Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
15
Bókmenntir Bókmenntir Bókmenntir
Jesús Kristurú
Dagsbrúnartaxta
— Jónas Guðmundsson stýrimaður um
lífsmátann í „Yerkó”
Það er bókaútgáfan Hildur sem
gefur út söguna um togaramanninn
Guðmund Halldór. Jónas segist
halda að hún komi út um mánaða-
mótin.
„Ef hún verður ekki bönnuð. Voru
þeir ekki að banna bók eftir einhvem
ösk ukarl um daginn ? ”
Svo heldur hann áfram:
— Togaramaðurinn Guðmundur
Halldór flokkast líklega á aug-
lýsingamarkaði undir s jómannabæk-
ur, en Guðmundur Halldór, sem
fæddur var árið 1887 og lést fyrr á
þessu ári, stundaöi sjóinn í um það
bil 65 ár, fyrst á opnum skipum og lá
þá við í grjótbyrgi eða fjárhúsum
vestur í Arnarfiröi. Síöan var hann á
skútum, bæði hjá Pétri Thorsteins-
son á Bíldudal og eins hér fyrir sunn-
an. Þá var hann mannsaldur háseti á
togurum, en erfiðisvinnu vann hann
þar til hann varö níræður. Vann sein-
ast í fiski og í hamphúsum Bæjarút-
geröar Reykjavíkur.
Guðmundur Halldór og kona hans,
Sólveig Jóhannesdóttir, fluttu í
fyrstu verkamannabústaðina eöa
Verkó fyrir hálfri öld, en Verkó var
Breiðholt þess tíma. Þessi hús voru
bylting og voru reist af byltinga-
mönnum.
Undarleg veröld
Fyrstu verkamannabústaðirnir
voru undarleg veröld og þar bjuggu
erfiðismenn sem gengu til vinnu
sinnar hvern dag í soðnum f ötum.
Það var í sjálfu sér ekkert tiltöku-
mál heldur var þaö hitt að með lög-
um frá árinu 1929 var ákveðiö að
verkamenn á íslandi og aðrir laun-
þegar þyrftu ekki endilega aö búa í
vondum húsum, kjöllurum, risloft-
um eða skúrum, heldur í húsum.
Það gekk víst ekki átakalaust,
fremur en annað sem gjöra þurfti í
heimskreppunni, en áriö 1931 var
byrjað að reisa þessi fallegu hús
handa fólki sem boröaöi meö sjálf-
skeiöungum. Og mér hefur verið
sagt að mjög margir, sem fluttu inn,
heföu aldrei áður séð rafmagnselda-
vél, vatnssalemi eða baðkar, nema
þá á mvnd. Hvað þá þvottahús og
þurrkklefa, en í stóra svarta pottin-
um í kjallaranum vom föt grafar-
anna soöin, — líka slátriö á haustin
og allt ilmaði svo þekkilega.
Til einföldunar mátti skipta þess-
um mönnum í tvo hópa, sjómenn og
verkamenn, þótt einn og einn fengist
við annað. Það sem menn áttu sam-
eiginlega var aðeins fátæktin, ef hún
þá getur talist til eigna.
1 raun og veru var þó lítill munur
á þessum tveimur hópum, eða á
verkamönnum og sjómönnum,
einkanlega þegar atvinnuleysið var
sem tilfinnanlegast. Samt kunni ég
betur viö sjómennina sem voru í
senn dularfullir og glaðir. Það var
stormur í augum þeirra og einhver
undarleg glóö.
Fiskreitirnir
eins og hvít segl
Aö vísu þótti okkur börnunum þaö
æði dularfullt starf að vinna í kirkju-
garðinum, en þaö gjörðu margir í
Verkó. Það voru grafaramir sem
stungu vota moldina þrjár álnir
niður og svo þegar grátandi líkfylgd-
in var farin flýttu þeir sér að moka
yfir svo að eilífðin gæti tekiö til
starfa.
Konurnar unnu líka úti. Breiddu
hvítan saltfisk á reitina í Haga og í
Dverg, en til þeirra var kallaö með
því aö draga upp sérstakan fána.
Þegar sólin skein á björtum degi, litu
fiskreitirnir út eins og hvít segl, eða
brúöarsængur, og skip heiðríkjunnar
sigldi hægt. Timinn var ekki lengur
td.
Konumar vora allar hvítklæddar,
eins og saltfiskurinn, og með hvítar
skuplur yfir höföinu. Þær minntu
meira á himnaríki en saltfisk. Og
þegar þær gengu, sólbrúnar og þögl-
ar, til og frá vinnu nam ég oft staöar
til að horfa á þessar hátíölegu. hvítu
konur. Þær vora fulltrúar hreinlætis-
ins í Verkó. Hin hvítskúraða fátækt
millistríösáranna réö þar ríkjum.
Þama áttu sögumennirnir heima,
þeir Guðmundur Halldór og Guð-
mundur J. og einnig ég. Og um þessa
kynlegu veröld snýst sagan, þótt aö
öðra leyti hangi bókin uppi á sömu
lýrikk og Atlantshafið.
fólkið hafi allt verið keypt á útsölu-
markaði.
Keypti Ijösberann
— Þú segir að Jesús Kristur hafi
verið á Dagsbrúnartaxta?
— Já, Guðmundur J. var oröinn
Stalínisti áður en hann náði ferm-
ingaraldri og vitnaði óspart í Marx
og Lenín, enda gekk hann í samskon-
ar pokabuxum og þeir og vissi engu
minna um lífið og dauðann en þeir.
Hann sat fyr.r hjá Einari Jónssyni
myndhöggvara þegar hann var aö
höggva Krist og heimtaöi þá Dags-
brúnartaxta sem Einar borgaði meö
glöðu geði, enda keypti hann Ljós-
berann eitt blaða og það er líklega í
eina skiptið sem Frelsarinn komst í
launaflokk og gamlar konur í vestur-
bænum heilsuðu þessum ósvífna
frelsara á pokabuxunum af lúterskri
lotningu og með sérstakri virðingu.
— Nú hefur þú ritaö um það bil
tuttugu bækur. Er þessi aö veralegu
leyti frábrugðin fyrri bókum þínum?
— Þaö held ég. Hún er gerð á annan
hátt. Fyrstu bækur mínar vora skrif-
aðar úti á sjó í miklum veltingi og
þaö þarf eiginlega handföng til aö
geta lesið þær sæmilega. Þetta vora
vondar bækur og engum þótti vænt
um þær nema mér. Það er annar
veltingur í þessari sögu og ég held ég
hafi aldrei skemmt mér betur við að
skrifa en í þessari bók.
Já, þetta er eiginlega saga úr
vesturbænum, fyrst og fremst, og
það er svo sannarlega ekki viðmæl-
endum mínum að kenna ef bókin fær
slæmar viðtökur.
— Það kemur fram að sagan ger-
ist á kreppuárunum. Nú telja sumir
að heimskreppa standi yfir. Er þetta
samskonar kreppa og fyrir stríð?
— Nei, það held ég ekki. Áður vora
menn því nú vanastir að lifa á vond-
um mat og guösblessun. Núna er
þetta líkast því að veriö sé að rífast
út af dánarbúi Fjallkonunnar.
Erfingjarnir sýna enga miskunn. Og
ég verö aö segja eins og er að ég hefi
miklar áhyggjur af penmgalausum
nútímaíslendingi. Hann er til alls vís.
(Endir).
Eins konar
fjölskyldusaga
Eg veit aö það er mjög í tísku um
þessar mundir að menn séu að koma
sér upp fátækt og öröugri æsku til að
setja í bækur. Þetta er ekki svoleiðis
bók því að allsleysi sannra Islend-
inga varávallt virðulegt.
Þetta er sumsé einskonar fjöl-
skyldusaga, saga um lífsmáta, þar
sem aðsteðjandi veöur og hafið vaka
umhverfis fólkið.
Að stofni til er þetta smábók — er
ég ritaði eftir Guðmundi Halldóri
fyrir tuttugu árum. Lengi hafði stað-
iö til aö skrifa ofurlítiö meira, en af
því varð ekki. Bókin var löngu upp-
seld og þegar forlagið ákvað að gefa
bókina út aftur varð það að ráði að ég
skrifaði meira og þá varð Guðmund-
ur J. sögumaðurinn.
Það hjálpaði mikiö að ég nauð-
þekkti þetta fólk og hafði verið á tog-
ara með gamla manninum lengi og
svo hafa þessir feðgar mikla frá-
sagnargáfu.
Það er á hinn bóginn örðugt að lýsa
bókinni ööravísi en í heilli bók. Jesús
Kristur kemst meú-a aö segja fljót-
lega á Dagsbrúnartaxta hjá Guð-
mundi J. Svo ör var þessi þróun.
Þetta voru sérstakir tímar og guð
teiknaði þá einstaklingana alla á sér-
stæðan hátt. Nú á dögum virðist mér
allt fólk vera eins. Einstaklingarnir
era allir ems og þaö er eins og nýja
Rafsuðuvélar og vír
Haukur og Ólafur
flrmúla 32 -Sími 37700.
FLOTT
ÚRVAL
TRÚLOFUNAR'
HRINGA
munstradir og sléttir í
öllum breiddum.
Sendum litmyndalista.
Við smídum hringana.
OG ÓSKAR
LAUGAVEGI70. S. 24910.
HÚSBYGGJEIMDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein o kkar:
Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vQruna á bygging-
; arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verd og grciðsluskilmálar við flestra hæfi.
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð-
plast/glerull.
^ BORGARPLAST HF II
Borgarnesi simi 93-7370 II
__________Kvóldslmi og helgarslmi 93—7355
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX
Sérstakt
kynningarverð.'
PflUL
hrærivélar
Heimsþekktar vesturþýskar úrvalsvélar á góðu
verði. Hérlendis fékkst stærri gerðin einkum
fyrr á árum, og hefur reynst nær óslítandi
vinnuþjarkur. Nú hefur Fönix fengið umboðið
og býður bæði ...
PAUL MIXI - afkas tamikla vinnuþjarkinn
fyrir stóru heimilin - og
PAUL KUMIC - lipra dugnaðarforkinn
fyrir smærri heimilin.
Báðar eru fjölhæfar: Hræra, þeyta, hnoða, kurla,
mauka, blanda, hrista, hakka, móta, mala, rífa,
sneiða, skilja, pressa - og fara létt með það'
Frábær hönnun, fyrir augað, þægindin og endinguna:
Þú þeytir t.d. eða hrærir á fullu, án þess aó upp
úr slettist eða hveiti sogist inn í mótorinn.
/FQnix
Hatuni 6a
Sími 24420