Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982. Bókmenntir Bókmenntir Bókmenntir Bókmenntir Bókmenntir Vhmmutt féihnorður & Oddeyri og nið Hring- brtmtma í Reyhýavíh Viö höldum áfram aö kynna nýjar bækur. Fyrst er farið í Laufás viö Eyjafjörö og rætt viö sr. Bolla Gústavsson. Hann sendir nú frá sér skáldsöguna „Vorganga í vindhræringi”. Sögusviðið er Oddeyri, þar sem sr. Bolli er uppalinn í þann mund sem margir smábændur voru að flytjast á mölina og reyna aö festa þar rætur. Ennfremur segir sr. Bolli margt af fyrirrennara sínum á 19. öld, sr. Birni í Laufási Halldórssyni. Ljóö hans koma út á næsta ári hjá Almenna bókafélaginu og hefur sr. Bolli búiö þau til prentunar. Jónas Guömundsson stýrimaöur skrifaöi fyrir tuttugu árum litla bók um Guömund Halldór, sjómann í „Verkó” viö Hringbraut, Reykjavík. Guð- mundur lést fyrr á þessu ári eftir að hafa stundaö sjó í 65 ár. Bókin um hann er uppseld fyrir löngu. Jónas, sem sjálfur er alinn upp í „Verkó”, hefur nú um- skrifað og aukiö bókina. Hann fékk góöa hjálp frá syni söguhetjunnar, sem kunnur er undir nafninu Guðmundur jaki. -ihh. „Þetta er skáldsaga mundi ég telja, á mörkum ljóös og sögu, þann- ig aö hún er ekki meö hefðbundnu formi,” sagöi sr. Bolli Gústavsson, þegar ég heimsótti hann í Laufás á dögunum og Sþuröi um bók hans sem kemur út hjá Almenna bókafélaginu á næstu dögum. Sr. Bolli bauö til stofu og viö rædd- um nánar um bókina sem er sú þriöja sem hann sendir frá sér. Þær fyrri voru Fjögur skáld í för meö presti og Ymsar veröa ævimar. Nýja bókin heitir Vorganga í vindhræringi og undirtitill er. .. á mótum ljóös og sögu. Þetta ritverk sr. Bolla fékk 2. verölaun í samkeppni Almenna bókaf élagsins, sem efnt var til vegna 25 ára afmælis félagsins. Einar Már Guðmundsson fékk 1. verölaun fyrir skáldsögu sina Riddarar hringstig- ans og Isak Haröarson fékk auka- verðlaun fyrir ljóöabók sína Þriggja oröa nafn. Oddeyri við Eyjafjörð Ég spuröi sr. Bolla fyrst um sögu- sviö skáldsögunnar? „Sögusviöiö er Oddeyri viö Eyja- f jörö, þar sem ég er fæddur og uppal- inn,” sagöi sr. Bolli og leit kíminn til min. Oddeyri er hluti Akureyrar en áður fyrr skiptist bærinn í tvo hluta, Akureyri og Oddeyri, en talsvert óbyggt svæöi var þeirra á milli. Tals- veröur rígur var milli bæjarhlut- anna, t.d. var fyrsti bamaskóli á Akureyri byggöur miöja vegu milli bæjarhlutanna til að halda friðinn. En ég spuröi sr. Bolla nánar um Odd- eyrina á hans sokkabandsárum. „Oddeyrin haföi sinn sérstaka svip,” svaraöi Bolli og hann hefur orðið áfram. „Þá var mikið af sveita- mönnum á Oddeyri sem höföu flutt á mölina. Margir þeirra ráku smábú í hjáverkum. Þess vegna leyndist víöa f járhúskofi eöa f jós að húsabaki. Þaö sem vakir fyrir mér er aö gera grein fyrir fólki á krossgötum; fólki sem er aö festa rætur í kaupstaö í upphafi nýrrar aldar sem hófst í lok seinni heimsstyrjaldar og viö lifum enn.” — Ertu aö segja þínar bemsku- minningar? „Nei, ekki beint, þetta er skáld- verk,” segir Bolli. „Þó eru mínar bemskuslóöir sögusviöið og sagt er frá því mannlífi sem ég ólst upp við og á minningar um, án þess aö ég sé aörekjamínasögu. Þá nota ég nöfn, jafnvel persónur sem voru til. Eg lýsi þeim eins og ég sé þær nú úr fjarska. En flestir at- buröir em hreinn tilbúningur. Þetta er þátíö sem ég hef látiö gerjast í huga mér, eins og margir hafa gert — og gera meira af en þeir vilja vera láta.” Sr. Bolli skrifar bókina „á mótum ljóös og sögu”, eins og segir í undir- titli bókarinnar. Hann segir söguna ýmist í ljóöi eða í hefðbundnum sagnastíl. Ég spurði hann nánar um þetta atriði. „Já, þessi bók færir mig nær ljóö- inu,” sagöi sr. Bolli. ,JÉg hef ekki Sr. Bolli Gústavsson iglugga baðstofunnar igamla bænum i Laufási. „Sögusviðiö er Oddegri99 — litið inn í Laufási hjá sr. Bolla Gústavssyni sent frá mér mikið af ljóöum en ég hef alla tíð veriö ljóðelskur og ég veit aö ljóðagerð gerir strangar kröfur til höfundarins. Hvort sem þaö hefur tekist eöa ekki þá er ætlun mín meö þessu formi aö sameina ljóöið og prósann. Ég er meö annað verk í smíöum þar sem ég held áfram meö sarna stíl. Eg ætla að gefa mér góöan tíma viö þá sögu, sem er hreinn skáld- skapur, og enn fjær raunveruleikan- um en sú saga sem nú er að koma út.” Sr. Björn í Laufási Nú gengum viö sr. Bolli úr stofu hans í prestssetrinu út í gamla bæinn í Laufási sem var mikil bygging á sínum tíma. Bænum er vel við haldið og er hann í umsjá Þjóðminjasafns. Þar hafa búiö miklir andans menn en þekktastur þeirra er sr. Björn Hall- dórsson. Sonur hans var sr. Þórhall- ur fyrrum biskup. Hann byggöi sér hús í Reykjavík, sem hann nefndi Laufás, og síöar var gata sú sem hús- ið stendur viö nefnd Laufásvegur. Á leiðinni út í gamla bæinn ræddi sr. Bolliumsr. Bjöm. „Eg er búinn aö vera 16 ár hér í Laufási og staðurinn hefur haft djúp- stæö áhrif á mig, sérstaklega þó sr. Björn Halldórsson sem var mikið skáld og listamaöur, og sat staðinn lengi og vel. Án þess að ég sé að halda því fram aö ég sé dulrænn þá hefur þessi listamaöur, þessi per- sóna, Björn Halldórsson, haft mikil áhrif á mig. Eg finn sterkt til hans hér sem hefur oröiö til þess aö ég hef lagt áherslu á ritstörf og skáldskap. Sr. Björn var mjög fjölhæft skáld en ljóö hans hafa aldrei verið gefin út. Mér finnst ég eiga sr. Birni skuld aö gjalda. Þess vegna hef ég unnið aö því aö ljóö hans komi út og nú hefur Almenna bókafélagiö ákveöið að þaö geristánæsta ári. Fjölhæft skáld Sr. Björn er fyrst og fremst þekkt- ur fyrir afburöa sálma í sálmabók- inni en hann var ekki síður liötækur á öörum sviðum skáldskaparins. Þeg- ar ég fór að safna ljóöum hans kenndi þar ýmissa grasa. Þar er aö finna bráösnjöll skopkvæöi og bein- skeyttar ádeilur en því miöur liggur lítiö eftir hann af þýöingum, en á því sviöi var hann einnig vel liötækur. Fyrir stuttu átti ég því láni aö fagna að hitta Tómas Guömundsson skáld. Viö vöröum okkar stuttu sam- verustund til aö ræöa um skáldið Björn Halldórsson. Þaö kom fram hjá Tómasi, aö hann telur Bjöm meö merkustu skáldum 19. aldar, ekki síst f yrir sín pólitísku 1 jóö. ” Nú vorum viö sr. Bolli komnir inn í bæjargöngin. Birtu var tekiö að bregða, þannig aö ég sá ekki handa minna skil í göngunum sem virtust óendanlega löng. Jókst skilningur minn á hrollvekjandi draugasögum til muna en í þeim sögum eru bæjar- göng bústaöa forfeðra okkar ósjald- an sögusviðiö. En þar sem ég var í för meö presti þá taldi ég mig hólp- inn. „Gættu þín hér því gólfið er svolítiö óslétt,” sagði sr. BolU og gaf mér greinargóða leiöariýsingu sem aö lokum skilaði okkur inn í bjart eld- hús. Þaöan fórum viö upp á svefn- loftið og þaðan inn í hjónahúsiö og loks inn á „kontór” sr. Björns. Þaö fer ekki á milU mála aö þetta Utla herbergi er sr. BoUa þaö kærasta í gamla bænum. Þarna vann sr. Bjöm aö sínum andans verkum. Þama skrifaöi hann m.a. öll sendibréfin til vinar síns, Páls Olafssonar. í einu þeirra kemur fram vísan land- fleyga: Mér er um og ó um L jót, ég ætla’ann bæöi dreng og þrjót; þaö er í honum gull og grjót, hann getur unniö tjón og bót. Þessi vísa hefur löngum veriö eign- uð Páli Olafssyni en sr. BoUi leiðir tU þess rök í bók sinni, Ýmsar veröa ævimar, aö vísan sé eftir sr. Bjöm. Vísan kemur fram í bréfi sr. Björns tilPáls. Sr. Bjöm HaUdórsson í Laufási sat viö skriftir á „kontór” sínum síðla á jólaföstunni 1882 þegar hann varö bráökvaddur, aöeins 59 ára aö aldri. Þá orti sr. Matthías: „Til kirkjunnar heyröi ég klukknahljóm, sem kveddu þær mannval best, einn landsins snilling og listablóm og lj óssins og andans prest; og hryggðarskarann ég horföi á, er harmandi sneri gröfinni frá, þá heyröi ég héraðsbrest.” Ekki snúið til baka Þaö væri hægt aö skrifa langt mál um sr. Björn í Laufási en hér verður staðar numið. Viö sr. BolU yfirgáfum „kontór” hans en þaðan er hægt aö komast út án þess aö þurfa til baka um göngin. Þegar ég kvaddi sr. BoUa á hlaðinu í Laufási spuröi ég hann hvort hann væri hættur aö teikna? „Nei, ég er ekki hættur að teikna en ég Ut þaö ekki eins alvarlegum augum. Ritstörfin og skáldverkiö sækja á mig. Þaö verður ekki snúiö tU baka, hverjar svo sem viðtökum- ar verða. Ég hef aUtaf haft gaman af aö „studera” fólk, og geri þaö enn. Nú hef ég hins vegar meira gaman af aö lýsa því sem ég sé meö orðum, sem ég geröi meö blýanti áöur,” sagöi sr. BolU Gústavsson um leiö og viökvöddumst. -GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.