Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinoktober 1982næsti mánaðurin
    mifrlesu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Síða 2
Bærinn Saurar klúkir dimmleitur á fjörubakkanum og snýr bakhliðinni að komumönnum. kannski ekki aö undra, því Islending- ar hafa jafnan veriö haldnir sterkri draugatrú. Miklar bókmenntir hafa veriö gefnar út um drauga og afturgöngur og hvers konar yfirnáttúrleg fyrir- bæri á íslandi bæöi fyrr og síöar. Þaö var því kannski ekki nema eðli- legt, aö íslensk blaöamannastétt kipptist viö, þegar fréttirnar aö norö- an bárust, en þaö geröi hún svo um munaði og reyndar víöar því í New York Tirnes birtust og fregnir af málinu. Engar eölilegar skýringar fengust á Saura-undrunum, þegar þau gerö- ust og reyndar standa menn enn þann dag í dag jafn ráöþrota frammi fyrir þeim, aö minnsta kosti opinber- lega. Leirtau þeyttist fram af eldhúsborði Þaö var aðfaranótt miðvikudags- ins 18. mars 1964, aö heimilisfólkið á Saurum varð fyrst vart við undarleg fyrirbæri sem áttu sér staö inni í bænum. Bollar og diskar duttu niður úr skápum og borö og stólar voru á hreyfingu rnni í húsinu, en hræringa þessara varö ekki vart utanhúss eöa á næstu bæjum. Til dæmis hentust til eldhús- og stofuborö svo og einn stóll svo harkalega aö hann brotnaöi og var ónothæfur eftir. Þá féll leirtau tvívegis fram af eldhúsboröi og brotnaöi mélinu smærra. Einnig færöi stofuborð eitt þungt, sem tals- vert átak þurfti til aö hreyfa, sig nokkrum sinnum um set. Ýmis vitni uröu aö þessum atburöum og meöal annars sáu þau, þegar boröiö barst frá vegg og út á mitt gólf án þess að nokkuð annaö hreyfðist. „Saurar standa á sjávarbakka um þaö bil 10 metra frá malarkambi og fjaran er mjög mjó. Bærinn er gam- all og veröur meöal annars fyrir Guðmundur Einarsson, bóndi að Saurum. áhrifum af hurðarskellum,” sagöi í Þjóðviljanum21. mars. Og Tíminn var meö vettvangslýs- ingusamadag: „Bærinn stendur á steinsteyptum grunni. Bæjarhúsin eru úr torfi meö timburstafni og allt klætt innan meö timbri. Eru húsin öll hin vistlegustu. Undarlegheitin eru aöeins á einum stað í einu á bænum: stofunni, búr- inu, eöa eldhúsinu. Steypt gólf er í eldhúsinu en timburgólf annars staö- ar.” Á Saurum bjuggu í þennan tíma Guömundur Einarsson bóndi, Margrét Benediktsdóttir, kona hans, ásamt tveimur börnum þeirra. Hafði Guömundur haldið úti búskap á Saurum í tuttugu ár, þegar reimleik- arnir áttu sér staö. „Fylgdi þessu högg eða ertthvað þvíumlíkt" Blaðamenn, miölar og guö veit hverjir geystust norður. Blaðamanni Vísis segist svo f rá 23. mars: „Þessa nótt, þegar tunglið var hálft — þaö þykir stundum boöa vá, ef þaö er rautt — og vetrarbrautin lá yfir himinhvolfiö, geröist þaö í gömlu blámáluðu baðstofunni á Saurum laust fyrir óttu — gömlu hjónin sofa sitt í hvoru rúmi undir innvegg, aö sporöskjulagaö borö úti viö gluggann kippist viö, eins og dýr og hendist fram á gólf af þó nokkru afli og fer um koll. ,,Fylgdi þessu högg eöa eitt- hvaö þvíumlíkt”, eins og Guðmund- ur bóndi sagði. Húsfreyja vaknar og kallar til bónda. Þau risa bæði upp við dogg, íeimtruö. Dóttir þeirra, sem sefur í litla herberginu milli eldhúss og baö- stofu, vaknar líka. Inni í eldhúsi sef- ur sonur þeirra. Hann kemur líka á vettvang. Svona byrjuðu hræringamar. Síðan hélt þetta áfram, aö því er heimilisfólkið á Saurum sagöi, næstu daga og nætur og barst víöa um hús- ið: inn í eldhúsið — þar er gamall rammger skápur uppi viö innvegg, sem fór af heljarafli fram á gólf og liöaöist í sundur; inn í búr, þar sem leirtau hristist og brotnaði. Fítons- andi hljóp í eldhúsborðið viö glugg- ann einn morguninn, þegar gömlu hjónin voru þar. Haföi Guðmundur bóndi snúiö baki í konu sína, en hún sat við boröiö og var aö drekka kaffi, þá buldi viö brestur og dansinn upp- hófst. Margrét lagöist fram á boröiö og studdi höndum viö þaö af öllum mætti, en borðið varö æmeira lifandi og þeyttist fram á gólf. Á síðustu stundu tókst henni aö grípa mjólkur- könnu af því og bjarga henni. Þá fóru diskar í mél, nær allir á heimilinu. Svona gekk þaö glatt á Skaganum í þaö sinnið.” Stólskriflið sem hvarf Og Vísisblaðamaöurinn heldur áfram: „Stólskrifli í baöstofunni hafði Sporöskjubgað borð i Saurum við baðstofugluggann, an einmitt þetta borð „kipptist við, eins og dýr og hentist fram á gólfafþó nokkru afíi. Fylgdi þessu högg eða eitthvað þvíumlíkt. Þannig byrjuðu hræring- arnar." Við borðið situr Ævar Jóhannsson forstjóri, maður með dulræna hæfileika, sem fenginn var norður. brotnaö daginn áður, aö því er hermt var. Þetta var kjaftastóll, kominn til ára sinna, og nú varð hann forgengi- leikanum aö bráö meö þeim hætti, sem enginn botnaöi í. Þegar blaöa- maöur Vísis kom á vettvang og vildi skoða það, sem eftir var af honum fundust leifamar hvergi. Og helsta skýringin kannski sú, aö Þorgeirs- boli hafi fleygt þeim út í sjó meö hal- anum, en eins og menn muna, hefur hann gert vart við sig áður á Saur- um, að minnsta kosti í eitt skipti. Frá því er greint í Gráskinnu hinni meiri, þeirra Þórbergs og Nordals.” Þorgeirsboli í baðstofunni á Saurum Saga sú, sem blaðamaðurinn vísar til er í stórum dráttum sú, að Júlíus nokkur Jósafatsson bjó eitt sinn um þriggja ára skeið á Saurum. Hann reri á haustvertíð hjá Pétri Bjöms- syni á Tjöm. Einhverju sinni gerði ofsaveður og var bátur Péturs í bráðri hættu. Gekk þar Júlíus vask- lega fram og batt bátinn svo vel nið- ur, aö honum varð ekki grandað í þetta sinn. Var Pétur svo þakklátur Júlíusi, aö hann gaf honum vaðmáls- treyju, væna flík og snotra. En fár veit, hverju fagna skal. Þegar Júlíus háttaði á Saurum um kvöldið, fannst honum sér kynlega brugöið og sótti á hann einhver undarlegur geigur og óróleiki. Hann varð þess brátt vísari, þótt dimmt væri í baðstofukytrunni, hvar Þorgeirsboli stendur yfir hon- um, fleginn aftur á malir, og glittir í blárauöa kvikuna. Glennti fjandinn upp skjáina og ranghvolfdi blóð- hlaupnum augunum framan í Július. Sama var hvernig Július bylti sér. Boli gein alltaf yfir honum. Gekk svo i heilt ár. Hann grunaði þó að þessi ófögnuður fylgdi flikinni Pétursnaut og var því um og ó að klæðast henni en gerði það samt, þar til einn dag, aö allt í einu hljóp í hann svo mikil heift og gremja til þessarar óláns- flíkur, að hann eyöilagði hana. Síðan sá hann ekkert af Bola. „Við stóðum orðlausir" I þessari ferö Vísismannsins aö Saurum segist hann ekki hafa orðiö var við neitt sjálfur og sama segir blaðamaöur Þjóðviljans 21. mars: „Við komum að Saurum um klukk- an f jögur í gær og hittum heimilis- fólkið að máli. Var okkur boðið í eld- hús. Þar lá skápur á gólfinu hafði fallið á það laust fyrir klukkan þrjú. Skápurinn er um einn og hálfur metri á hæð og tæpur metri á breidd, fullur af ýmiskonar geymsludóti og nokkuð þungur. 1 geymslu inn af eldhúsi lágu nokkrir diskar brotnir, þeir höfðu oltið þar úr skáp um sama leyti. Viö dvöldum aö Saurum til klukk- an átta, en á þeim tima urðu hvorki við né aðrir varir við neitt. ” En blaöamaður Álþýöublaðsins segir hins vegar sáíma dag: „Það eitt gerðist meðan við stóð- um við, aö dívan, sem ég sat á og enginn var nálægt, kipptist tvívegis undir mér, þó ekki svo aö aörir tækju eftir því, en mjög greinilega. Þá þótt- ist undirritaður verða var við hreyf- ingar á skápnum, sem datt fyrr um daginn (og sá sem Þjóöviljamaöur- inn talar um hér að framan) en ekki eins óyggjandi oghitt.” Og í Morgunblaöinu deginum áður er frétt undir fyrirsögninni „Við stóðumorölausir”: „.. . heyrðist þá nokkur hávaöi og Hörður hleypur strax inn aftur og ég á eftir. Hvað sjáum við? Borðið sem við sátum við andartaki áöur var komið fram á mitt gólf. Við stóðum orðlausir. Enginn var í stofunni er þetta gerðist og gjörsamlega útilok- að, að þetta hafi getað veriö af mannavöldum, og getum við báðir vitnað þar um. .. . Ég tel það útilokað, að hér geti verið um að ræða venjulegar jarð- hræringar.” Enhvaðvarþaðþá? Bakkabræðrasprikl og draugakukl Menn leituðu hver um annan þver-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 242. tölublað Helgarblað II (23.10.1982)
https://timarit.is/issue/189114

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

242. tölublað Helgarblað II (23.10.1982)

Gongd: