Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
Bílar
Bflar
17
Bflar
Árgerd
1984!
Chrysler G-24
Nú, þegar bílaframleiðendur
kynna 1983 árgerðirnar af bílum
sinum, er þegar farið að tala um
1984 árgerðirnar.
Frést hef ur af ’84 árgerö af nýj-
um bíl frá Chrysler sem nú er
kallaöur G—24. Þetta er fram-
hjóladrifinn sportbíll, byggður á
K-Iínunni sem Chrysler kynnti
eftir uppstokkunina á Evrópu-
markaðinum. Mótorinn í G-24
mun verða 2,2 lítra, 4 strokka,
með beinni innspýtingu. Þar við
bætist ennfremur turboútgáfa.
Reiknað er með að bílinn verði
formlega kynntur í júlí—ágúst
1983 og fái þá endanlegt nafn.
Daihatsu
selnr
evrépskan
bflí
Japan
Nú hefur dæmið snúist við. Japönsku
bílaverksmiðjurnar Daihatsu ætla aö
selja evrópskan bíl í Japan! Bíllinn er
italski smábíllinn Innocenti Mini.
Ástæöunnar er að leita til þess að fyrir
nokkru ákváöu Innocentiverk-
smiöjurnar að í staö 4 strokka vélar-
innar sem veriö haföi í Mininum yrði
breytt um og í bílinn sett 3 strokka vél-
in úr Daihatsu. Þess vegna munu
Daihatsuverksmiðjurnar nú flytja
Innocenti til Japan.
Ennfremur er gert ráð fyrir að
Evrópuumboö Daihatsu muni á næst-
unni taka við og selja Innocenti Mini í
Evrópu.
Getur bremsu-
vökvt oröid
hættulegur?
Mjög fáir láta skipta um
bremsuvökva á bremsukerfinu í
bílnum sínum. Fram til þessa
hefur verið taliö nóg að gæta þess
að hafa nægilegan vökva á kerf-
inu og halda því að ööru leyti í
lagi.
Nú hafa rannsóknir á vegum
sænska tryggingafélagsins
Folksam í Svíþjóð sýnt að
bremsuvökvinn getur oröiö
hættulegur. Eftir eins árs eða 20
þúsund kílómetra akstur getur
vökvinn hafa dregið til sín svo
mikið vatn að hann getur orðið
lífshættulegur. Með vatni í
bremsuvökvanum kemur upp
hætta á loftbólum vegna raka-
myndunar og þar með engar
bremsur. Vatn í bremsuvökvan-
um eykur einnig hættuna á ryð-
myndun í bremsukerfinu, eink-
um í hjóldælunum.
Bflar
Bflar
Opel Corsa:
Lítill en riimgóöur
Nýr Audi 100:
Minni loftmótstaða
Eitt nýjasta trompið á smábíla-
markaöinum kemur frá Opel. Þetta er
Opel Corsa sem nú kemur fram á
markaöinn í tveimur gerðum, þriggja
dyra skutbíll og tveggja dyra meö
skotti.
Skutbíllinn er aðeins 362 sentimetrar
á lengd en tveggja dyra bíllinn er 396
sentimetrar. Opelverksmiðjumar
segja þetta vera minnsta smábílinn frá
Þýskalandi.
Þrátt fyrir aö bíllinn er svona stuttur
hefur tekist að halda loftmótstöðunni í
lágmarki og er cw-gildið aöeins 0,36.
Það verður um þrjár vélargeröir að
velja. I grunnútgáfunni verður hinn 21
árs Kadett mótor,993 rúmsentimetrar
og 45 hestöfl. Hinir tveir verða með
yfirliggjandi knastás, 1196 rúmsentim,
54 hestöfl og 1297 rúmsm, 69 hestöfl.
Stýriö er tannstangarstýri, diska-
bremsur að framan og skálar að aftan.
Bíllinn verður f jögurra gíra með minni
mótorunum en fimm gíra meö stærstu
vélinni.
Einn stærsti kosturinn er, að sögn
erlendra bílablaöa, hve vel plássiö inni
í bílnum nýtist.
Það var sagt fyrir bílasýninguna á
dögunum í París aö hinni nýi Audi 100
myndi keppa við Citroén BX um hvor
yrði talinn vera eftirtektarveröari.
Hvað loftmótstöðu varðar er Audi
100 methafinn. Cw-gildið er aðeins 0,30
en Citroen og Ford Sierra halda sig á
bilinu 0,33—0,34.
Það að loftmótstaðan er orðin jafnlít-
il og raun ber vitni er vegna lögunar
bílsins og sléttra flata. Meira aö segja
hliðarrúðurnar falla slétt við yfir-
bygginguna vegna sérstaks frágangs.
F jórar gerðir af mótorum verður um
að velja: 4 strokka 1,8 lítra 75 hestöfl,
og þrjá fimm strokka, 1,9 lítra 100 hest-
öfl, 2,2 lítra með beinni innspýtingu 136
hestöfl og 2 lítra dísil 70 hestöfl.
Að útliti verður aöeins um eina gerð
að ræða, fjögurra dyra, en útbúinn á
fjóra mismunandi vegu. Bíllinn hefur
veriö stækkaður um nokkra senti-
metra á hvem veg, sem gefur aukna
nýtni í plássi og eitthvert stærsta
farangursrými í heiminum.
Citroén BX — útlitið frá Bertone en samt „ekta” Citroén.
Að innan útlit sem enn er á sömu línu og áður.
Citroen BX:
Nýr 99nnillibfll99 frá Citroen
Því hefur verið haldiö fram að með
hinum nýja Citroén BX ætli verk-
smiðjumar að reyna að ná til fleiri
en þeirra sem fram að þessu hafa
talist vera áhangendur sérkenni-
legra forma Citroén. Það er móður-
fyrirtækiö PSA sem gefur þessa línu.
Þetta er skýringin á nýrri útlitslinu á
BX. Fyrstu útlitshugmyndir frá
hönnuðum Citroén vom lagðar til
hliöar og hugmyndin fengin frá
Bertone en fínpússuð heimafyrir.
Aðildin að móðurfyrirtækinu PSA
kemur greinilega fram í vélarhús-
inu. Minnstu vélarnar em eins og í
Visa komnar frá Peugeot 62 og 72
hestöfl.
BX 16 verður með nýhönnuðum
PSA mótor, sem síðar meir kemur
væntanlega fram bæði í Talbot og
Peugeot. Þessi nýi mótor er 1580
rúmsm og 90 hestöfl. Gagnstætt 1360
mótomum, sem er meö innbyggðum
gírkassa, verður þessi með sjálf-
stæðum kassa á endanum. Það
verður 5 gíra kassi bæði á 72 og 90
hestaflageröunum.
Afturhjólaf jöörunin er hin sama og
á GSA og CX en að framan er komið
f jaðrakerfi af sérstakri gerð. Lengd-
in er 423 sm og breiddin 166 sm, eða
aðeins 3 sentimetrum lengri og
breiðari en GSA, en nýtingin á pláss-
inu er greinilega betri.
Meðal sérkenna í BX má nefna að
bensíntankurinn er úr polyethylen,
vélarhlifin úr polyesterplasti og
sömuleiðis afturdymar. Stuöarar
era úr gegnumlituðu polypropylen,
sem taka höggi m jög vel.
Eins og í GSA og CX eru diska-
bremsur með hjálparátaki og stýrið
er að sjálfsögðu tannstangarstýri.
En fyrst og fremst er hér um að
ræöa „ekta” Citroén, framhjóladrif-
inn sem fy rr, og innréttingu sem eng-
inn annar en Citroén myndi bjóöa
upp á. Loftmótstaðan er sem fyrr
góð, cw 0,33—0,34.
Tor-
færutröll
Sérsmíðaöir torfærabílar eru margir í Bandaríkjun-
um en þessi slær öll met. King Kong kallar eigandinn
hann og er það nafn með réttu. Þetta torfæratröll er
knúið áfram af turbo-dísil sem gefur 370 hestöfl. Gír-
kassinn er sjálfskiptur, sex gíra. Millikassi er úr herbíl
og sömuleiöis era hásihgamar, sem koma úr Rockwell
6x6, báöar hásingamar eru framhásingar þannig aö
trukkurinn getur beygt bæði að framan og aftan. Að
framan er venjulegt stýri en að aftan er beygju stjómað
meö sérstökum vökvatjakki. Hjólin eru engin smá-
smíði. Handsmíðaðar felgurnar era 26 tommu breiðar
og á þeim eru 48x31x20 Goodyear Terra dekk. Hvert
hjól með felgu vegur nær 250 kíló. Ofan á öllu þessu situr
yfirbygging af Ford F-250 Ranger XLT frá 1975, sem
eigandinn, Jeff Dane, hefur átt frá upphafi og hefur
„tröUið” vaxið smám saman í höndunum á honum.
Ýmsar breytingar voru gerðar á y firbyggingunni. Hægt
er að lyfta bæði samstæöunni í heUd að framan og eins
paUinum að aftan svo að hægt sé að komast að því sem
undir er.
--——