Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina ari og talinn standa næst Bob Marley sálnga SVARTA iRIÐUNNI unarferö. Þá stendur til aö ganga á Snæfell og Fannborg. Ekkert er því til fyrirstöðu aö þátttakendur í þess- ari ferö hafi skíöi sín meö sér, því aö í Kerlingarfjöllum er aöstaða öll góð til skíðaferöa. Á sunnudag veröa tvær dagsferðir hjá Utivist. önnur í Þórsmörk og hefst hún kl. 8. Hin er í Herdísarvík og hefst kl. 13.1 Herdísarvík bjó Ein- ar Benediktsson síðustu ár ævi sinnar en staðurinn telst nú eign Há- skóla Islands. Er þar skáli sem starfsfólk háskólans og nemendur hafa stundum dvaliö í. I þessari ferð á sunnudag verður einnig komið við í Strandakirkju. Sú kirkja er fræg orðin vegna áheita en nauðstöddum og öðrum er í vanda eru staddir þykir gott aðheita á kirkjuna. Bækur: „Bæirnir byggjast” eftir Pál Líndal: „/ UÓTU ÞORPI ELSTUPPILLA MENNTUD KYNSLÓD” Margir nýir kaupstaöir voru lög- giltir hér á landi á síöustu öld, stund- um við litla hrifningu alþingismanna og bændahöfðingja. Þegar 212 Borgnesingar sendu Alþingi bæna- skrá árið 1855 og báöu um „leyfi til að byggja kauptún” var því treglega tekiö og fékkst ekki samþykkt fyrr en eftir tólf ár og miklar umræöur. Sr. Eiríkur Kúld sagöi að slíkur stað- ur mundi ala upp „leti og ómennsku í fólki”, og Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari var sama sinnis:, ,Mýra- menn hafa sjálfir sagt sumir við mig að þeir vildu aö þar kæmi aldrei kaupstaður því að af honum yröi ekkert liö en leiddi hjú til ýmissar óreglu og slangurs.” Þessar upplýsingar og margar aðrar er að finna í bók upp á 432 blað- síður, Bæimir byggjast, eftir Pál Líndal sem út kom í fyrradag. Fjall- ar hún um skipulag þéttbýlis á Islandi fram til ársins 1938 og er gefin út í tilefni þess að nú eru 60 ár liðin síðan fyrst voru sett lög um þau efni, nr. 55/1921. Utgefendur eru Skipulagsstjóri ríkisins og Sögu- félag. Það hefur ekki mikiö verið ritað um þessi mál síðan Guömundur Hannesson læknir og prófessor sendi frá sér bókina ,,Um skipulag bæja” árið 1916. Hún er löngu ófáanleg en Páll Líndal greinir ítarlega frá henni. Kemur meðal annars fram að Guðmundur taldi umhverfið mótandi fyrir einstaklinginn: „I ljótu óþrifa- legu þorpi elst venjulega upp illa menntuð, smekklítil og hiröulaus kynslóð, sem festir enga ást á því, stendur á sama um það og hefur þaöan fáar þægilegar endurminning- ar.” Stór hluti bókarinnar eru lýsingar á 22 bæjum, sem skipulagsskyldir urðu samkvæmt fyrmefndum lög- um á timabilinu 1921 til 1938. Fylgja textanum uppdrættir og myndir. Er bókin öll hin fróðlegasta og ekki ólík- legtaðhöfundi verði að ósk sinni þar sem hann segist í formála vonast til að ritið verði „einhvers konar Hungurvaka, veki aukinn áhuga á þróun skipulagsmála á Islandi.... ”. Ritið má fá á sérstöku kynningar- verði hjá Sögufélagi, Garðastræti 13 B,framtill5. október. ihh -SA. Frá Kerlingarf jöllum, en þangað er ferð á vegum Utivistar um helgina. * LARVIK: GLOUCESTER, MASS: Hvassafell... ...16/8 Jökulfell .... ... 10/8 Hvassafell... ...30/8 Skaftafell.... ... 9/9 Hvassafell... ... 13/9 Hvassafell... .. .27/9 HALIFAX, KANADA: JökulfeU .... Skaftafell.... ... 12/8 ... 11/9 Skemmistaðir ÞÓRSKAFFI: Þar mun dansinn duna um helgina. A neðri hæð er diskótek en á efri hæð- inni skemmtir Dansbandið gestum staðarins. Húsið opnaö kl. 10. LEIKHÚSKJALLARINN: Þar verður lokað til ágústloka. GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó- tekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er diskósalur 74, tónlistin úr safni ferðadiskó- teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins öll kvöld helgarinnar. LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu dansarnir. Valgerður Þórisdóttir syngur við undirleik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson- ar. HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld, gömlu dansarnir. HÓTEL BORG: Diskótekið Dísa sér um diskósnúninga bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduðu tagi sem hæfir gömlu dönsunum. HÓTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags- kvöld munu hljómsveit Finns Eydal og Helena skemmta í Súlnasalnum og dansinn mun duna frá klukkan 10—3. Auk þess er Grillið opið alla daga BROADWAY: Opið verður laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitin Galdrakarlar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. HOLLYWOOD: Þar verður diskótekið í gangi bæöi kvöldin og á sunnudagskvöld koma svo tízkusýningasamtökin Model 79 og sýna gestum staðarins nýjustu tízkuna. KLÚBBURINN: Þar verða að venju tvö diskótek í gangi auk þess sem hljómsveitin Pass leikur Iifandi tónlist. I Klúbbnum er opið frá 11.30-3.00. SIGTÚN: Diskótek verður bæði föstudags- og laugardagskvöld. ÓÐAL: A föstudagskvöld verður Ásmundur í diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á sunnudag og að venju allir í banastuði. SNEKKJAN: A föstudagskvöld verður Halldór Ámi í diskótekinu en á laugardags- kvöld mun hljómsveitin Metal skemmta gestumstaðarins. ÚLLEN DÚLLEN DOFF revíuflokkurinn: Siglufjörður: Föstudaginn 6. ágúst, Hótel Höfn. Skagafjörður: Laugardaginn 7. ágúst, Miövangur. Akureyri: Sunnudaginn 8. ágúst, Sjallinn. Leiklist Light Nights fyrir erlenda f erðamenn Ferðaleikhúsið, sem einnig starfar undir nafninu The Summer Theatre, er með hin- ar vinsælu sýningar sinar á Light Nights að Fríkirkjuvegi 11, við Tjömina í Reykjavík. Sýningar eru fjórum sinnum í viku, þ.e. á fimmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningamar kl. 21.00. Light Nights sýningamar era sérstak- lega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið i Light Nights er allt íslenzkt en flutt á ensku, að und- anskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er lesið úr Egils- sögu. Á milli atriða eru sýndar skyggnur af verkum islenzkra listamanna og leikin ís- lenzk tónlist af hljómplötum. Leiksviðsmynd- in er gömul íslenzk baðstofa. Allt talað efni er flutt af Kristinu G. Magnúss, leikkonu. Þetta er þréttánda árið sem Ferðaleikhúsið færir upp leiksýningar fyrir enskumælandi ferðamenn í Reykjavík, en einnig hefur leik- húsið haldið sýningar víða erlendis, í Banda- ríkjunum, á Endinborgarhátíöinni í Skotlandi og síðast í the Art Theatre, West End, London. Ferðalög Útivistarferðir Dagsferðir Sunnudagur 8. ágúst. Þórsmörk kl. 8.00. Verð kr. 250.- Selvogur-Strandarkirkja-Herdísarvik kl. 13.00. Verð kr. 150,- Brottför í báðar ferðimar frá BSI bensínsölu. Frítt f. böm m. fullorðnum. (Ath. að í Þórsmörk greiðist hálft gjald fyrir 7—15 ára). SJÁUMST. Útivistarferðir Helgarferðír 6.-8. ágúst. 1. Þórsmörk. Gist í nýja Útivistarskálanum í Básum. Gönguferðir fyrir alla. Föstudagur kl. 20.00. 2. KerlingarfjölL Tjöld. Litadýrð Hvera- dalanna skoðuö, gengið á Fannborg og/eða Snækoll. Skiðaland. Föstudagur kl. 20.00. Sumarleyfisferðir: 1. Eldgjá-Hvanngil 11.-15. ágúst. 5 daga bakpokaferð. Fararstj. Hermann Valsson. 2. Gljúfurleit-Þjórsárvcr-Arnarfell hið mikla 17.-22. ágúst. 6 daga bakpokaferð. Fararstj. Hörður Kristinsson. 3. Laugar-Þórsmörk 18.-22. ágúst 5 daga bakpokaferð. Fararstj. Gunnar Gunnarsson. 4. Sunnan Langjökuls 18.-22. ágúst. 5 daga bakpokaferð. Fararstj. Egill Einarsson. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjargötu 6a, sími 14606. SJÁUMST.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.