Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Side 22
lleiknað er með að Steven Spielberg og George Lucas muni skipta með sér einum milljarði Bandaríkjadala þegar reikningar ársins 1982 verða gerðir upp. I sumar var þriðji hluti Stjörnustríðs Lucasar frumsýndur og tvær myndir Spielbergs, E.T. og Poltergeist. Fyrstu helgina eftir frumsýningu E.T. í Bandaríkjunum seldust aðgöngumiðar að myndinni fyrir 13 milljónir dala og á næstu fimm vikum náði upphæðin 100 milljónum. Síöustu áratugina hefur þaö orðið aö reglu aö einungis fáar kvikmyndir skiia ofsagróöa á ári hverju. Litlar sveiflur eru í aögöngumiðasölu aö kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og árlega selst þar eitthvað í kringum einn miUjaröur bíómiöa. En nú er E.T á markaðnum og viröist ekki taka áhorfendur frá öörum vinsælum myndum á síöastliönu sumri; Poltergeist, Star Trek n og Rockyin. Barry DiUer, forsvarsmaöurPara- mount Pictures, segir aö yfirleitt hafi spurningin veriö hvemig áhorf- endur skiptust niður á nokkrar, ,stór- myndir”. Nú virðist kvikmyndahús- gestum f ara f jölgandi í fyrsta skipti í langan aldur. Andar í litatækinu Spámenn í kvikmyndaheiminum töldu aö Superman II yrði metsölu- mynd sumarsins 1981, — og Raiders of the Lost Ark kæmi aUs ekki tU áUta. Sagt var aö velgengni Super- man II myndi grundvallast á því aö áhorfendur könnuöust við efniö og vildu sjá meira. Samanborið viö Raiders komst Superman hins vegar aldrei úr startholunum í kapp- hlaupinu um áhorfendur. I ár eru þaö E.T. og Poltergeist sem ætla að vinna keppnina. Spielberg skrifaöi og framleiddi Poltergeist. Þetta er draugasaga um fjölskyldu sem fær óvænta heimsókn aö handan. Andamir nota Utsjón- varpið og hafa einn fjölskyldu- meölima á brott með sér gegnum tækiö. Seinni hluti myndarinnar gengur svo út á tUraunir fjölskyld- unnar til að ná þeim týnda heim aftur. Andarnir eru í fyrstu stríðnir og skemmtilegh' aö mati fjölskyld- unnar. Seinna vUja þeir taka ráö heimUismanna í sínar hendur og viöskiptunum viö andana lýkur með fullumfjandskap. E.T. gerist nánast í sama hverfi og Poltergeist, — fjölskyldumar eiga meira að segja sams konar hund. E.T. er ný útgáfa af eftirlætisefni Hollywood leUcstjóra: Drengur og besti vinur hans. Nú er þaö ekki Lassý sem birtist á tjaldinu heldur geimveran E.T. Hún er mesta furðuskepna, u.þ.b. metri á hæö og talar ensku eins og linguaphone- námskeiö. E.T. veröur strandaglópur í Kali- forniu. Þar tekur lítiU snáði furöu- vemna aö sér og leynir henni fyrir fuUorönum föntum sem vUja gera til- raunir meö fyrirbæriö. Tilveran, — eins og hún gæti verið Spielberg segir sjálfur aö hann sé ekkiýkja áfjáöuríaölýsatUveranni eins og hún er, heldur eins og hún gæti verið. KvUcmyndir hans snúast um drauga í Poltergeist, geimvera í E.T., fljúgandi furöuhluti í Qose Encounters of the Third Kind og hefnigjarna mannætuhákarla í Jaws. 1 öörum myndum segir Spiel- berg frá einstökum atburöum sem valda eins konar keðjuverkun. I Duell lendir bílstjóri í kappakstri viö furöulegan vörubUstjóra og í 1941 veldur japanskur kafbátur skelfingu viö KaUfomíustrendur. Spielberg óx úr grasi á kaldastríðs- áranum og vissi aö furðulegir at- buröir og hættuleg veröld biöi utan dyra heimibsins. I viðtaU í New York Times í sumarsagöi Spielberg: „Ég man hvemig ég lá og reyndi að sofna og ímyndaöi mér aö Utlar furöuverur væra í rifu í svefnherbergisveggnum og kíktu út og hvísluðu aö ég skUdi koma og leika mér í sprungunni. ” Vill ekki horfast í augu við veröldina Spielberg er enn heUlaöur af því sem hann veit aö er þama fyrir handan en viö getum ekki séð. For- vitni og auðugt hugmyndaflug ein- kennir myndir hans. I Poltergeist lýsir hann til aö mynda af næmni veröld barnanna þegar ljósiö er slökkt og mamma segir góöa nótt og þau vUja ekki aö ljósiö sé slökkt vegna þess aö trén úti í storminum og dúkkurnar í herberginu verða óhugnanlega lifandi í myrkrinu. I flestum kvikmyndum Spielbergs fara börn meö stór hlutverk. Þrjár þeirra fjalla um mæður sem leita barna sinna. Spielberg er 34 ára en segist vera stórt bam: ,,Ég held aö þaö veitist mér auðveldara aö spjalla viö eUefu ára polla um sjón- varpsspU og náttúrufræöi heldur en setjast niður og tala um pólitík og Nietzche viö fullorðinn mann. Sjálf- sagt er þaö vegna þess aö ég er lítt þjóðfélagslega meðvitaöur og rnnst inni vU ég ekki horfast í augu við veröldina, — þó ég hafi svo sem ekkert á móti því á meðan kvik- myndavéUnerá mUUokkar.” Ef til vUl hafa mUljónir áhorfenda sama viöhorf til veraldarinnar og Spielberg. Kvikmyndir hans era skemmtUegar og lokkandi. Hetj- urnar í myndunum eru venjulegt fólk í óeðUlegum aðstæðum. Vísitölufjöl- skyldumar í Close Encounters, E.T. og Poltergeist búa á snyrtilegum miðstéttarheúnUum, fuUum af raf- magnstækjum, Coca Cola og dósa- mat. „Þetta er venjulegt hversdagsfólk sem glímir ekki viö neitt óvenjulegt fyrr en ég kem þjótandi,” segir Spielberg. ,,Ég er hrifinn af kvik- myndum um krafta sem era sterkari en hetjan svo hún neyöist til aö krækja fyrir þá eöa renna beint á þá miðja.” Heimsmet í nærmyndum Eitt helsta vandamál Spielbergs er aö hann hefur heldur Utiö aö segja okkur um heUninn sem hann lýsir. FjölskyldufóUciö í myndum hans er ósköp venjulegt, húsrn eru full af aUs konar hjálpartækjum sem vestrænir menn hrúga í kringum sig í þeirri von aö með þeim vinni þeir tíma til aö gera ekki neitt. Andar hertaka lit- sjónvarpiö í Poltergeist og þaö gæti verið táknrænt en er það í rauninni ekki. Andamir heföu erns getaö sest að í skrifborðsskúffu. Spielberg lítur í kringum sig og sér að veröldin verður stöðugt furöulegri en hann hefur ekkert aö segja um málið. Spielberg hefur alltaf átt bágt meö aö gæða persónur sínar Ufi. Richard Dreyfuss sagöi eftir aö hann lék í Close Encounters, aö hann heföi varla gert annaö en góna upp í loftiö meö undrunarsvip. Spielberg á öragglega heUnsmet í nærmyndum af leUcurum meö galopin augu og undranarsvip á fésinu. (Nokkrar s jást hér á síðunni.) Sjálfur segU- Spielberg: „Eg býst aUtaf við að leikararnir hafi sjálf- stæöa og skapandi hugsun og ég býst viö aö þeir komi með eigin tUlögur um persónurnar. Hins vegar ræö ég emn hvar kvikmyndavélin er staösett.” Glataðar helgar tuttugu ára Atburöirnir era líka ævinlega mikilvægari en persónurnar í kvik- myndum Spielbergs. Hann er mun öraggari þegar myndmálið er annars vegar heldur en þegar kemur aö persónusköpuninni. Sjálfur telur hann aö sig vanti sitthvað fyrir þá sök að hann sat löngum stundum í myrkum kvikmyndahúsum í barn- æsku sinni. „En maöur nær ekki aö bæta sér upp glataðar helgar tuttugu ára. Kvikmyndirnar eru kjaminn í lífi mínu, en allt í einu uppgötvaöi ég að fyrir mörgum eru þær ekki annað en kvöldskemmtun tvisvar á ári. Afganginn af tímanum telur þetta fólk aöra hluti mikilvægari: Þaö hugsar um hvenær best muni aö eignast börn, hvenær þurfi að senda þau í skólann, hvort þau séu nú al- mennilega upp alin og hvort til séu nægir peningar til aö allir geti fengiö þaö sem þeir telja sig vanhaga um. Eg er farinn aö sjá aö þaö era aðrir hlutir í veröldinni sem eru mikil- vægari en kvikmyndagerð. En þaö er hægara sagt en gert að lifa í samræmi viö þá vitneskju.” -SKJ. DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982. Harríson Ford lítur kuldalega i augu eiturslöngu i Raiders of the Lost Ark. Amerisk húsfreyja horfír skelkuð i byssuhlaup í mynd Spielberg, 1941.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.