Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Page 11
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
11
dýrasta og fullkomnasta fer fram á
eftirfarandi hátt:
„Heilinn er numinn burt um nasa-
holurnar með krók járni. Það er rist á
kviðinn, innyfli dregin út. Holiö er
skolað með pálmavíni og síöan fyllt
myrru og ööru reykelsi. Síðan er líkið
látiö liggja í natróni í sjötíu daga. Þá
er það þétt vafið líni. Loks er það lagt
í kistu með mannsmynd utaná.”
Gríski sagnfræðingurinn Heródótos var fæddur um 484 fyrir Krist. Hann hefur skrifað ýmsar furðusagnir
um egypsku faraóana, meðal annars hvernig Keops fór að þvi að láta reisa stærsta pýramida Egypta-
lands.
Sendi dóttur sína
á hóruhús
Heródótos kann margar litríkar
smásögur af faraóunum. Hann
kemst svo að orði um faraó Keops,
sem reisti stærsta pýramídann:
„Hann lokaði öllum helgidómum
og bauö Egyptum aö vinna fyrir sig.
Eitt hundrað þúsund manns unnu
þrjá mánuöi í einu. Það tók tíu ár að
leggja veginn, sem steinarnir voru
dregnir eftir. Tuttugu ár tók að
byggja sjálfan pýramídann. Með
lyftistöngum var steinunum lyft frá
einum stalli til annars. Keops gekk
svo langt í ágirndinni að hann sendi
dóttur sína í hóruhús, þegar hann
vantaði meiri peninga. Henni var
ætlað að afla góðra tekna. Stúlkan
hlýddi föður sínum, en skóp um leið
minnismerki um sjálfa sig. Hvem
mann sem hún tók á móti bað hún
nefnilega um stein! Úr þessum stein-
um var seinna byggður pýramídinn
sem stendur í miðið af þeim þremur
sem eru fyrir framan pýramídann
mikla.”
Elsti leynilögreglu-
maður heimsins
Heródótos skýrir einnig frá því
hvemig faraó Rampsinitos lét
byggja herbergi úr steini til að
geyma þar auöæfi sín. En bygginga-
meistarinn kom því þannig fyrir að
auövelt var að taka einn steininn í
múrnum úr. Þegar hann var að
dauða kominn sagði hann sonum sín-
um frá þessu leyndarmáli. Þeir urðu
fljótir til að nota tækifærið og verða
ríkir, en í því botnaði hann ekki. Þeg-
ar þetta endurtók sig kom konungur
gildru fyrir í fjárhirslunni og einn af
sonum byggingameistarans festist í
henni. Hann hrópaði þá á bróður sinn
og bað hann að höggva af sér höfuðið
og taka það með sér, svo hann leiddi
ekki óhamingu yfir fjölskylduna og
allt kæmist upp. Er faraó fann síðar
höfuðlausan kroppinn lét hann
hengja hann upp og lagði stranglega
Menn á ferð á úKöldum ieyðimörkinni. Pýramidarnir miklu ibaksýn.
fyrir verðina aö þeir skyldu gefa því
nánar gætur ef einhver gréti eða
hefði kveinstafi í frammi hjá hinum
dauða en þá skyldu þeir tafarlaust
taka hann fastan.
Með brögðum heppnaðist bróðum-
um samt að ná í líkiö og greftra þaö.
Þegar konungurinn fékk fréttir af
þessu skipaði hann dóttur sinni að
ráða sig á hóruhús og krefjast þess
af hverjum manni, sem heimsækti
hana þar aö hann yrði að byrja á því
að segja henni frá lævísasta og guð-
lausasta verknaði, sem hann heföi
framiö. Þjófnum hafði borist þetta til
eyma og ákvað aö leika einu sinni
enn á faraó. Hann skar annan hand-
legginn af nýdauða bróðurnum og
gekk inn til konungsdótturinnar og
faldi handlegginn undir kápunni. Við
hvatningu hennar sagði hann svo frá
afreki sínu. Er stúlkunni var það
ljóst að þarna var kominn maðurinn
sem faðir hennar var að leita að,
þreif hún í hann og hrópaöi á hjálp.
En í myrkrinu rétti hann henni hönd
þess er dauður var. Hún hélt fast í
höndina og þjófinum tókst aö sleppa.
Nú fannst faraó svo mikið til um
þennan lævísa þjóf að hann lét boð út
ganga um náðun og ríkuleg laun ef
hinn seki gæfi sig fram við hann.
Þjófurinn tók orð konungs trúanleg
og Rampoinitos var furðu lostinn, er
hann hafði heyrt alla söguna og
ákvað að gefa honum dóttur sína
þar sem hann væri slægasti maður í
veröldinni!
Satt eða ósatt?
Að sjálfsögðu spyr gagnrýninn les-
andi að hve miklu leyti megi trúa
sögum og lýsingum Heródótosar.
Augljóst er að sjálfur trúir hann
ekki ávallt því sem honum er sagt.
Hann gerir sínar athugasemdir. Þar
að auki vitum við nú að Heródótos
hefur misskilið ekki svo lítið af því,
sem honum hefur veriö sagt, sakir
málaörðugleika. Mörgum af frá-
sögnum hans, eins og pýramida-
byggingunni, verður að taka meö
varúð. Samt veröur ekki fram hjá
því litið að þekking okkar á sögu
fornaldar væri miklu minni ef
Heródótosar heföi ekki notið við.
VUfáN.
er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víðlesið heimilisblað
býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. —
Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn-
inga um birtingu heil- eða hálfsiðu í lit eða svarthvítu, — í
hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir
birtingu auglýsinga i VIKUNNI.
nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í
Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins
takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og
jafnan tekið breytingum I takt við tímann, bœöi
hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN
svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn
svona stór og fjölbreyttur.
selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess
vegna geta auglýsendur trevst því, að auglýsing í
VIKUNNI skilar sér.
er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviö-
komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og
víðlesin sem raun ber vitni.
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu
verði og hver auglýsing nær til allra lesenda
VIKUNNAR.
hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga
við hana eina og þær fást hjá
A UGLÝSINGADEILD VIKUNNAR ísíma
85320 (beinn sími) eða 27022
S.78803
S. 85711
M01USTAH HF.
TEPPAHREINSUN
Tökum aö okkur hreinsun
á teppum í heimahúsum,
stigagöngum, skrifstofum,
stökum teppum,
mottum og fl.
í bílum hreinsum við teppi,
sæti og huröaspjöld.
Erum meö nýjar, fullkomnar vélar.
HREINT TEPPI ENDIST LENGUR
BILATEPPI
TEPPALAGNIR
Tökum aö okkur allar teppalagnir,
viögeröir og strekkingar
teppa og dúkleggjum bíla,
stóra sem smáa.
Sköffum bílateppi og dúka
í ýmsum litum.
ÞJÓNVSTAN B
Smiðjuvegi 28 Kópavogi. Símar: 78803 — 85711.