Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Side 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
3
Ráðherrar: „Framkvæmd vaxtastefnunnar þýðir greiðsluþrot”
RAUNVAXTASIEFNAN
KOMINIBUNDGÖTU”
„Framkvæmd þessarar stefnu
hlýtur að leiða til greiðsluþrots hjá
fjölmörgum fyrirtækjum,” sagði
Steingrímur Hermannsson ráðherra
i í umræöum utan dagskrár á Alþingi í
gær. „Meginniðurstaðan er sú að
raunvaxtastefnan hefur gengið sér
til húðar, hún er komin í blindgötu,”
sagði annar ráðherra, Svavar Gests-
son.
Umræðumar spunnust út af for-
mála og f yrirspurnum Matthíasar Á.
Mathiesen til þriggja ráðherra um
afstöðu þeirra til vaxtahækkana
Seðlabankans. Kvaö hann ráð-
herrana hafa gefið slíkar yfir-
lýsingar í rikisfjölmiölunum að
skýringa yrði að krefjast.
Tómas Árnason ráðherra rakti
fyrirkomulag vaxtamála og að-
draganda vaxtahækkunar nú. Kvað
hann hafa verið og vera mikla tregðu
í ríkisstjóminni og hjá stuðnings-
mönnum hennar til þess að fallast á
miklar vaxtahækkanir. Dráttur á af-
greiðslu málsins heföi meöal annars
stafað af athugun, sem hann heföi
beðið um, á því hvort unnt væri að
faraaðrarleiðir.
Seðlabankinn hefði taliö þaö úti-
lokað að athugun lokinni og gætt
hefði vaxandi óþolinmæði hjá honum
á fimmtudaginn var. A ríkisstjómar-
fundi hefði verið bókað eftir sér að
hann vildi athuga afurðalánavextina
nánar áður en endanleg ákvöröun
yrði tekin.
Stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxta-
málum lýsti Tómas á þá leið, að hún
væri að fara varlega í vaxtamálum
og gæta þó samræmis við verð-
tryggingu.
Ragnar Amalds ráðherra sagðist
ekki hafa verið og ekki vera sáttur
við ákvarðanir Seölabankans,
hvorki að formi né efni.
Ákvarðanirnar hafi komið sér á
óvart þar sem ráðherranefnd hefði
verið að athuga vaxtamálin. Öhjá-
kvæmilegt væri að gera sér grein
fyrir áhrifum vaxtahækkana.
Ráðherrann kvað þó enn alvar-
legra misræmið milli lánskjaravísi-
tölu og launahækkana og nú stefndi i
10% mun 1. desember, sem vísitalan
hækkaði umfram kaup. Finna mætti
aðrar leiðir til þess að jafna við-
skiptahallann og benti á að draga
mætti úr afborgunarviðskiptum með
takmörkun bankalána til þeirra.
Steingrímur Hermannsson ráð-
herra kvað framkvæmd rikjandi
stefnu í vaxtamálum hljóta að leiða
til greiösluþrots hjá fjölda fyrir-
tækja. Almenna vaxtahækkunin nú
þýddi 200 milljóna útgjaldsauka í út-
gerð og fiskvinnslu og 300-400
milljóna hækkun hjá útflutnings-
atvinnuvegunum. Refsivaxtakerfi
Seðlabankans gagnvart viðskipta-
bönkunum þýddi nú mest 269% árs-
vexti.
Hann kvað fulla verðtryggingu
hafa mistekist alls staðar þar sem
hún hefði verið reynd. Loks vitnaði
hann til lagaákvæða um ákvörðun
vaxta á lánum atvinnuveganna.
Taldi hann aö Seðlabankinn hefði
ekki farið að lögum og kvaðst ætla að
gera athugasemd um það í ríkis-
stjóminni.
Kjartan Jóhannsson kvað innlána-
hlið þessara mála mikilvægasta.
Með því að nú væri búið að skipta
þjóðinni í tvo hópa, gæti annar stór-
grætt á því að taka lán á lágum
vöxtum og leggja það inn á verð-
tryggða reikninga, en af hinum væri
stolið fimmtu hverri krónu sem inn
væri lögð.
Svavar Gestsson ráðherra sagði
meginniöurstöðu umræðnanna þá,
að raunvaxtastefnan hefði gengið sér
til húðar, hún væri komin i blindgötu.
Framkvæma yrði gagngera endur-
skoðun á öllum logum um þessi mál
oghlutverki Seðlabankans.
Vilmundur Gylfason kvað dóm
Svavars rangan, það væri ríkis-
stjómin sem hefði gengið sér til
húðar , stefna hennar. Vilmundur
var í miöri ræðu þegar ljós í þing-
húsinu slökknuðu í annaö sinn á
fundinum og var framhaldinu þar
meðfrestað. HERB
Alveríð áfram
í gangi þrátt
fyrir verkfall?
Ef til verkfalls starfsmanna í Álver-
inu í Straumsvík kemur á föstudaginn
gengur það ekki fyrir sig eins og önnur
verkföll. Sérstakir samningar em við
verkalýðsfélögin um framkvæmd
verkfalls í Álverinu og þá samninga
eru starfsmennirnir skyldugir að
standa viö.
Starfsmenn Álversins geta ekki
gengið út á föstudaginn eins og aðrir
sem fara í verkfall. I samningunum
segir að fyrirtækið hafi fjórar vikur
upp á að hlaupa ef boðað er til verk-
falls af starfsmönnum. Er ákvæöi
þetta í samningunum til aö koma í veg
fyrir skemmdir á framleiöslutækjum.
Er þar aðallega átt við hina dýrmætu
ofna og ker í álbræöslunni.
Aðeins einu sinni áður hefur komið
til verkfalls í Álverinu. Þá var gripið
til þess ráös að minnka straum til ál-
versins og draga þannig úr framleiðsl-
unni. Ekki er víst að hægt sé að koma
þessu við í dag ef til verkfalls kemur.
Um framkvæmdina á verkfallinu eiga
deiluaðilar eftir að ræða. Átti aö gera
það í gær aö loknum samningafundi
hjá sáttasemjara ríkisins, það er að
segja, ef ekki þokaöist í samkomulags-
átt þar. -klp-
Samkvæmt samningi viO verkalýOsfélögin geta starfsmenn Álversins viO Straumsvík ekkigengið út og lokað
á föstudaginn þótt þeir hafi þá boðað til verkfalls. . .
* 1 P^iyJlÍ f
\WBHr ; I|||
Gerum okkar itrasta
til að liðka fyrir
—• segir deildarstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu um skreiðarmálin
Skagfirskurskreiðarverkandi, Árni
Gunnarsson á Sauðárkróki, gagn-
rýndi íslensk stjómvöld fyrir að hafa
ekki sinnt skreiðarmálum nægilega
vel í viðtali sem birtist í DV í gær. I
framhaldi af gagnrýni Ama hafði
DV samband við viðskiptaráðuneyt-
ið. Þar varð fyrir svörum Atli Freyr
Guðmundsson, deildarstjóri útflutn-
ingsdeildar:
„Ámi segir að íslensk stjórnvöld
hafi ekki gefið þessu nægan gaum.
Því er til að svara að nú nýlega hef ur
Einar Benediktsson, sendiherra í
London sem jafnframt er sendiherra
Islands í Nígeríu, fjallaö mjög ítar-
íega um vandamál skreiðarútflutn-
ingsins. Þaö var þegar hann afhenti
trúnaðarbréf sitt i Lagos. Þá ræddi
hann við menn á æðstu stööum um
þessi mál, meðal annars við forseta
landsins,” sagði Atli Freyr.
Hann nefndi einnig að Stefán
Gunnlaugsson væri nýkominn frá
Nígeríu. Stefán, sem veriö hefði
deildarstjóri útflutningsdeildar
ráðuneytisins um árabil, hefði
nýlega veriö skipaður- viðskiptafull-
trúi í London. Væri gert ráð fyrir að
hann sinnti Nígeríuviðskiptum sér-
staklega.
Árni Gunnarsson gagnrýndi stjórn-
völd ennfremur fyrir að hafa ekki
sendifulltrúa eða sendiráð í Nígeríu.
Hverju s varar Atli Freyr ?
„Norömenn hafa sendiherra og
viðskiptafulltrúa staðsetta í Lagos.
Þeir eiga við nákvæmlega sama
vanda og við að etja í sambandi við
sölu á skreið. Þess vegna verður ekki
séö að það eitt að hafa sendiráð í
Nígeríu leysi þetta vandamál.
Þessu til viðbótar má geta þess að
viðskiptaráðherra og ráðuneytis-
stjóri áttu viðtöl við æðstu embættis-
menn í Nígeríu fyrr í sumar og
kynntu þeim vandamál okkar. Þá
hefur verið óskað eftir fundi við-
skiptaráðherra landanna siðar í
þessum mánuði. Ekki er frágengið
meðfundartíma,” sagðiAtli.
Hann skýrði frá því að nokkrir ís-
lenskir útflytjendur, sem nýkomn-
ir væru frá Nígeríu, hefðu gefið ráðu-
neytinu skýrslu um för sína.
„Ráðuneytið hefur haldið marga
fundi með útflytjendum og fulltrúum
bankanna hér heima og er enn sem
fyrr reiðubúið aö gera sitt ítrasta til
að liðka fyrir viðskiptum við
Nígeríu,” sagði Atli Freyr Guö-
mundsson. -KMU.
Allt
fyrir gluggann
Tilbúnar pífugardínur í eftirfarandi stærðum:
Br.: hæð:
190x 135 kr. 32.3.00 stk.
190x160 kr. 353.00stk.
250x135 kr. 380.00 stk.
250x160 ............ kr. 418.00stk.
Br.: hæð:
315x135 kr. 487.00stk.
315x160 kr. 530.00stk.
380x135 kr. 646.00stk.
380x160 kr. 685.00 stk.
Símsvarinn okkar 3 18 70 tekur á móti pöntunum frá fólki úti á landsbyggðinni
eftir kl. 19.00 á kvöldin.