Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
5
/ helgarblaði fyrir nokkru var
okkur tiðrætt um leikföng, þá
einkum þau er minna okkur á
strið og styrjaldarógnir. Við
höldum leikfangaumræðunni
áfram um nokkurt sinn, þó i
nokkurri annarri mynd en áður.
Á myndunum hér á síðunni
getur að skoða heldur s/aldséð
leikföng, sem raunar eru ekki
aðeins leikföng þegar betur er að
gáð heldur einnig hinir
ágætustu hægindastólar, jafnvel
má nota þau sem svefnbekki,
sem er ekki ónýtt þegar til þess
er hugsað að börn þreytast iðu-
lega nokkuð á daglöngum leikj-
um sínum og þá ættu þessi sér-
stæðu leikföng að vera nærtæk.
Ef lesandinn er i einhverjum
vafa um fyrirmyndir þessara lei.
fanga þá skal fúslega bent á þaö
að þær eru sóttar i dýrarikið.
Ennfremur skal bent á það að
nefnd leikföng eru ekki fram-
leidd i stórum verksmiðjum
heldur einfaldlega i heimahúsi
einu i Los Angeles i Bandarikjun-
um. Efnið — svampur og klæðis-
bútar — er að visu aðkeypt, en
útlitið er að öllu handverk for-
eldra þeirra barna er sjást á
myndunum. Já, þeir verða seint
taldir hugmyndasnauðir félagar
okkar i henni Ameriku. . .
Dýrsleg
leikföng
Eitt af mörgum
VENUS—EIK Verðkr. 14.754,-
yy
Rúm”-bezta verzlun Íandsins
INGVAR OG GYLFI
GRENSÁSVEGI 3 108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530.
Sérverzlun með rúm