Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982. 21 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Locklear var síöan látinn laus þar sem fjölskylda hans var fær um aö leggja fram tryggingarfjárhæðina. Bloom var hins vegar ekki eins hepp- inn og varö því að bíöa síns dóms á bak viö lás og slá, þar sem hann situr enn. Missir allan rétttilarfs Búist er viö því aö Bloom fái vægan dóm þar sem hann hefur veriö mjög samvinnufús viö rannsóknarlög- regluna um aö upplýsa morðið á fööur sínum eftir aö hann á annað borö lenti undir grun. Engu að síður getur hann átt á hættu að hljóta allt að þrjátíu ára fangelsisdóm fyrir aöild að morði. Samkvæmt lögum mun hann sjálfkrafa missa allan rétt til þeirra 85 þúsund dollara sem faðir hans haföi ánafnaö honum í erfða- skrá sinni. Enginn vafi er hins vegar talinn á aö Locklear muni veröa dæmdur til lífstíðarfangelsis. Vegna tryggingarinnar gengur hann nú um frjáls maður og samkvæmt lögum er hann talinn saklaus þar til annað hefur veriö sannaö fyrir dómi. Crowe fylkissaksóknari hefur sagt að samkvæmt sínu mati sé morðið á Leon Bloom eitthvert þaö ógeösleg- asta sem hann hafi haft meö aö gera á ferli sínum. Telur hann það vera lýsandi dæmi um hvert eiturlyfja- neyslan sé að leiða æskulýö Banda- ríkjanna. engin fordæmi aö einn fjölskyldu- meðlima innan þess réöist á þennan hátt á annan. Þaö var því erfitt aö trúa því, aö þessi viðkunnanlegi ungi maður, Herbert Bloom, heföi ráöist á fööur sinn á þennan viöurstyggilega hátt. Engu aö síöur voru nagandi spumingar sem þurfti aö svara áöur en hægt væri að hreinsa Bloom und- an grun um aðild aö verknaðinum. Lögreglan aflaöi sér þvi heimilda til húsleitar í íbúö sem hann bjó í ásamt móöur sinni og í bíl hans, auk þess sem leyfi var fengiö til töku blóðsýn- is. Heimildimar vom undirritaðar aö kvöldi hins 30. ágúst og klukkan fjögur um nóttina fór lögreglan aö heimili Blooms, geröi húsleit og haföi meö sér nokkuö af fötum til frekari rannsóknar, auk þess sem Bloom var tekinn til áframhaldandi yfirheyrslu. Athugun sýndi að Herbert Bloom var í B-blóðflokki, en faöir hans aftur á móti í A-flokki. Blóöblettirnir sem fundust í baöherbergisvaskinum reyndust vera af B-flokki og þar meö var komin ástæöa til að ganga harö- ar fram í y firheyrslum yfir Bloom, — og nú ekki lengur sem hann væri vitni, heldur grunaöur. Steinhice lögregluforingi stjórnaöi yfirheyrslunni og hann spuröi Bloom án þess aö vera meö vífilengjur hvaöa upplýsingar hann gæti gefiö um stungusárin á líki fööur hans. Bloom virtist gera sér þaö strax ljóst aö hann gat ekki haldið áfram aö fóöra lögregluna á lygasögum, auk þess sem hann hafði orðiö þörf fyrir aö létta á sér þeirri byröi sem vitnesk jan um þessa atburði var hon- um. Hann kvaöst því fús til að segja alla söguna. Sonurinn leysir frá skjóðunni Honum sagðist svo frá aö eftir vinnu á laugardagskvöld 28. ágúst hafi hann hitt kunningja sinn, Lonnie Locklear, sem væri af indverskum uppruna. Locklear heföi haft í fórum sínum skammt af kókaíni og hafi jjeir farið heim til Blooms þar sem þeir höföu sprautaö efninu beint i æö. Það hefði hins vegar ekki nægt þeim til aö komast í nægilega mikla vímu. Þá hafi þeir ákveöið að brjótast inn á heimili eiturlyfjasala sem Locklear kannaöist viö, en þar sem hann haföi verið heima hafi ekkert orðið úr þeirri hugmynd. Þeir reyndu þá aö fá lánað fé til kaupa á kókaíni, en enginn heföi viljaö lána þeim. Þá datt Bloom í hug aö reyna aö fá lánaö fé hjá föður sinum. Þeir komu aö húsi fööur Herberts Bloom um klukkan hálfeitt um nótt- ina. Faöirinn haföi brugöist hinn versti við þegar hann var truflaöur á þessum tíma nætur og tók ekki í mál að lána syni sínum fé. Eftir stutt þref á milli þeirra feöganna dró Locklear skyndilega upp hnif og réöist á Leon Bloom. Þessi árás kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þar sem þetta haföi alls ekki verið fyrirætlun Herberts Bloom, reyndi hann aö koma föður sínum til hjálpar en hlaut við þaö djúpan skurð á hend- inni. Vegna vímunnar varö sársauk- inn honum óbærilegur og hann hljóp inn á baöherbergi, setti höndina und- ir kalt vatn og vaföi hana í hand- klæði. Þegar Herbert Bloom kom aftur fram í forstofuna sá hann Locklear krjúpandi á hnjánum yfir föður hans. Viti sínu f jær af skelfingu rauk hann þá út úr húsinu og skildi Lock- lear eftir. En þegar hann var aö aka burt frá húsinu hafi Locklear komiö hlaupandi og sagt um leið og hann henti sér inn í bílinn aö nú gætu þeir farið og keypt meira kókaín þar sem hann heföi náö peningunum. En Blom vildi fyrst fá gert aö sárum sínum þannig að þeir fóru á næsta sjúkra- hús þar sem skurðurinn var saum- aöursaman. Þeir eyddu síöan þeim tíma sem eftir liföi nætur í árangurslitla leit aö eiturlyfjum. Undir morgun gátu þeir þó fengið keypt lítiö magn fyrir 20 dollara sem þeir neyttu í íbúö Blooms, þar sem þeir féllu síöan báöir í svefn um morguninn. Endurminningin ekki óþægilegur draumur Þegar Bloom vaknaöi á hádegi næsta dag varö hans fyrsta verk aö koma blóðfötum sínum í þvottavél- ina. Eftir að hafa ekiö Locklear heim til sín sneri Bloom aftur til íbúöar föður síns, þar sem blóöstorkið líkiö bar vitni um aö endurminningin um atburöi kvöldsins væri ekki slæmur draumur, heldur gallharöur raun- veruleikinn. Hann hringdi þá til móöur sinnar sem kom þegar á staö- inn í fylgd tveggja ættingja. Fyrsta verk þeirra heföi síðan veriö aö kalla á lögregluna. Lonnie Locklear haföi þrisvar áöur komiö viö sögu lögreglunnar, hand- tekinn fyrir aö vera meö eiturlyf í fórum sínum. Handtökuskipun var þegar gefin út á hendur honum, en hann gaf sig sjálfkrafa fram við lög- regluna er hann kom á lögreglu- stööina í fylgd meö fööur sínum. And- stætt Bloom, vildi Lonnie Locklear engar upplýsingar gefa og játaöi ekkert á sig, en vísaði þess í stað til heimildar sinnar um aö neita aö svara spurningum. Faöir hans gaf hins vegp.r samþykki sitt fyrir aö húsleit færi fram og þau sönnunar- gögn tekin sem tengst gætu glæpn- um. Húsleitin fór samstundis fram. Lögreglumenn fundu hulstur af hníf en hnífurinn sem tilheyröi því fannst hvergi. Einnig voru tekin til frekari rannsóknar föt sem nýkomin voru úr þvotti, en þegar til kom reyndist ekki unnt aö nota þa ; sein sönnunargögn, þótt greina mætti í þeim blóöbletti. Bæöi Herbert Bloom og Lonnie Locklear voru handteknir en gefinn var kostur á aö þeir yröu látnir lausir meöan þeir biöu réttarhaldanna gegn því aö lögð yröi fram 100 þús- und dollara tryggingarfjárhæð. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.