. júní kl. 20.00.
Áttunda Jónsmessunæturganga Útivistar.
Sumarleyfisferði:
a. öræfajökull. 26,—30. júní. (mástytta).
b. Esjuf jöU — Mávabyggðir. 3.-7. júlí.
e. Homstrandir. Margir möguleikar.
SJÁUMST.
Útivist
HELGARFERÐIR:
Föstudagur 18. júní.
1. Þórsmörk. Gist í nýja Útivistarskálanum í
Básum. Gönguferðir f. aUa.
Útivist
2. EyjafjaUajökuU,
1666 m. Hámark
12 þátttakendur.
GistiBásum.
Laugardagur 19. júní.
Suður um Reykjanesfólksvang. Bakpokaferð
(göngutjöld) Brottför kl. 9.00. Góð æfing fyrir
lengri ferðir.
Sjáumst.
Uppl. og farseðlar á skrifstofunni, Lækjar-
götu6a,s. 14606.
Kjarvalsstaðir:
r r
ISLENZK TONVERK
Tvennir tónleikar verða haldnir á
Kjarvalsstööum um helgina. Á
iaugardaginn veröa flutt verk eftir
Hafliða Hallgrimsson, en á sunnudag
eru tónsmíöar Þorkels Sigurbjörns-
sonar á dagskrá. Þetta eru síðustu
tónleikarnir á Kjarvalsstööum í
tengslum viö Listahátíö.
Á tónleikunum á morgun mun
Halldór Haraldsson leika .IFimm
stykki fyrir píanó” eftir Hafliða
Hallgrímsson. Nora Kombluhe selló-
leikari, Oskar Ingólfsson klarínettu-
leikari og Snorri S. Birgisson píanó-
leikari leika síöara verkiö á tón-
leikunum, en þaö ber nafnið
„Brunnu beggja kinna björt ljós” og
er eftir Guðmund Haf steinsson.
A sunnudaginn veröa leikin tvö
verk eftir Þorkel Sigurbjömsson.
Olöf K. Haröardóttir syngur „Níulög
við ljóö eftir Jón úr Vör” við undir-
leik tónskáldsins sjálfs. Síöara verk-
iö á efnisskránni er „Petits Plaisirs”
smáglens). Flytjendur þess eru Rut
Ingólfsdóttir fiöluleikari, Unnur
María Ingólfsdóttir fiöluleikari, Inga
Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og
Höröur Áskelsson sem leikur á
sunnudag hefjast báöir klukkan
17-00. -SKJ
„Fimm stykki fyrir pianó” eftir
Hafliöa Hallgrímsson verða flutt á
Kjarvalsstöðum á morgun.
sembal.
Tónleikamir á laugardag og
Þorkell Slgurbjörnsson. Tónleikarnlr
á Kjarvalsstööum á sunnudag verða
helgaðir verkum hans.