Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Page 4
4
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
,, Ef brögð voru í tafli
hefði þurft tvo ti V9
— segir verkf rædingur sem fenginn var að Saurum til ad finna
vísindalegar skýringar á fyrirbærunum
„Eg er efagjam á öll hindurvitni
og hjátrú. Og ég reyndi aö skoöa
máliö meö opnum huga, enda var ég
fenginn aö Saurum til aö athuga
hvort vísindalegar skýringar fynd-
ust á fyrirbærunum. En þaö geröist
ekkert meöan við stöldruöum þarna
viö þessa tvo daga, svo viö gátum
ekki slegiö neinu föstu.”
Þetta sagöi verkfræöingur sem
ekki vill láta nafns síns getiö af per-
sónulegum ástæöum. Menn voru
fengnir aö Saurum frá Raunvísinda-
stofnun Háskólans og Orkustofnun
til að kanna hvort vísindalegar skýr-
ingar mætti finna á hræringunum
noröur í Skagahreppi.
Vísindamennimir dvöldu tvo daga
að Saurum. I samtölum viö heimilis-
fólk kom fram aö þaö voru einkum
húsmunir, sem stóöu upp viö veggi
hússins, er vom á hreyfingu. Vís-
indamennirnir settu upp jaröskjálfta-
mæli inni í húsinu og geröu svo til-
raunir. Þeir til aö mynda hoppuðu í
kringum húsiö og viö það kom hreyf-
ing á skjálftamælinn. Húsiö stendur
á sjávarkambi og þeir komust aö því
að nánast holt var undir húsinu, en
þaö haföi verið byggt á gömlum
rekadrumbum. Húsið hallaði fram
og virtist vera aö síga niður kamb-
inn. Og ef mikil spenna myndaðist i
undirstööunum við sigið væri ekki
óliklegt aö rekadrumbamir gætu
skroppið til. Þau högg gæti leitt út í
hliðarstoöir hússins, nægilega mikiö
til að valda þessum hræringum.
Ernnig voru þeir meö infrarauöan
kiki sem hægt var aö sjá með i
myrkri.
„Þótt við hefðum ekki oröiö varir
viö neitt þessa tvo daga, sem við
dvölduin þarna, var engin ástæða til
aö draga frásagnir fólksins í efa,
enda heiöarlegú- íslenskir sveita-
menn er hlut áttu aö máli,” sagöi
verkfræðingurinn.
— En hvaö heldur þú aö þarna hafi
gerst?
„Þaö er auðvitaö óráðið mál, en ég
er sannfærður um og þaö var eigin-
lega alveg ljóst aö ef um plat hefur
verið að ræöa hefur þurft samvinnu
tveggja til. Hins vegar er víöa skráð í
sögusögnum að ef fólk er í einhverri
geðshræringu fari einhverjir hlutir á
borö viö þessa að gerast. Og þar
komum við aö svokölluðu „polter-
geist”, það er aö segja aö eins og
allir vita gefur heilinn frá sér
ákveðnar bylgjur og þannig getur
hugur manns haft áhrif. J.B. Rhine,
prófessor við háskólann í Indiana,
hefur gert rannsóknir á þessu. Sumir
trúa á þetta, aörir draga í efa eins og
gengur. Til sæmis var sú tilraun gerö
aö á höfuð stúlku voru sett rafskaut
sem tengd voru magnara er aftur var
tengdur viö skerm og á honum var
punktur einn. Ef stúlkan einbeitti sér
nógu mikiö gat hún fært til punktinn
með hugsuninní einni saman. Auðvit-
að er svona lagaö aldrei óvefengjan-
legt. En í þessu sambandi var talað
um að gamla konan vildi komast frá
Saurum, um að ræöa einhvers konar
duldar langanir og viö þaö hafí hrær-
ingamar byrjað.
En hvaö svo sem þarna hefur gerst
er hugsanleg skýring sú aö húsiö hafi
hægt og sígandi veriö aö renna til á
kambinum og við það hafi myndast
spenna í undirstööunum og bitarnir
hrokkiö til,” sagöí verkfræöingurinn.
-KÞ.
Þá skalf allt tsland...
lýsingar um, hvað raunverulega
gerðist, voru aldrei birtar. En aö
minnsta kosti voru Saura-undrin lið-
in tíð og ekkert varö um hræringar
þar norður f rá aftur.
Þótt ekki væri fjallað um málið
meira í blööum var það samt aðal-
umræðuefni manna á meðal lengi
vel. Og ekki leið á löngu þar til komst
í hámæli, hvað átti að hafa gerst:
það var haft fyrir satt, aö sonurinn á
bænum, handlaginn maöur í meira
lagi, heföi bundiö nælonþræði í helstu
húsmuni inni í bænum og svo kippt í
þræðina við og við til að gera fólki
bilt viö. Meiningin var að þetta væri
smágrin, og auðvitað gat hann ekki
órað fyrir framvindu málsins. Og
þegar allt var komið í hnút, var ekki
aftur snúið. En sennilega hefur þó
heimilisfólk og yfirvöld, aö minnsta
kosti þegar á leiö, vitað hvers kyns
var og þau síðamefndu tekið þann
kost aö svæfa máliö.
Hvort þessi skýring er sönn eða
ósönn skal ósagt látiö hér. Hins veg-
ar verður ekki framhjá því litið, aö
fjölmiölar, andatrúarfólk og stór
hluti almennings í landinu gerði sig
aö viöundrum í Saura-undrunum.
-KÞ tók saman úr dagblöðum, Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar og Gráskinnu
hinni meiri.
Margrét húsfreyja Benediktsdóttir.
í hræringunum að Saurum var þgtta aigeng sjón, brotið leirtau á við og
dreif.